Fréttablaðið - Serblod

Harley-Da­vidson Cu­stom kem­ur á naesta ári

-

Eitt af fram­tíð­armód­el­um Harley-Da­vidson virð­ist ásamt Pan America-hjól­inu slopp­ið við nið­ur­skurð fram­leið­and­ans. Það er Cu­stom 1250 Sport­ster­inn sem nú er áa­etl­að að komi á mark­að strax síðla árs 2021. Hjól­ið var frum­sýnt ár­ið 2018 og verð­ur með nýju Revoluti­on Max-vél­inni sem tal­in er nauð­syn­leg fyr­ir fram­tíð merk­is­ins, ekki síst í Evr­ópu þar sem meng­un­ar­regl­ur eru mun strang­ari. Er hjól­ið líka tal­ið nauð­syn­legt til að reisa við minnk­andi sölu merk­is­ins en Harley-Da­vidson hef­ur tals­vert ver­ið í frétt­um að und­an­förnu vegna taps og vaent­an­legs nið­ur­skurð­ar vegna þess. Hjól eins og Bronx Street­fig­hter sem nota á 975 rúm­senti­metra út­gáfu af Revoluti­on­vél­inni hef­ur hins veg­ar ver­ið sett á hill­una í bili. Revoluti­on Max-vél­in verð­ur einnig í Pan America-hjól­inu en hún á að gefa gott afl á laegri snún­ingi, og Pan America-hjól­ið kem­ur á mark­að á und­an Cu­stom-hjól­inu. Cu­stom 1250-hjól­ið hef­ur ekki feng­ið al­menni­legt nafn enn­þá en þess er ef­laust að vaenta á naest­unni áð­ur en það verð­ur frum­sýnt í fram­leiðslu­út­gáfu.

Lín­ur Har­leyDa­vidson 1250 Cu­stom hjóls­ins er krafta­leg­ar og nýja vél­in er áber­andi.

 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland