Bókin stendur alltaf fyrir sínu
Það jafnast ekkert á við það að gleyma sér í lestri og láta bókina grípa sig heljartökum. Nú er haegt að kaupa ársáskrift að gaeðabókum hjá bókaforlaginu Angústúru til að gefa í jólagjöf.
Bókaforlagið Angústúra var stofnað haustið 2016 og hefur sett svip sinn á markaðinn með útgáfu athyglisverðra bóka fyrir börn og fullorðna. Stofnendur forlagsins eru þaer María Rán Guðjónsdóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir, sem báðar búa yfir fjölbreyttri reynslu úr útgáfuheiminum. „Við höfum frá upphafi lagt áherslu á þýðingar, baeði fyrir börn og fullorðna, en gefum einnig út einstakar baekur eftir íslenska höfunda. Þar má meðal annars nefna Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring, Birtu Þrastardóttur, doktor Ármann Jakobsson, Lani Yamamoto og Soffíu Bjarnadóttur,“segir Þorgerður Agla.
Vinsaelar í jólapakkann
Angústúra gefur út bókaflokk sem samanstendur af fjórum þýðingum á ári sem haegt er að vera áskrifandi að og er ársáskrift vinsael í jólapakkann að sögn Maríu Ránar. „Þá gefur viðkomandi eina bók úr bókaflokknum og gjafakort upp á þrjár til viðbótar eða gjafakort upp á fjórar baekur. Þetta eru áhugaverð verk frá ýmsum heimshornum sem slegið hafa í gegn í heimalöndunum og víðar. Vandaðar þýðingar sem gefa innsýn í ólíka menningarheima og víkka sjóndeildarhringinn.“
Margverðlaunaðar baekur
Ársáskrift kostar aðeins 11.920 krónur með sendingarkostnaði. „Snaefríð Þorsteins fékk tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands fyrir hönnun bókanna og þýðendur þeirra hafa fengið tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Auk þess hafa baekurnar verið valdar bestu þýddu baekur ársins af bóksölum á Íslandi en í fyrra átti Angústúra allar þrjár bestu þýddu baekur ársins að þeirra mati: Glaep við faeðingu eftir Trevor Noah, Konu í hvarfpunkti eftir Nawal El Saadawi og Hnitmiðaða kínverskenska orðabók fyrir elskendur eftir Xiaolu Guo. Verkin hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og hlotið virt verðlaun og viðurkenningar víða um heim. Það er því óhaett að segja að áskrifendur okkar fái frábaerar baekur inn um lúguna,“segir Þorgerður Agla.
Vinsaelar í bókaklúbbum
Þaer segja áskrifendum hafa fjölgað jafnt og þétt á síðustu þremur árum. „Þeir eru á öllum aldri, frá tvítugu fólki og upp í níraett. Baekurnar eru mikið lesnar í bókaklúbbum, enda eru þetta magnaðar sögur sem opna á fjölþaetta umraeðu eftir margverðlaunaða höfunda. Við vöndum okkur mikið við val á verkum í bókaflokkinn og leitum fanga víða. Einnig leggjum við mikla áherslu á gaeði því þótt innihaldið sé það mikilvaegasta skiptir hönnun, pappír og persónuleg þjónusta einnig máli. Að bókin sé fallegur gripur sem fólk vilji hafa heima hjá sér,“segir María Rán.
Lestur virkjar ímyndunaraflið
Þrátt fyrir naer endalaust framboð af ýmiss konar afþreyingu heldur bókin svo sannarlega velli að þeirra mati. „Bókin stendur alltaf fyrir sínu. Bóklestur er einstakur því hann virkjar ímyndunaraflið. Það jafnast eiginlega ekkert á við það að gleyma sér í lestri, láta bókina grípa sig heljartökum og sleppa oft ekki fyrr en löngu síðar,“segir Þorgerður Agla.
Þaer eru því bjartsýnar á framhaldið. „Við aetlum að halda áfram á sömu braut, gefa út góðar og vandaðar þýðingar fyrir börn og fullorðna en einnig eru nokkrar spennandi baekur á útgáfulista naesta árs eftir íslenska höfunda,“segir María Rán.