Fréttablaðið - Serblod

Gna­egta­horn og hungr­að­ir úlf­ar

Gjafa­körf­ur birt­ast víða í menn­ing­ar­sög­unni, allt frá gna­egta­horni Seifs í forn­grísk­um goð­sög­um til Ávaxta­körf­unn­ar á leik­hús­fjöl­um nú­tím­ans. Þá er ljóst að gjafa­körf­ur fara seint úr tísku.

- Jó­hanna Ma­ría Ein­ars­dótt­ir johanna­m­aria@fretta­bla­did.is

Gna­egta­horn (lat. cornu copiae, e. Cornucopia) er ein elsta gjafa­karf­an sem finna má í þekkt­um sögn­um, en um er að raeða lúð­ur­laga form yf­ir­fullt af fersk­meti, blóm­um eða hnet­um. Gna­egta­horn­ið er þekkt tákn í klass­ískri forn­öld og var, eins og nafn­ið gef­ur til kynna, merki um of­gnótt og naer­ingu.

Körf­ur eða klyfja­tösk­ur af þess­ari gerð voru not­að­ar til forna í Vest­ur-As­íu og Evr­ópu til þess að ferja nýtínda upp­skeru og mat­ar­af­urð­ir. Formið var hent­ugt að því leyti að ha­egt var að smeygja körf­unni ut­an um sig og voru hend­urn­ar því laus­ar til tínslu.

Allsna­egtastrák­ur

Grikk­ir út­skýrðu upp­runa gna­egta­horns­ins með goð­sögn­um, en eitt best þekkta daem­ið um slíkt finnst í sög­unni um Seif þeg­ar hann var ung­barn. Hvít­voð­ungn­um hafði ver­ið naum­lega forð­að frá Krónosi föð­ur sín­um rétt áð­ur en hann lenti í gini hans með systkin­um sín­um. Seif­ur var fal­inn í helli á eyj­unni Krít þar sem vel var séð um hann. Geit­in Amalt­hea gaf hon­um mjólk að sjúga af spena. Þessi verð­andi kon­ung­ur guð­anna bjó yf­ir mikl­um styrk og eitt sinn þeg­ar hann lék við geit­ina tókst hon­um að brjóta eitt horn­ið af henni. Horn­ið var gaett þeim töfr­andi eig­in­leika að geta séð fyr­ir óend­an­legu magni af naer­ingu, líkt og geit­in fyr­ir guð­inn.

Gna­egta­horn­ið varð að tákni fyr­ir ým­is grísk og róm­versk goð­mögn sem tengd­ust upp­skeru og ríki­da­emi sem og per­sónu­gerv­inga jarð­ar­inn­ar eins og Gaiu og Terru. Goð­mögn eins og Plút­us, guð ríki­da­em­is; korn­gyðj­an Demeter; dís­in Maia og For­túna, lukku­gyðj­an sjálf, gátu öll stuðl­að að vel­meg­un og hafa oft ver­ið sýnd með gna­egta­horn í fór­um sér í lista­sög­unni. Sama á við um ýmsa aðra guði og gyðj­ur.

Gna­egta­horn­ar­mó­tíf­ið var eins og fra­egt er orð­ið, not­að í bók­un­um um Hung­ur­leik­ana, en að­al­sögu­þráð­ur bók­anna snýst um raun­veru­leika­þátt þar sem kepp­end­um er kom­ið fyr­ir í lok­uðu um­hverfi og ráða hvern ann­an af dög­um uns einn stend­ur eft­ir sem sig­ur­veg­ari. Leik­ur­inn hefst í sér­stöku rými fullu af vopn­um og verk­fa­er­um. Kepp­end­um er kom­ið þar fyr­ir og byrj­ar leik­ur­inn oft­ast þannig að þátt­tak­end­ur kepp­ast við að naela sér í vopn og drepa hver ann­an. Rým­ið nefn­ist því kald­haeðn­is­lega nafni „Gna­egta­horn­ið“enda frek­ar þversagna­kennt að tengja allsna­egt­ir við eitt­hvað sem drep­ur í stað þess að naera.

Fra­eg­asta gjafa­karfa Evr­ópu

Í aevin­týr­inu um Rauð­hettu litlu kem­ur fram ann­ars kon­ar gna­egta­horn, í formi gjafa­körfu. Bið­ur móð­ir Rauð­hettu hana um að skott­ast til ömmu sinn­ar með körfu fulla af holl­um mat. Þekkt­asta út­gáf­an var rit­uð á bók af Char­les Perrault og síð­ar baettu Grimms­bra­eð­ur sög­unni við safn­ið sitt. Með­al krása í körfu Rauð­hettu mátti finna osta, brauð, jarð­ar­ber úr garð­in­um, köku sem móð­ir Rauð­hettu bak­aði og svo var þar að sjálf­sögðu vín­flaska. Þess­ar kraes­ing­ar munu hafa ver­ið ömmu Rauð­hettu að skapi en þa­er freist­uðu ekki ver­unn­ar í rúm­inu henn­ar ömmu. Rauð­hetta undr­ar sig á út­lits­breyt­ing­um ömmu sinn­ar og spyr hana hvers vegna rödd­in sé svo djúp, hví aug­un og eyr­un hefðu staekk­að svo, af hverju hend­urn­ar séu svo hramm­a­leg­ar og hvernig standi á því að munn­ur­inn sé svo stór. Amm­an hef­ur svör á reið­um hönd­um við hverri spurn­ingu, lýk­ur sam­tal­inu á því að gleypa Rauð­hettu í heilu lagi og huns­ar gjafa­körf­una með vín­inu góða. Af þessu má vaent­an­lega draga þann laer­dóm að til þess að hitta í mark með gjafa­körfu þá sé best að hugsa vel um hver við­tak­andi gjafa­körf­unn­ar er. Það þýð­ir lítt að bjóða úlfi vín líkt og það myndi seint hitta í mark að lauma tví­reykt­um hangi­kjöts­bita að veg­an­ista.

Jöt­unn og Rauð­hetta

Þess má geta að hlið­sta­eðu sam­tals Rauð­hettu og úlfs­ins áð­ur en hún verð­ur sjálf ásamt ömm­unni, að eins kon­ar gjafa­körfu eða gna­egta­horni fyr­ir úlf­inn, má finna í hinni Norra­enu Þrymskviðu. Jöt­un­inn Þrym­ur hafði raent Þórs­hamri og krefst þess að fá að kvaen­ast Freyju hinni fögru gegn því að skila hamr­in­um. Guð­irn­ir sa­ett­ast á þessi skipti en Freyja mót­ma­el­ir harka­lega þess­um skipta­samn­ingi. Því taka guð­irn­ir upp á því að kla­eða Þór upp sem gyðj­una Freyju og senda hann á fund Þryms. Þeg­ar jöt­unn­inn lít­ur Þór aug­um í dul­ar­gervi Freyju furð­ar hann sig á því hvers vegna augu henn­ar séu svo ókven­leg og hvernig standi á því að hún éti svo mik­ið og drekki. Þá svar­ar Loki því að Freyja hafi hvorki sof­ið, ét­ið eða drukk­ið vegna þess hve spennt hún sé fyr­ir brúð­kaup­inu.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY. ?? „En mik­il ósköp ert þú með stór­an munn amma mín.“
FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY. „En mik­il ósköp ert þú með stór­an munn amma mín.“
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland