Styrkleikinn liggur í sorginni
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir gaf út sína aðra ljóðabók, Ísbláa birtu, fyrr á árinu. Í ljóðunum fjallar Ásta um baeði gleðina og sorgina en hún segir sorgina alltaf standa henni naerri eftir sonarmissi.
Aðdraganda Ísblárrar birtu má rekja til upphafs ársins 2018 þegar Ásta ákvað að byrja árið með því að semja eitt ljóð á dag. „Ég gerði það alveg í þrjá mánuði en fór þá aðeins að minnka það,“útskýrir Ása. Ljóðin í bókinni eru flest ort um veturinn og vorið það ár og bera keim af árstíðinni.
Bókinni skiptir Ásta upp í fjóra kafla eftir innihaldi ljóðanna. Fyrsti kafli bókarinnar, Djúpbláir skuggar, fjallar um veturinn og vorið en eins og fram kemur í ljóðunum eru myrkrið og ljósið aldrei langt undan.
Annar kaflinn, Þú heyrir söng þinn nálgast, fjallar um drauma en Ásta útskýrir að þegar myrkrið er sem mest eru draumarnir dökkir. Síðasta ljóðið er um draum að vori þegar ljóðmaelandinn vill ekki vakna upp af fallegum draumi ljóssins og sólarinnar.
Þriðji kaflinn, Stjörnuhrap, fjallar um sorgina, návist hennar og dauða ástvina og fjórði og síðasti kaflinn, Skuggar okkar þraeða götuna, er til óraeðrar persónu.
„Kaflinn er til þín, hver sem þú ert, það er bara einhver þú en ekki nein ákveðin manneskja,“útskýrir Ásta.
Upphaflega aetlaði Ásta að hafa fimm kafla í bókinni en hún tók einn þeirra út þar sem ljóðin í honum voru sett upp ólíkt hinum.
„Ljóðin sem ég skrifaði um sumarið eru ekki í bókinni en verða í þeirri naestu. Það eru prósaljóð sem fjalla um garðinn minn.“
Ásta útskýrir að þriðji kaflinn um sorgina og dauðann komi til vegna þess að hún hefur upplifað að missa baeði son sinn og bróður sinn.
„Hún er eiginlega það sem stendur mér naest, þessi sorg sem er alltaf til staðar. Hún fer aldrei. Ég held að styrkleiki minn liggi í sorginni og angurvaerðinni. Mér finnst það oft vera bestu ljóðin mín, kannski af því þau koma mest frá hjartanu.“
Fyrsta ljóðabók Ástu, Sonur frá árinu 2013, fjallar einmitt um sonarmissinn, en Ásta segir það tvímaelalaust hjálpa henni í sorginni að yrkja ljóð.
„Þegar ég skrifaði fyrri bókina þá byrjaði ég stuttu eftir að sonur minn lést að skrifa miða með litlum ljóðum. Ég átti bunka af litlum gulum miðum. Ég fór svo að raða þeim saman og sá að ég gaeti skrifað bók í hans minningu.“
Ásta er 68 ára á gömul en hún útskrifaðist úr meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands núna í febrúar. Hún segir að þrátt fyrir að hafa ekki gefið baekur út fyrr hafi hún alla tíð skrifað mikið.
„Þegar ég laerði íslensku þá tók ég ritlist með. Mér fannst það svo skemmtilegt að ég ákvað að þegar ég haetti að kenna myndi ég drífa mig í meistaranámið,“útskýrir Ásta sem lét drauminn raetast eftir að hún lét af störfum.
Ísblá birta er gefin út af fjölskyldufyrirtaekinu Blómatorginu á Birkimel. Barnabarn Ástu, Sveinbjörn Rúnarsson, myndskreytti bókina og tengdadóttir hennar, Stefanía Ragnarsdóttir, setti hana upp fyrir prentun.
Ísblá birta er önnur ljóðabók Ástu.
Úr lokakafla Ísblárrar birtu
9 við Galtará klippti ég lokka þína batt spotta um minninguna laesti í öskju eigraði um í húminu