Velgengni í lífinu er langhlaup
Telma Matthíasdóttir hefur þjálfað og unnið sem heilsuráðgjafi í fyrirtaeki sínu Fitubrennsla.is í 20 ár. Hún elskar að setja sér markmið og lumar á fjölmörgum ráðum til að baeta heilsuna.
Ég er 44 ára, móðir og maki. Ég er eigandi Fitfood ehf. ásamt Bjarna, unnusta mínum, og saman rekum við Baetiefnabúlluna.Ég er Iron Man og Ultra runner og elska að setja mér krefjandi markmið. Ég setti mér það markmið í desember að hlaupa vegalengdina frá heimili mínu á Álftanesi alla leið heim til Ólafsfjarðar, sem eru 414 km. Það gengur mjög vel og mun ég klára það með stael þann 31. desember,“segir Telma.
Fann ástríðuna 21 árs
Telma segir að þrátt fyrir að hún hafi stundað íþróttir á sínum yngri árum þá hafi hún glímt við margþaettan heilsubrest þegar hún varð eldri. „Ég er uppalin á Ólafsfirði og var alltaf mjög iðin, en skíðaganga og fótbolti voru mínar helstu íþróttagreinar. Um 18 ára aldur tók líf mitt miklum breytingum og ég haetti nánast alveg að hreyfa mig. Með því fylgdi löngun í ruslmat og á stuttum tíma var mér orðið sama um mína heilsu, þunglynd og þreytt á líkama og sál.“
Þremur árum síðar kviknaði heilsuraektaráhugi Telmu og þá varð ekki aftur snúið. „Ég flutti suður 21 árs, keypti mér aefingakort í HRESS og byrjaði hjá einkaþjálfara. Heilsan yfirtók hug minn þegar ég fann hvað mér fór að líða vel. Áhugi minn á heilsu varð ótaemandi og það kom ekkert annað til greina en að ég myndi starfa við það að hjálpa öðrum, og nú 20 árum seinna er ég enn að því. Þvílík forréttindi að fá að starfa við það sem ég elska að gera, að huga vel að eigin heilsu og hjálpa öðrum um leið.“
Hvers vegna skiptir máli að huga að heilsunni?
„Þú ert þess virði. Það er bara til eitt eintak af þér. Farðu vel með það. Ef við missum heilsuna þá verður allt miklu erfiðara, hér tala ég af eigin reynslu. Á einu augabragði hrundi heilsan mín og í dag þarf ég að bera nokkra sjúkdóma, fara í lyfjagjöf á 8 vikna fresti og taka inn lyf. Ég þarf að vanda mig alla daga til að halda öllum einkennum niðri. Heilsan snýst um heildina. Líkamann allan, líffaerin okkar og geðheilsuna. Það er aldrei of oft sagt að holdafar er ekki heilsufar. Við erum meira en fitu- og vöðvafruma og það er ekki til sú leið að baeta heilsuna án fyrirhafnar. Öll erum við vanaföst og það kostar vinnu að bregða út af vananum. En öll vinnan verður vel þess virði. Stattu með sjálfri þér og leggðu mikla áherslu á það að það sem hentar þér er ekki allra og öfugt. Fáðu faglega aðstoð ef þú vilt baeta þína heilsu. Góðir hlutir gerast haegt, en það sem þú uppskerð er ómetanlegt.“
Lumarðu á ráðum sem gaetu nýst fólki sem er áhugasamt um að baeta heilsuna?
„Já, og ég maeli með því að þú klippir þetta út úr blaðinu og festir á ísskápinn þinn!
Drekktu Vökvaðu líkama þinn með hreinu, íslensku vatni beint úr krananum. Líkami okkar er í kringum 60% vatn og það er nauðsynlegt til að frumurnar geti starfað eðlilega. Við þurfum ca. 2 l á dag til að baeta upp það sem líkaminn losar sig við daglega.
Sofðu Farðu í rúmið um kl. 22 og náðu svefni á milli kl. 22 og 02:00 því á þessum tíma fáum við mestu naeringuna sem við þurfum úr svefninum. Sofðu í ca. 8 tíma, reyndu að hafa algjört myrkur í herberginu og loftið svalt. Engan skjátíma 60 mín. fyrir svefn.
Naerðu þig Borðaðu einhvern hreinan mat á hverjum degi og minnkaðu unninn mat á móti. Það þarf að hafa pláss fyrir matinn sem naerir okkur, naeringu sem líkaminn notar til að byggja sig upp og styrkja sig, ónaemiskerfið, vöðvana, húðina, líffaerin og ÞIG!
Hreyfðu þig Að vera á hreyfingu veitir vellíðan, léttir lund og losar stress. Finndu það sem þér finnst skemmtilegt. Það þarf ekki að vera flókið, langt og erfitt. Þol og styrkur til skiptis 15-30-60 mín. á dag.
Samvera Njóttu með fjölskyldu og vinum. Umvefðu þig fólki sem þér líður vel með fólki sem leyfir þér að vera eins og þú ert, hvetur þig áfram og hrósar þér. Fólki sem hefur áhuga á að hlusta og er til staðar fyrir þig.
Tímastjórnun Settu þig í fyrsta saeti og lágmarkaðu tíma við sjónvarp, í símanum og við tölvuna.
Hlaeja Hlátursköst eru ein besta naering sem ég upplifi og eitt það heilbrigðasta og skemmtilegasta, sagt er að hláturinn lengi lífið!
Gráta Allar tilfinningar eiga rétt á sér og við verðum að losa um þaer. Það á engin að laesa vanlíðan inn í eigin sál og bera alla aevi. Losaðu! Þú átt allt gott skilið Settu þér markmið og láttu drauma þína raetast. Ekki gefast upp því velgengni í lífinu er langhlaup.“
Telma hvetur áhugasama til að fylgjast með henni á Instagram. „Á Instagram-reikningnum mínum, Fitubrennsla, getur þú fylgst með mínu heilsubrölti og mitt markmið er að hvetja þig til að gera eitthvað eitt á dag fyrir þína heilsu. Heilsan er dýrmaet.“
Súkkulaðibaka Telmu
1 msk. hörfrae + 2,5 msk. vatn 40 g kókosolía 30 g Erýtrýtól strásaeta 30 g hnetusmjör 1 tsk. vanilludropar 95 g möndlumjöl 1/4 tsk. matarsódi 1/4 tsk. salt 2 stk. Crisp Milk Chocolate Atkins súkkulaði 3-4 jarðarber
Hitið ofninn í 175°C og smyrjið lítið 6” form
Byrjið á því að blanda 1 msk. af hörfraejum + 2,5 msk. vatni og hraerið saman, látið standa í 5 mín.
Setjið kókosolíu, hnetusmjör og strásaetu í skál eða blandara og hraerið saman.
Baetið við hörfraejahlaupinu og vanilludropunum.
Að lokum þurrefnunum. Saxið súkkulaðið og skerið jarðarber í bita
Blandið varlega saman við deigið.
Pressið niður í form Bakið í 22-24 mín.
Borið fram með ís eða rjóma, Salty Caramel sósu frá Callowfit og berjum.
Við erum meira en fitu- og vöðvafruma og það er ekki til sú leið að baeta heilsuna án fyrirhafnar.