Fréttablaðið - Serblod

Jól­in koma með eggja­pún­s­kök­unni

Arna Guð­laug Ein­ars­dótt­ir, köku­skreyt­inga­meist­ari og fag­ur­keri með meiru veit fátt skemmti­legra en að baka og skreyta kök­ur. Sa­eta­brauð­skrans er til að mynda af­ar jóla­leg­ur og góð­ur.

- Mat­ar­ást Sjafn­ar Sjöfn Þórð­ar­dótt­ir sjofn@torg.is

Arna held­ur úti síð­unni Kökukraes­ing­ar Örnu á Face­book og þar eru kök­ur sem hún hef­ur bak­að fyr­ir vini og vanda­menn. „Ég baka samt lít­ið sem ekk­ert af smá­kök­um á að­vent­unni. Aðal­lega pip­ar­kök­ur ef ég baka.“

Við feng­um Örnu til að deila með les­end­um upp­skrift að jóla­kök­unni sem hún aetl­ar að baka í ár og svipta hul­unni af að­ventusa­eta­brauð­skrans­in­um sín­um sem hún er þekkt fyr­ir að baka.

Er saga á bak við að­ventusa­eta­brauð­skrans­inn og eggja­pún­s­kök­una sem þú bak­að­ir fyr­ir les­end­ur?

„Að­ventusa­eta­brauð­skrans­inn á sér sögu. Mamma mín bak­aði hann alltaf á að­vent­unni á mínu aesku­heim­ili. Hann var alltaf bak­að­ur samda­eg­urs og bor­inn fram með smjöri sem bráðn­aði í brauð­ið. Einnig má bera hann fram með osti og sultu.

Eggja­púnskak­an er ný af nál­inni. Ég hef alltaf ver­ið mun hrifn­ari af eggja­púnsi frá því að ég smakk­aði það í Banda­ríkj­un­um fyr­ir 25 ár­um held­ur en jólag­lögg. Þessi kaka er mjög ljúf­feng og ber með sér mik­inn keim af eggja­púns­inu og til­val­ið að bera hana fram með eggja­púnsi, nú eða bara heitu kakói eða kaffi.“

Elsk­ar að halda veisl­ur

Jól­in eru ávallt hald­in mjög há­tíð­leg á heim­ili Örnu og hef­ur ver­ið frá henn­ar barnaesku. „Þar sem að ég elska að halda veisl­ur þá finnst mér ein­stak­lega gam­an að dekka upp fal­leg borð og eru jóla- og ára­móta­borð­in skipu­lögð langt fram í tím­ann. Ég er líka mik­ið jóla­barn og held því mik­ið upp á þenn­an tíma. Þá stend­ur sam­ver­an með fjöl­skyld­unni og vin­um upp úr.“

Áttu þinn upp­á­hald­sjó­la­svein? „Já, en hann er ekki ís­lensk­ur. Ég kynnt­ist hinum eina sanna jóla­sveini þeg­ar ég bjó níu ár í Belg­íu en hann heit­ir heil­ag­ur Nikulás og var í raun og veru til (og alls eng­inn jóla­sveinn þó svo að hann sé það í dag). Heil­ag­ur Nikulás var vernd­ari barna þeg­ar hann var á lífi. Hann deildi út gjöf­um til bág­staddra, sér­stak­lega barna. Hann er fyr­ir­mynd­in að banda­ríska jóla­svein­in­um sem ís­lensku jóla­svein­arn­ir eru líka farn­ir að líkj­ast veru­lega mik­ið í kla­eð­a­burði. Kost­ur­inn við heil­ag­an Nikulás er að hann kom bara einu sinni í des­em­ber til að gefa börn­un­um gjaf­ir. Ég var mjög feg­in þeg­ar ég bjó þar að þurfa ekki að hugsa út í þrett­án smágjaf­ir í des­em­ber.“Að­spurð seg­ir Arna að þau hjón­in séu nýj­unga­gjörn hvað varð­ar mat þeg­ar kem­ur að jóla­hefð­um. „En við er­um með nokkra fasta liði eins og venju­lega, eins og að byrja jól­in í Frí­kirkj­unni kl. 18 á að­fanga­dag. Hangi­kjöt verð­ur að vera á boð­stól­un­um á jóla­dag. Við för­um mik­ið upp í kirkju­garð­ana um jól og ára­mót og kveikj­um á kert­um hjá ást­vin­um og það er ein­stak­lega friðsa­elt og fal­legt að vera þar á þess­um há­tíð­ar­dög­um.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN ?? Arna með krans­inn sem ae­tíð er á borð­um um jól­in.
FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN Arna með krans­inn sem ae­tíð er á borð­um um jól­in.
 ??  ?? Glaesi­leg hvít jóla­terta sem minn­ir á hvíta jörð.
Glaesi­leg hvít jóla­terta sem minn­ir á hvíta jörð.
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland