Ógleymanleg upplifun og fallegar minningar í öskju
Óskaskrín gerir þér kleift að gefa einstaka gjöf í formi ógleymanlegra upplifana og fallegra minninga. Úrvalið er fjölbreytt og upplifanir ólíkar en meðal þess sem haegt er að velja um er Rómantíkur, Gourmet og Dekur Óskaskrín. Allir geta fundið eitthvað við sitt haefi hjá Óskaskríni.
Óskaskrín er 10 ára gamalt fyrirtaeki en fyrstu Óskaskrínin voru kynnt til sögunnar árið 2011. Óskaskrín hefur hannað og þróað þemabundnar gjafaöskjur eða gjafakort, sem virka þannig að sá sem eignast Óskaskrín getur valið úr fjölda ólíkra upplifana,“segir Hrönn Bjarnadóttir sölu- og markaðsstjóri Óskaskríns.
Fjölbreytt og einfalt
Úrval valkosta er fjölbreytt og haegt að velja á milli ólíkra þema. „Þannig er Gourmet Óskaskrín sem hefur að geyma úrval veitingastaða sem haegt er að velja úr og borða dýrindis veislu. Í Rómantík er boðið upp á gistinótt á fjölda hótela með kvöldmat og morgunmat víða um land. Í Dekurstund er boðið upp á margar mismunandi dekurmeðferðir. Samtals erum við með 19 mismunandi Óskaskrín auk fjögurra tegunda af fyrirtaekjaöskjum,“útskýrir Hrönn.
„Sá sem faer Óskaskrín að gjöf velur einn af valmöguleikum sem í boði eru, bókar sína upplifun hjá þjónustuaðilanum, maetir svo á staðinn og greiðir með því að afhenda gjafakortið við komu á hótelið, á veitingastaðinn, á snyrtistofuna eða allt í takt við þá tegund af Óskaskríni sem viðtakandinn fékk að gjöf.“
Hrönn segir mikinn metnað lagðan í að velja inn þau fyrirtaeki sem veiti þjónustuna og að viðskiptavinir geti því treyst á að upplifunin verði eins og best verður á kosið. „Við veljum samstarfsaðila okkar af mikilli kostgaefni því við viljum vera örugg um að handhafi Óskaskríns fái aetíð góðar viðtökur þegar hann maetir til að njóta þess sem hann á von á. Við erum líka ótrúlega stolt af því að segja frá því að upplifun korthafa er nánast undantekningarlaust góð og samstarf okkar við samstarfsaðila sem eru veitingastaðir, hótel, snyrtistofur, alls kyns aðilar í ferðaþjónustu og fleiri, er mjög gott.“
Fallegar minningar
Sérstaða Óskaskríns er hin mikla fjölbreytni og hið mikla val sem handhafi öskjunnar hefur. „Óskaskrín er ekki eins og hefðbundið gjafakort sem gildir einungis á einn tiltekinn stað. Óskaskrín er haegt að nota á mörgum stöðum og er því ólíkt öllu því sem er í boði á markaðnum. Við höfum líka bent á að þó svo að einn eða fleiri staðir loki þá sjáum við til þess að aetíð séu til staðar margir valkostir að velja úr. Það er því ákveðin áhaettudreifing í því fólgin að gefa Óskaskrín. Gjafakort frá Óskaskríni verður aldrei verðlaust þó svo að einhverjir heltist úr lestinni.“
Vegna þeirra ótal valmöguleika sem í boði eru hentar gjöfin breiðum hópi fólks. „Óskaskrín er frábaer gjöf þar sem hún hentar öllum, ungum sem eldri, Íslendingum og útlendingum, pörum og einstaklingum, konum og körlum. Úrvalið er fjölbreytt og upplifanir ólíkar og eigandi Óskaskríns hefur mikið um það að segja hvað hann vill upplifa. Óskaskrín er svo auðvitað mjög umhverfisvaen og eftirminnileg gjöf.“
Þá hefur gjöf af þessu tagi sérstaka þýðingu á tímum sem þessum. „Að gefa Óskaskrín tónar líka mjög vel við ástandið í dag með hvatningunni um að ferðast innanlands og styrkja við bakið á íslenskum fyrirtaekjum. Með því að gefa Óskaskrín ertu þannig að styðja við bakið á veitingastöðum, hótelum, snyrtistofum og fyrirtaekjum í ferðaþjónustu sem mörg hver eru að berjast í bökkum vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Með Óskaskríni ertu að gefa upplifun, upplifun sem á að skilja eftir sig fallegar minningar um stund og stað og hlýlegar hugsanir til þeirra sem faerðu þér gjöfina.“
Gjöf sem klikkar ekki
Hrönn segir öll Óskaskrínin seljast vel og hafa þau enn fremur notið mikilla vinsaelda sem gjafir frá fyrirtaekjum til starfsfólks. „Gourmet hefur lengi selst mjög vel sem og dekurskrínin. Glaðningur fyrir tvo og Rómantík eru einnig mjög vinsael skrín sem og Bröns fyrir tvo sem kom á markað hjá okkur fyrir rösku ári síðan. Fyrirtaeki hafa svo verið að auka það mjög að gefa Óskaskrín til jólagjafa og alls konar taekifaerisgjafa.“
Fyrirtaeki eiga þá kost á að fá Óskaskrín sem eru sérstaklega sniðin að þeirra hugmyndum og þörfum. „Við erum búin að útbúa sérstök Óskaskrín fyrir fyrirtaeki þar sem búið er að blanda saman upplifunum úr ólíkum öskjum og búið þannig til pakka sem hentar pottþétt mjög ólíkum hópi starfsmanna. Við sérmerkjum líka öskjur fyrir fyrirtaeki til daemis með lógó og lit fyrirtaekja og með sérstökum kveðjum. Í raun er það bara hugmyndaflugið sem er takmarkandi þáttur í því. Þessar gjafir njóta mjög mikilla vinsaelda,“segir Hrönn.
„Við maelum með því að gefa Óskaskrín í jólagjöf. Segjum bara að það sé gjöf sem geti ekki klikkað. Að Óskaskrín henti öllum. Við höfum líka verið að benda á að sumaröskjurnar okkar eins og Keila, Bröns fyrir tvo og Burger fyrir tvo eru frábaerar möndlugjafir – gjöfin sem gleymist alltaf að kaupa!“
Haegt er að nálgast Óskaskrín á vefnum, í völdum verslunum og Kringlunni. „Óskaskrín eru seld í öllum verslunum Pennans Eymundsson og verslunum Hagkaups og svo líka á vefnum okkar, oskaskrin.is Við bjóðum upp á heimsendingu innan 24 klst. og svo er líka haegt að saekja til okkar og kaupa beint á skrifstofunni okkar á Suðurlandsbraut 30, 4. haeð. Við erum líka með sölubás á 2. haeð í Kringlunni núna fyrir jólin eins og fyrri ár og þar er baeði haegt að versla Óskaskrín og saekja pantanir keyptar á vefnum.“
Úrvalið er fjölbreytt og upplifanir ólíkar og eigandi Óskaskríns hefur mikið um það að segja hvað hann vill upplifa. Óskaskrín er svo auðvitað mjög umhverfisvaen og eftirminnileg gjöf.