Skorum okkur á hólm á nýja árinu
Árið 2021 heilsar með fögrum fyrirheitum á föstudag og mannfólkið heilsar því á móti með von og bjartsýni í farangrinum. Margir strengja nýársheit af ýmu tagi, í átt til betra lífs og ríkari tilveru.
Algengustu nýársheitin snúast um heilsuraekt, að tileinka sér hollari lífsstíl, grennast, styrkjast, borða hollar, haetta að reykja og drekka minna. Aðrir einsetja sér meiri ráðdeild í fjármálum eða hreinlega að njóta tilverunnar til fulls. Hér eru nokkur áramótaheit til hvatningar á nýju ári.
Farðu oftar í göngutúra og gakktu helst í 30 mínútur á dag.
Farðu fyrr í háttinn og líka með makanum. Með meiri og betri svefni eykst kynlífslöngun umtalsvert. Hrósaðu sjálfum þér oftar. Það gerir þig hamingjusamari og baetir svefninn. Borðaðu sítrusávexti oftar. Þeir eru stútfullir af C-vítamíni sem er gott fyrir húðina, dregur úr hrukkumyndun og húðþurrki.
Losaðu um streitu með góðvild. Umhyggja fyrir sjálfum þér laekkar blóðþrýsting og svitamyndun sem eru einkenni sem tengjast stressi. Borðaðu meira af bláberjum og valhnetum. Bláber laekka blóðsykur og blóðþrýsting og minnka kviðfitu, og valhnetur laekka slaemt kólesteról. Notaðu hádegispásuna í vinnunni fyrir sjálfan þig í stað þess að vinna áfram og borða við skrifborðið.
Gerðu eitthvað uppbyggilegt og nýtt í frítímum, eins og að prófa nýja uppskrift, fara á myndlistarnámskeið eða leiksýningu.
Farðu í gegnum fataskápinn og gefðu gömul og góð föt til góðgerðamála. Sótthreinsaðu símann oftar. Farsímar bera með sér tíu sinnum fleiri bakteríur en flestar klósettsetur, ekki síst ef farið er með þá í leiðangra á klósettið.
Lyftu lóðum til að byggja upp vöðvamassa og aukinn kraft, og tileinkaðu þér nýjar aefingar.
Drekktu meira vatn, ekki síst ef það vantar upp á svefninn. Þá þarf líkaminn aukinn vökva.
Gakktu upp stigann í stað þess að taka lyftuna. Snaeddu graenmeti oftar. Það er gómsaett heilsufaeði sem hjálpar til við þyngdartap.
Auktu við orðaforðann og víkkaðu sjóndeildarhringinn með því að hlusta á hljóðbaekur ef þú hefur ekki tíma til að lesa baekurnar sjálfur. Dreptu í sígarettunni og fleygðu munntóbakssekkjunum. Tóbak er dauðans alvara þegar kemur að vanheilsu og ekki síst fyrir lungun. Laerðu jóga með makanum. Það gerir ykkur afslappaðri gagnvart líkömum hvors annars, eykur unað í samlífinu, styrkir grindarbotnsvöðvana og hefur áhrif á kynlöngun, kynaesing og fullnaegju.
Spreyttu þig á nýjum rétti í hverri viku til að borða fjölbreyttara faeði og öðlast nýjar upplifanir.
Gerðu sparnaðaráaetlun sem þú stendur við og uppskerð aukin fjárráð til nauðsynja og skemmtana.
Dragðu úr áfengisneyslu. Það þarf ekki vín til að hafa gaman, auk þess sem minni drykkja baetir skapið, svefninn og húðina, styrkir ónaemiskerfið og sparar stórfé. Vertu þakklátari fyrir sjálfan þig og það sem þú hefur. Það eykur hamingju þína og vellíðan að hugsa um það góða í lífi þínu og vera meðvitaður um það sem þú hefur verið blessaður með.
Saektu námskeið eða gerstu meðlimur í klúbbi til að kynnast nýju fólki sem deilir sömu áhugamálum.
Farðu oftar út í náttúruna. Mannfólkið er ekki skapað til þess að vera inni dagana langa. Það styrkir ónaemiskerfi líkamans, gerir það meira skapandi og hamingjusamara.
Njóttu litlu hlutanna í lífinu. Að horfa á stjörnumergðina á himinhvolfinu, ganga í grasi á táslunum og klappa kisu sem fer hjá.
Notaðu hvert taekifaeri til að tjá ást þína og vaentumþykju, og hafðu vinsemd og hjálpsemi að leiðarljósi.
Haltu dagbók. Það hjálpar við skipulagningu, að ná settum markmiðum og betra sambandi við tilfinningar og langanir.
Taktu þátt í sjálfboðastarfi. Það gefur lífinu aukinn tilgang ásamt því að auka sjálfstraust og vellíðan.