Lestur á pappír eykur skilning
Mikilvaegt er að varðveita og raekta lengri lestur og þarf skólinn að hvetja nemendur til að gefa sér tíma til að lesa skáldsögur á pappír.
Skjálestur getur verið upphafið að frekari lestri og þá lestri pappírsbóka en kemur ekki í staðinn, segir Anne Mangen, norskur prófessor við lestrarstöðina í Háskólanum í Stafangri. „Fyrir styttri og einfaldari texta skiptir ekki máli hvort við lesum á pappír eða skjá. Pappír reynist betur þegar við lesum til að öðlast dýpri skilning og viljum muna það sem við lesum. Löngum lestri, eins og skáldsögu, getur verið erfitt að tengjast við á litlum skjá. Slíkur lestur stuðlar að lestrarfaerni og þess vegna er það miður að lestur í skólum sé að faerast mikið yfir á rafraent form. Á sama tíma getur skjálestur verið góður við hlið lesturs á pappír þar sem hann er hagkvaemari. Það getur líka verið kostur að gera staekkað texta, breytt letri og baett við lofti á milli lína.
Stafraenir textar geta haft jákvaeð áhrif á skilning og hvatningu þegar þeir eru hannaðir með lesandann í huga,“segir Anne sem leitt hefur fjögurra ára evrópskt rannsóknarverkefni um áhrif stafraens lesturs á það hvernig við lesum. Yfir 200 vísindamenn tóku þátt í rannsókninni. Rannsakendur undruðust að sjá að neikvaeð áhrif lesturs af skjáum hefur aukist töluvert óháð aldurshópum. Sérstaklega hefur lestrarfaerni versnað með tilkomu skjálesturs. Í Bandaríkjunum er farið að auðvelda framsetningu efnis til að nemendur eigi auðveldara með að skilja það. Mikilvaegt er að varðveita og raekta lengri lestur. Skólinn þarf að hvetja nemendur til að gefa sér tíma til að lesa skáldsögur á pappír.