SSC Tuatara aetlar að endurtaka hraðamet
Eftir að gagnrýni á myndabandsupptökur af hraðameti SSC Tuatara bílsins komu fram hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn. Spurningar vöknuðu eftir staerðfraeðingur sem skoðaði myndbandið og beitti reikniaðferðum á taekniupplýsingar bílsins, sagði að bíllinn hefði verið á naer 400 km hraða í stað 533 km á klst.
Forstjóri SSC, Jerod Shelby lét hafa eftir sér í yfirlýsingu að mistök hefðu orðið við klippingu myndbandsins og þess vegna hefðu GPS-tölur ekki passað við klippingarnar. Til að bregðast við þessari gagnrýni var því ákveðið að bíllinn myndi reyna aftur við metið í náinni framtíð. Hvenaer það verður nákvaemlega er þó ekki ákveðið og því er það spurning hvort Heimsmetabók Guinness viðurkenni metið endanlega fyrr en að seinni tilraun við það verði lokið.
Nýlegt myndband af hraðameti SSC Tuatara hefur verið gagnrýnt að undanförnu.