Einblíndu á það sem skiptir máli
Þorgils Óttar Mathiesen er löggiltur endurskoðandi og veitir KPMG í Hafnarfirði forstöðu, en þar er boðið upp á faglega þjónustu á sviði endurskoðunar, skatta- og alhliða fjármálaráðgjafar.
Skrifstofa KPMG í Hafnarfirði var opnuð við Reykjavíkurveg 66 fyrir fimm árum og hefur vaxið og dafnað síðan þá. „Við þjónustum einstaklinga, sem og lítil, meðalstór og stór fyrirtaeki. Hjá okkur er lögð áhersla á góða og persónulega þjónustu og umfram allt gaeði og fagmennsku. Viðskiptavinir okkar koma alls staðar að af landinu og við þjónustum alla sem til okkar leita,“segir Þorgils Óttar.
Skrifstofa í Hafnarfirði
KPMG er hluti af alþjóðlegu neti fyrirtaekja, en höfuðstöðvar þess á Íslandi eru í Borgartúni í Reykjavík. Í heildina starfa hátt í þrjú hundruð manns hjá KPMG á Íslandi og eru skrifstofur félagsins 16 talsins víðs vegar um landið. „KPMG er með skrifstofur um allt land en hugsunin er sú að vera í nálaegð við viðskiptavinina og það var ástaeða þess að við opnuðum í Hafnarfirði.
Við finnum líka að mörgum finnst þaegilegra að koma hingað þar sem um er að raeða minni einingu. Vissulega er stór hluti viðskiptavina okkar Hafnfirðingar en við erum einnig með marga viðskiptavini úti á landi og jafnvel erlendis,“segir Þorgils Óttar, en auk hans starfa sex manns á skrifstofu KPMG í
Hafnarfirði. „Um er að raeða þrjá viðskiptafraeðinga, tveir af þeim eru að laera undir löggildingu í endurskoðun og hafa lokið mastersnámi, og þrjá viðurkennda bókara,“segir hann.
Endurskoðun og bókhald
Á meðal helstu verkefna KPMG í Hafnarfirði er endurskoðun og hefðbundin reikningsskil, það er ársreikningar fyrir lítil, meðalstór og stór fyrirtaeki og bókhald.
„Við sinnum endurskoðun fyrir staerri fyrirtaeki, eins og lög kveða á um. Þá sjáum við um bókhald fyrirtaekja af öllum staerðum og gerðum. Bókhaldið hjá smaerri fyrirtaekjum og einyrkjum maetir oft afgangi þegar mikið er að gera í rekstrinum og kvöldin eða helgar eru þá oft nýtt í það. Við leggjum þetta því svona upp við viðskiptavinina: Einblíndu á það sem skiptir máli, sem er rekstur og fjölskylda, og láttu okkur sjá um bókhaldið. Auk þess aðstoðum við einstaklinga við að gera skattframtölin sín, þó að það sé að mestu orðið rafraent og fremur einfalt í sniðum getur komið upp sú staða að fólk þarf aðstoð við skattframtalið, til daemis vegna kaupa eða sölu á fasteign, verktakavinnu og fleira,“upplýsir Þorgils Óttar.
Gagnsaei í rekstri
KPMG í Hafnarfirði er í nánu samstarfi við höfuðstöðvarnar í Reykjavík. „Í Borgartúni er ráðgjafarsvið, skattasvið og lögfraeðisvið og við getum alltaf leitað þangað ef við þurfum á sérfraeðiþjónustu að halda. Ef svo ber undir er einnig auðvelt að leita til kollega okkar hjá KPMG á alþjóðavísu.“
Þorgils Óttar segir rétt að hafa í huga að það eru vaxandi kröfur hvað varðar reikningsskil og verið að gera meiri kröfur varðandi upplýsingagjöf og gagnsaei í rekstri fyrirtaekja og um leið hvernig hlutirnir eru fram settir. „Við erum með starfsfólk sem er sérfraeðingar á þessu sviði, enda þarf þetta allt að vera í lagi.“