Fréttablaðið - Serblod

92 orð fylla hjart­að af jólagleði

Jóla­bók Blek­fjelags­ins er fast­ur lið­ur hjá mörg­um í að­vent­unni en þessi litla bók kem­ur út ár­lega í des­em­ber á veg­um Blek­fjelags­ins, nem­enda­fé­lags meist­ara­nema í Rit­list við Há­skóla Ís­lands.

- Jó­hanna Ma­ría Ein­ars­dótt­ir johanna­m­aria@fretta­bla­did.is

Bók­in í ár inni­held­ur 33 ör­sög­ur eft­ir rit­list­ar­nema sem all­ar eiga það sam­eig­in­legt að falla und­ir eitt þema og inni­halda 92 orð. „Regl­an er þannig að á hverju ári er unn­ið und­ir nýju þema sem verð­ur tit­ill bók­ar­inn­ar. Í ár rím­ar þem­að og nafn bók­ar­inn­ar, Heima, vel við ástand­ið í þjóð­fé­lag­inu þar sem fólk er ít­rek­að hvatt til að halda sig heima. Í fyrstu út­gefnu jóla­bók Blek­fjelags­ins voru orð­in 100 og á hverju ári er eitt orð skor­ið af orða­fjöld­an­um. Núna fá þátt­tak­end­ur ein­ung­is 92 orð fyr­ir hverja sögu,“seg­ir Berg­lind Ósk Bergs­dótt­ir rit­list­ar­nemi, en hún gegn­ir hlut­verki rit­stjóra bók­ar­inn­ar í ár.

„Við vönd­um ávallt vel val­ið á því hvaða ör­sög­ur eiga heima í bók­inni. Þá er hver saga les­in yf­ir þrisvar af öðr­um höf­und­um og rit­stjóri les einnig yf­ir og er með heild­ar­y­f­ir­sýn. Það er því í raun heil­mik­ið rit­stjórn­ar­ferli á hverri ein­ustu sögu. Við leggj­um líka mik­ið upp úr bók­ar­káp­unni og upp­setn­ingu og er­um svo hepp­in að vera með frá­ba­er­an graf­ísk­an hönn­uð í okk­ar hópi, hana Elínu Eddu Þor­steins­dótt­ur, sem sá um hönn­un og um­brot baeði í ár og í fyrra.“

Það er alls ekki úr vegi að birta tvaer stór­skemmti­leg­ar jóla­sög­ur úr bók­inni í ár sem, eins og áð­ur kom fram, ber nafn­ið Heima.

Die Alone Höf. Ör­v­ar Smára­son

„Home Alone og Die Hard eru sama mynd­in,“hvísl­aði ég. Ár­ið var 1895 og snjór­inn féll mjúk­lega á timb­ur­hús­ið okk­ar í Smálönd­un­um.

„Börn tala oft tung­um þeg­ar þeg­ar þau eru með mik­inn sótt­hita,“sagði laekn­ir­inn og setti hlust­un­ar­píp­una of­an í slitna leð­urtösk­una.

„Ég bið al­góð­an Guð á himn­um að dreng­ur­inn nái að lifa fram á jóla­dag,“snökti móð­ir mín og þurrk­aði tár­in.

„Hann aetti að tóra í nokkra daga í við­bót,“sagði laekn­ir­inn hug­hreyst­andi.

„Kevin og McCla­ne eru …“, ég hóstaði og fann lung­un fyll­ast blóði, „… basically sami karakt­er­inn.“

Í fjarska óm­uðu sleð­a­bjöll­ur.

Hawaii­an Tropic Höf. Krist­ín Nanna Ein­ars­dótt­ir

Um sex­leyt­ið hneppi ég síð­ustu töl­unni á bleik­mynstr­aðri stutterma­skyrtu. Und­ir venju­leg­um kring­umsta­eð­um vaeri ég að hand­fjatla drykkj­ar­seð­il á hót­el­barn­um, enda er tíma­mis­mun­ur­inn tvaer klukku­stund­ir á þess­um tíma árs. Una cer­veza por favor!

Ég tylli upp­á­halds­der­inu á koll­inn og dreifi sól­kremi á hand­leggi og nef­brodd. Há­tíð­arilm­ur fyll­ir vit­in. Við fjöl­skyld­an ákváð­um að halda í hefð­irn­ar og höf­um sleg­ið upp kokteila­kvöldi með suðra­enu ívafi. Kon­an fjár­festi í ljósa­korti á að­vent­unni og við reyn­um bara að gera gott úr hlut­un­um.

Það brak­ar í san­döl­un­um þeg­ar ég tipla nið­ur stig­ann og haekka hita­stig­ið á öll­um ofn­um.

Frá­ba­er taekifa­er­is­gjöf

Fjór­ir höf­und­ar sem eiga ör­sögu í bók­inni taka þátt í jóla­bóka­flóð­inu í ár. Þar má nefna Árna Árna­son með bók­ina Há­spenna, lífs­haetta á Spáni. Hinir þrír gáfu út ljóða­ba­ek­ur á veg­um Blek­fjelags­ins fyrr í vet­ur, en baek­urn­ar voru upp­runa­lega skrif­að­ar sem verk­efni í nám­inu. Það eru þa­er Stef­an­ía dótt­ir Páls með Blýhjarta, Re­bekka Sif Stef­áns­dótt­ir með Jarð­veg og Sigrún Björns­dótt­ir með Loft­skeyti.

Að sögn Berg­lind­ar selst Jóla­bók Blek­fjelags­ins vel á hverju ári enda lít­il, ódýr og fal­leg að­ventu­gjöf eða sem aukapakki með í jólapakk­ann. „Í fyrra seld­ist bók­in upp, en þá voru prent­uð 300 stykki. Þetta er það góð tekju­lind fyr­ir nem­enda­fé­lag­ið að nem­end­ur þurfa ekki að greiða fé­lags­gjöld.“

Van­inn hef­ur ver­ið að halda út­gáfu­teiti við út­gáfu bók­ar­inn­ar þar sem bók­in er öll les­in upp af höf­und­um, en það er óljóst hvort það verði af því í ár. „Við er­um að skoða hvort það sé mögu­legt að fram­kvaema það mið­að við sam­komutak­mark­an­ir en ég hvet áhuga­sama um að fylgj­ast með á Face­book-síðu Blek­fjelags­ins. Einnig mun­um við deila rafra­en­um upp­lestr­um á @blek­fjelagid á Insta­gram. Þess má líka geta að upp­lest­ur á bók­inni frá því í fyrra má finna á Blekvarp­inu, hlað­varpi Blek­fjelags­ins á Spotify. Jóla­bók Blek­fjelags­ins er nú kom­in í all­ar helstu bóka­búð­ir. Einnig verð­ur haegt að kaupa hana beint af okk­ur í Blek­fjelag­inu.“

 ??  ?? Berg­lind rit­stýr­ir jóla­bók Blek­fjelags­ins, Heima, í ár og seg­ir sög­urn­ar hver ann­arri skemmti­legri.
Berg­lind rit­stýr­ir jóla­bók Blek­fjelags­ins, Heima, í ár og seg­ir sög­urn­ar hver ann­arri skemmti­legri.
 ??  ?? Elín Edda Þor­steins­dótt­ir, graf­ísk­ur hönn­uð­ur og rit­list­ar­nemi, sá um það vanda­sama verk­efni að brjóta um bók­ina og hanna skemmti­lega kápu.
Elín Edda Þor­steins­dótt­ir, graf­ísk­ur hönn­uð­ur og rit­list­ar­nemi, sá um það vanda­sama verk­efni að brjóta um bók­ina og hanna skemmti­lega kápu.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland