BSA-mótorhjólin snúa aftur á naesta ári
BSA framleiddi mótorhjól frá 1910 til 1978 og varð eitt þekktasta merkið á því sviði, og á tímabili var merkið staersti framleiðandi mótorhjóla í heiminum. Hér á Íslandi voru þau vinsael frá upphafi og voru lengi vel ein vinsaelustu mótorhjólin og nöfn eins og Spitfire og Gold Star voru eins og brennd inn í hugarheim allra þeirra sem höfðu áhuga á mótorhjólum fyrir um hálfri öld.
Með tilkomu ódýrari samkeppni frá Japan og getuleysi til að bregðast við, hrundi sala þeirra á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og merkið leið undir lok. Núna, meira en fjórum áratugum síðar, eru uppi áform um að endurvekja þetta fornfraega merki. Fyrirtaekið á bak við þau áform er með djúpa vasa en það er indverski framleiðslurisinn Mahindra. Annað mótorhjólamerki sem á upphaf sitt að rekja til Bretlands er Royal Enfield, sem hefur verið framleitt á Indlandi í áratugi og er selt þar í tugum þúsunda eintaka á hverju ári. Það er þó ekki eina ástaeðan fyrir áhuga Mahindra á merkinu, sem á fyrir ráðandi hlut í Peugeot Motorcycles. Með því að hefja mótorhjólaframleiðslu á Indlandi í stórum stíl undir merkjum BSA, og nota hluta þeirrar framleiðslu hjá öðrum merkjum eins og Peugeot, sér Mahindra fyrir sér að geta markaðssett tvíhjóla framleiðslu sína hratt og vítt.
Fréttir herma að áherslan verði lögð á rafdrifin mótorhjól og þróun þeirra í samstarfi við merki eins og KTM. Mahindra hefur samt einnig sagt að hefðbundnari mótorhjól verði einnig á boðstólum í náinni framtíð. BSA verður að hluta breskt áfram en með styrk frá breskum stjórnvöldum verður byggt þróunarsetur í Oxford þar sem um 250 manns fá vinnu. Að sögn talsmanna BSA/Mahindra er stefnan sett á að framleiða 10.000 eintök á ári fljótlega og selja á mörkuðum eins og Bandaríkjunum, Ástralíu og, kannski til að hefna fyrir sig, Japan.