Fréttablaðið - Serblod

Vel­gengni í líf­inu er lang­hlaup

Telma Matth­ías­dótt­ir hef­ur þjálf­að og unn­ið sem heilsu­ráð­gjafi í fyr­ir­ta­eki sínu Fitu­brennsla.is í 20 ár. Hún elsk­ar að setja sér markmið og lum­ar á fjöl­mörg­um ráð­um til að baeta heils­una.

- Hjör­dís Erna Þor­geirs­dótt­ir hjordisern­a@fretta­bla­did.is

Ég er 44 ára, móð­ir og maki. Ég er eig­andi Fit­food ehf. ásamt Bjarna, unn­usta mín­um, og sam­an rek­um við Ba­eti­efna­búll­una.Ég er Iron Man og Ultra runner og elska að setja mér krefj­andi markmið. Ég setti mér það markmið í des­em­ber að hlaupa vega­lengd­ina frá heim­ili mínu á Álfta­nesi alla leið heim til Ól­afs­fjarð­ar, sem eru 414 km. Það geng­ur mjög vel og mun ég klára það með stael þann 31. des­em­ber,“seg­ir Telma.

Fann ástríð­una 21 árs

Telma seg­ir að þrátt fyr­ir að hún hafi stund­að íþrótt­ir á sín­um yngri ár­um þá hafi hún glímt við marg­þa­ett­an heilsu­brest þeg­ar hún varð eldri. „Ég er upp­al­in á Ól­afs­firði og var alltaf mjög ið­in, en skíða­ganga og fót­bolti voru mín­ar helstu íþrótta­grein­ar. Um 18 ára ald­ur tók líf mitt mikl­um breyt­ing­um og ég haetti nán­ast al­veg að hreyfa mig. Með því fylgdi löng­un í ruslmat og á stutt­um tíma var mér orð­ið sama um mína heilsu, þung­lynd og þreytt á lík­ama og sál.“

Þrem­ur ár­um síð­ar kvikn­aði heils­ura­ektaráhugi Telmu og þá varð ekki aft­ur snú­ið. „Ég flutti suð­ur 21 árs, keypti mér aef­inga­kort í HRESS og byrj­aði hjá einka­þjálf­ara. Heils­an yf­ir­tók hug minn þeg­ar ég fann hvað mér fór að líða vel. Áhugi minn á heilsu varð óta­em­andi og það kom ekk­ert ann­að til greina en að ég myndi starfa við það að hjálpa öðr­um, og nú 20 ár­um seinna er ég enn að því. Því­lík for­rétt­indi að fá að starfa við það sem ég elska að gera, að huga vel að eig­in heilsu og hjálpa öðr­um um leið.“

Hvers vegna skipt­ir máli að huga að heils­unni?

„Þú ert þess virði. Það er bara til eitt ein­tak af þér. Farðu vel með það. Ef við miss­um heils­una þá verð­ur allt miklu erf­ið­ara, hér tala ég af eig­in reynslu. Á einu auga­bragði hrundi heils­an mín og í dag þarf ég að bera nokkra sjúk­dóma, fara í lyfja­gjöf á 8 vikna fresti og taka inn lyf. Ég þarf að vanda mig alla daga til að halda öll­um ein­kenn­um niðri. Heils­an snýst um heild­ina. Lík­amann all­an, líffa­er­in okk­ar og geð­heils­una. Það er aldrei of oft sagt að holdafar er ekki heilsu­far. Við er­um meira en fitu- og vöðvafruma og það er ekki til sú leið að baeta heils­una án fyr­ir­hafn­ar. Öll er­um við vana­föst og það kost­ar vinnu að bregða út af van­an­um. En öll vinn­an verð­ur vel þess virði. Stattu með sjálfri þér og leggðu mikla áherslu á það að það sem hent­ar þér er ekki allra og öf­ugt. Fáðu fag­lega að­stoð ef þú vilt baeta þína heilsu. Góð­ir hlut­ir ger­ast haegt, en það sem þú upp­skerð er ómet­an­legt.“

Lum­arðu á ráð­um sem gaetu nýst fólki sem er áhuga­samt um að baeta heils­una?

„Já, og ég maeli með því að þú klipp­ir þetta út úr blað­inu og fest­ir á ís­skáp­inn þinn!

Drekktu Vökv­aðu lík­ama þinn með hreinu, ís­lensku vatni beint úr kran­an­um. Lík­ami okk­ar er í kring­um 60% vatn og það er nauð­syn­legt til að frum­urn­ar geti starf­að eðli­lega. Við þurf­um ca. 2 l á dag til að baeta upp það sem lík­am­inn los­ar sig við dag­lega.

Sofðu Farðu í rúm­ið um kl. 22 og náðu svefni á milli kl. 22 og 02:00 því á þess­um tíma fá­um við mestu naer­ing­una sem við þurf­um úr svefn­in­um. Sofðu í ca. 8 tíma, reyndu að hafa al­gjört myrk­ur í her­berg­inu og loft­ið svalt. Eng­an skjá­tíma 60 mín. fyr­ir svefn.

Naerðu þig Borð­aðu ein­hvern hrein­an mat á hverj­um degi og minnk­aðu unn­inn mat á móti. Það þarf að hafa pláss fyr­ir mat­inn sem naer­ir okk­ur, naer­ingu sem lík­am­inn not­ar til að byggja sig upp og styrkja sig, óna­em­is­kerf­ið, vöðv­ana, húð­ina, líffa­er­in og ÞIG!

Hreyfðu þig Að vera á hreyf­ingu veit­ir vellíð­an, létt­ir lund og los­ar stress. Finndu það sem þér finnst skemmti­legt. Það þarf ekki að vera flók­ið, langt og erfitt. Þol og styrk­ur til skipt­is 15-30-60 mín. á dag.

Sam­vera Njóttu með fjöl­skyldu og vin­um. Um­vefðu þig fólki sem þér líð­ur vel með fólki sem leyf­ir þér að vera eins og þú ert, hvet­ur þig áfram og hrós­ar þér. Fólki sem hef­ur áhuga á að hlusta og er til stað­ar fyr­ir þig.

Tíma­stjórn­un Settu þig í fyrsta sa­eti og lág­mark­aðu tíma við sjón­varp, í sím­an­um og við tölv­una.

Hla­eja Hlát­ur­s­köst eru ein besta na­er­ing sem ég upp­lifi og eitt það heil­brigð­asta og skemmti­leg­asta, sagt er að hlát­ur­inn lengi líf­ið!

Gráta All­ar til­finn­ing­ar eiga rétt á sér og við verð­um að losa um þa­er. Það á eng­in að laesa van­líð­an inn í eig­in sál og bera alla aevi. Los­aðu! Þú átt allt gott skil­ið Settu þér markmið og láttu drauma þína raet­ast. Ekki gef­ast upp því vel­gengni í líf­inu er lang­hlaup.“

Telma hvet­ur áhuga­sama til að fylgj­ast með henni á Insta­gram. „Á Insta­gram-reikn­ingn­um mín­um, Fitu­brennsla, get­ur þú fylgst með mínu heilsu­brölti og mitt markmið er að hvetja þig til að gera eitt­hvað eitt á dag fyr­ir þína heilsu. Heils­an er dýrma­et.“

Súkkulaði­baka Telmu

1 msk. hör­frae + 2,5 msk. vatn 40 g kó­kosol­ía 30 g Erýtrýtól strása­eta 30 g hnetu­smjör 1 tsk. vanillu­drop­ar 95 g möndl­umjöl 1/4 tsk. mat­ar­sódi 1/4 tsk. salt 2 stk. Crisp Milk Chocola­te Atkins súkkulaði 3-4 jarð­ar­ber

Hit­ið ofn­inn í 175°C og smyrj­ið lít­ið 6” form

Byrj­ið á því að blanda 1 msk. af hör­fra­ej­um + 2,5 msk. vatni og hra­er­ið sam­an, lát­ið standa í 5 mín.

Setj­ið kó­kosol­íu, hnetu­smjör og strása­etu í skál eða bland­ara og hra­er­ið sam­an.

Ba­et­ið við hör­fra­eja­hlaup­inu og vanillu­drop­un­um.

Að lok­um þurrefn­un­um. Sax­ið súkkulað­ið og sker­ið jarð­ar­ber í bita

Bland­ið var­lega sam­an við deig­ið.

Press­ið nið­ur í form Bak­ið í 22-24 mín.

Bor­ið fram með ís eða rjóma, Salty Cara­mel sósu frá Callowfit og berj­um.

Við er­um meira en fitu- og vöðvafruma og það er ekki til sú leið að baeta heils­una án fyr­ir­hafn­ar.

 ??  ?? Telma Matth­ías­dótt­ir seg­ir upp­sker­una af heils­ura­ekt ótvíra­eða og ómet­an­lega.
Telma Matth­ías­dótt­ir seg­ir upp­sker­una af heils­ura­ekt ótvíra­eða og ómet­an­lega.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland