Fréttablaðið - Serblod

BSA-mótor­hjól­in snúa aft­ur á naesta ári

-

BSA fram­leiddi mótor­hjól frá 1910 til 1978 og varð eitt þekkt­asta merk­ið á því sviði, og á tíma­bili var merk­ið staersti fram­leið­andi mótor­hjóla í heim­in­um. Hér á Íslandi voru þau vinsa­el frá upp­hafi og voru lengi vel ein vinsa­el­u­stu mótor­hjól­in og nöfn eins og Spitfire og Gold St­ar voru eins og brennd inn í hug­ar­heim allra þeirra sem höfðu áhuga á mótor­hjól­um fyr­ir um hálfri öld.

Með til­komu ódýr­ari sam­keppni frá Jap­an og getu­leysi til að bregð­ast við, hrundi sala þeirra á sjö­unda og átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og merk­ið leið und­ir lok. Núna, meira en fjór­um ára­tug­um síð­ar, eru uppi áform um að end­ur­vekja þetta forn­fra­ega merki. Fyr­ir­ta­ek­ið á bak við þau áform er með djúpa vasa en það er ind­verski fram­leiðsl­uris­inn Ma­hindra. Ann­að mótor­hjóla­merki sem á upp­haf sitt að rekja til Bret­lands er Royal En­field, sem hef­ur ver­ið fram­leitt á Indlandi í ára­tugi og er selt þar í tug­um þús­unda ein­taka á hverju ári. Það er þó ekki eina ásta­eð­an fyr­ir áhuga Ma­hindra á merk­inu, sem á fyr­ir ráð­andi hlut í Peu­geot Motorcyc­les. Með því að hefja mótor­hjóla­fram­leiðslu á Indlandi í stór­um stíl und­ir merkj­um BSA, og nota hluta þeirr­ar fram­leiðslu hjá öðr­um merkj­um eins og Peu­geot, sér Ma­hindra fyr­ir sér að geta mark­aðs­sett tví­hjóla fram­leiðslu sína hratt og vítt.

Frétt­ir herma að áhersl­an verði lögð á raf­drif­in mótor­hjól og þró­un þeirra í sam­starfi við merki eins og KTM. Ma­hindra hef­ur samt einnig sagt að hefð­bundn­ari mótor­hjól verði einnig á boð­stól­um í ná­inni fram­tíð. BSA verð­ur að hluta breskt áfram en með styrk frá bresk­um stjórn­völd­um verð­ur byggt þró­un­ar­set­ur í Ox­ford þar sem um 250 manns fá vinnu. Að sögn tals­manna BSA/Ma­hindra er stefn­an sett á að fram­leiða 10.000 ein­tök á ári fljót­lega og selja á mörk­uð­um eins og Banda­ríkj­un­um, Ástr­al­íu og, kannski til að hefna fyr­ir sig, Jap­an.

 ??  ?? BSA Thund­er­bolt var síð­asti nagl­inn í lík­kistu BSA en það var Triumph-hjól í grunn­inn og fram­leitt frá 1968-72.
BSA Thund­er­bolt var síð­asti nagl­inn í lík­kistu BSA en það var Triumph-hjól í grunn­inn og fram­leitt frá 1968-72.
 ??  ?? BSA-merk­ið hef­ur breyst mik­ið í gegn­um tíð­ina en BSA­stjarn­an er þeirra þekkt­ast.
BSA-merk­ið hef­ur breyst mik­ið í gegn­um tíð­ina en BSA­stjarn­an er þeirra þekkt­ast.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland