Saetabrauðskrans
½ l mjólk
1 bréf þurrger
½ tsk. salt
1 tsk. kardimommur (duft)
100 g smjör (mjúkt)
850 g hveiti
Leysið gerið upp í smá volgri mjólk, baetið salti, sykri, kardimommum og smjöri út í volga mjólkina. Baetið hveitinu rólega saman við. Hnoðið deigið vel, skiptið deiginu í þrjá jafna hluta og rúllið þeim í þrjár jafnlangar lengjur. Fléttið og mótið hring á bökunarpappír á ofnplötu. Leggið viskastykki yfir og látið hefast í sirka klst. Penslið kransinn með pískuðu eggi og stráið perlusykri yfir. Bakið við 190°C blástur í sirka 30 mín.