Fréttablaðið - Serblod

Styrk­leik­inn ligg­ur í sorg­inni

Ásta Björk Svein­björns­dótt­ir gaf út sína aðra ljóða­bók, Ís­bláa birtu, fyrr á ár­inu. Í ljóð­un­um fjall­ar Ásta um baeði gleð­ina og sorg­ina en hún seg­ir sorg­ina alltaf standa henni naerri eft­ir son­ar­missi.

- Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­drun@fretta­bla­did.is

Að­drag­anda Ís­blárr­ar birtu má rekja til upp­hafs árs­ins 2018 þeg­ar Ásta ákvað að byrja ár­ið með því að semja eitt ljóð á dag. „Ég gerði það al­veg í þrjá mán­uði en fór þá að­eins að minnka það,“út­skýr­ir Ása. Ljóð­in í bók­inni eru flest ort um vet­ur­inn og vor­ið það ár og bera keim af árs­tíð­inni.

Bók­inni skipt­ir Ásta upp í fjóra kafla eft­ir inni­haldi ljóð­anna. Fyrsti kafli bók­ar­inn­ar, Djúp­blá­ir skugg­ar, fjall­ar um vet­ur­inn og vor­ið en eins og fram kem­ur í ljóð­un­um eru myrkr­ið og ljós­ið aldrei langt und­an.

Ann­ar kafl­inn, Þú heyr­ir söng þinn nálg­ast, fjall­ar um drauma en Ásta út­skýr­ir að þeg­ar myrkr­ið er sem mest eru draum­arn­ir dökk­ir. Síð­asta ljóð­ið er um draum að vori þeg­ar ljóð­ma­eland­inn vill ekki vakna upp af fal­leg­um draumi ljóss­ins og sól­ar­inn­ar.

Þriðji kafl­inn, Stjörnu­hrap, fjall­ar um sorg­ina, návist henn­ar og dauða ást­vina og fjórði og síð­asti kafl­inn, Skugg­ar okk­ar þraeða göt­una, er til óra­eðr­ar per­sónu.

„Kafl­inn er til þín, hver sem þú ert, það er bara ein­hver þú en ekki nein ákveð­in mann­eskja,“út­skýr­ir Ásta.

Upp­haf­lega aetl­aði Ásta að hafa fimm kafla í bók­inni en hún tók einn þeirra út þar sem ljóð­in í hon­um voru sett upp ólíkt hinum.

„Ljóð­in sem ég skrif­aði um sumar­ið eru ekki í bók­inni en verða í þeirri naestu. Það eru prósaljóð sem fjalla um garð­inn minn.“

Ásta út­skýr­ir að þriðji kafl­inn um sorg­ina og dauð­ann komi til vegna þess að hún hef­ur upp­lif­að að missa baeði son sinn og bróð­ur sinn.

„Hún er eig­in­lega það sem stend­ur mér naest, þessi sorg sem er alltaf til stað­ar. Hún fer aldrei. Ég held að styrk­leiki minn liggi í sorg­inni og ang­ur­vaerð­inni. Mér finnst það oft vera bestu ljóð­in mín, kannski af því þau koma mest frá hjart­anu.“

Fyrsta ljóða­bók Ástu, Son­ur frá ár­inu 2013, fjall­ar ein­mitt um son­ar­missinn, en Ásta seg­ir það tví­ma­ela­laust hjálpa henni í sorg­inni að yrkja ljóð.

„Þeg­ar ég skrif­aði fyrri bók­ina þá byrj­aði ég stuttu eft­ir að son­ur minn lést að skrifa miða með litl­um ljóð­um. Ég átti bunka af litl­um gul­um mið­um. Ég fór svo að raða þeim sam­an og sá að ég gaeti skrif­að bók í hans minn­ingu.“

Ásta er 68 ára á göm­ul en hún út­skrif­að­ist úr meist­ara­námi í rit­list frá Há­skóla Ís­lands núna í fe­brú­ar. Hún seg­ir að þrátt fyr­ir að hafa ekki gef­ið baek­ur út fyrr hafi hún alla tíð skrif­að mik­ið.

„Þeg­ar ég laerði ís­lensku þá tók ég rit­list með. Mér fannst það svo skemmti­legt að ég ákvað að þeg­ar ég haetti að kenna myndi ég drífa mig í meist­ara­nám­ið,“út­skýr­ir Ásta sem lét draum­inn raet­ast eft­ir að hún lét af störf­um.

Ís­blá birta er gef­in út af fjöl­skyldu­fyr­ir­ta­ek­inu Blóma­torg­inu á Birki­mel. Barna­barn Ástu, Svein­björn Rún­ars­son, myndskreyt­ti bók­ina og tengda­dótt­ir henn­ar, Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir, setti hana upp fyr­ir prent­un.

Ís­blá birta er önn­ur ljóða­bók Ástu.

Úr lokakafla Ís­blárr­ar birtu

9 við Galtará klippti ég lokka þína batt spotta um minn­ing­una laesti í öskju eigr­aði um í húm­inu

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ SIGTRYGGUR ARI ?? Ásta Björk Svein­björns­dótt­ir sendi frá sér ljóða­bók fyrr á ár­inu.
FRÉTTABLAЭIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ásta Björk Svein­björns­dótt­ir sendi frá sér ljóða­bók fyrr á ár­inu.
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland