Áskoranir í hjálparstarfi á tímum COVID-19
Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar starfa þrír félagsráðgjafar að verkefnum innanlands. Ráðgjafarnir veita fólki sem býr við kröpp kjör efnislegan stuðning og félagslega ráðgjöf. Ráðgjafarnir segja að það sé munur á líðan fólks sem leitar til Hjálparstarfsins nú og líðan þeirra sem leituðu aðstoðar í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Þá hafi fólk getað beint reiði sinni að bankakerfinu en að nú sé erfiðara að beina erfiðum tilfinningum út á við. Ráðgjafarnir segjast taka eftir því að fólk sé nú margt einmana og kvíðið.
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar segir að undanfarna mánuði hafi félagsráðgjafarnir þurft að takast á við margar nýjar áskoranir í starfi. „Í fyrsta lagi þurftum við að bregðast skjótt við og veita þjónustuna í auknum maeli símleiðis og í gegnum netið. En það er líka áskorun að taka á móti fólki sem hingað kemur með grímu fyrir vitum. Við notum ekki bara tungumálið til að tjá okkur og það er erfiðara að raeða við fólk þegar við sjáum ekki framan í það,“segir Vilborg. „Í þessum faraldri sjáum við hvar brotalamirnar eru í velferðarkerfinu okkar. Fólkið sem til okkar leitar er margt búið að bíða lengi eftir atvinnuleysisbótum eða öðrum samfélagslegum úrraeðum. Það sem mér þykir hins vegar alveg frábaert að verða vitni að er ótrúleg aðlögunarhaefni fólks í þessum aðstaeðum, þolinmaeði og þrautseigja þess. Hvernig fólk, og ekki bara það sem hingað leitar heldur almennt, tekst á við nýjar áskoranir daglega. Ég tek hattinn ofan fyrir okkur með það.“