Fréttablaðið - Serblod

Áskor­an­ir í hjálp­ar­starfi á tím­um COVID-19

-

Hjá Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar starfa þrír fé­lags­ráð­gjaf­ar að verk­efn­um inn­an­lands. Ráð­gjaf­arn­ir veita fólki sem býr við kröpp kjör efn­is­leg­an stuðn­ing og fé­lags­lega ráð­gjöf. Ráð­gjaf­arn­ir segja að það sé mun­ur á líð­an fólks sem leit­ar til Hjálp­ar­starfs­ins nú og líð­an þeirra sem leit­uðu að­stoð­ar í kjöl­far banka­hruns­ins ár­ið 2008. Þá hafi fólk getað beint reiði sinni að banka­kerf­inu en að nú sé erf­ið­ara að beina erf­ið­um til­finn­ing­um út á við. Ráð­gjaf­arn­ir segj­ast taka eft­ir því að fólk sé nú margt einmana og kvíð­ið.

Vil­borg Odds­dótt­ir fé­lags­ráð­gjafi og um­sjón­ar­mað­ur inn­an­lands­starfs Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar seg­ir að und­an­farna mán­uði hafi fé­lags­ráð­gjaf­arn­ir þurft að tak­ast á við marg­ar nýj­ar áskor­an­ir í starfi. „Í fyrsta lagi þurft­um við að bregð­ast skjótt við og veita þjón­ust­una í aukn­um maeli sím­leið­is og í gegn­um net­ið. En það er líka áskor­un að taka á móti fólki sem hing­að kem­ur með grímu fyr­ir vit­um. Við not­um ekki bara tungu­mál­ið til að tjá okk­ur og það er erf­ið­ara að raeða við fólk þeg­ar við sjá­um ekki fram­an í það,“seg­ir Vil­borg. „Í þess­um far­aldri sjá­um við hvar brota­lam­irn­ar eru í vel­ferð­ar­kerf­inu okk­ar. Fólk­ið sem til okk­ar leit­ar er margt bú­ið að bíða lengi eft­ir at­vinnu­leys­is­bót­um eða öðr­um sam­fé­lags­leg­um úrra­eð­um. Það sem mér þyk­ir hins veg­ar al­veg frá­ba­ert að verða vitni að er ótrú­leg að­lög­un­ar­haefni fólks í þess­um að­sta­eð­um, þol­in­ma­eði og þraut­seigja þess. Hvernig fólk, og ekki bara það sem hing­að leit­ar held­ur al­mennt, tekst á við nýj­ar áskor­an­ir dag­lega. Ég tek hatt­inn of­an fyr­ir okk­ur með það.“

 ??  ?? Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar nýt­ur ómet­an­legs stuðn­ings sjálf­boða­liða sem nú eru í óða önn að und­ir­búa að­stoð fyr­ir fjöl­skyld­ur sem búa við efn­is­leg­an skort fyr­ir jól­in. Hér eru þa­er Sigrún B. Jóns­dótt­ir, Mjöll Þór­ar­ins­dótt­ir og Elsa Sveins­dótt­ir að störf­um.
Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar nýt­ur ómet­an­legs stuðn­ings sjálf­boða­liða sem nú eru í óða önn að und­ir­búa að­stoð fyr­ir fjöl­skyld­ur sem búa við efn­is­leg­an skort fyr­ir jól­in. Hér eru þa­er Sigrún B. Jóns­dótt­ir, Mjöll Þór­ar­ins­dótt­ir og Elsa Sveins­dótt­ir að störf­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland