Fréttablaðið - Serblod

Þurr janú­ar heils­unn­ar vegna

Þurr janú­ar fel­ur í sér að haetta allri neyslu áfeng­is í heil­an mán­uð og jafn­vel eitt­hvað leng­ur. Marg­ir nota taekifa­er­ið, til­einka sér heilsu­sam­legri lífs­stíl á þessu tíma­bili og setja sér markmið.

- Sig­ríð­ur Inga Sig­urð­ar­dótt­ir sigridur­inga@fretta­bla­did.is

Und­an­far­in ár hef­ur átak sem kall­ast þurr janú­ar (e. dry Janu­ary) not­ið sí­fellt meiri vinsa­elda en það á raet­ur sín­ar að rekja til Bret­lands. Því var hleypt af stokk­un­um þar í landi ár­ið 2013 og um 4.300 manns ákváðu að taka þátt. Ár­ið 2020 hafði þátt­tak­end­um fjölg­að til muna og meira en 4 millj­ón­ir skráðu sig til leiks. Átak­ið snýst um að drekka ekk­ert áfengi í janú­ar en ým­is­legt bend­ir til þess að það hafi góð áhrif á heils­una. Á með­al þess sem áfeng­is­laus janú­ar aetti að hafa í för með sér er betri svefn, minni kvíði, laegri blóð­þrýst­ing­ur og fal­legri húð, svo eitt­hvað sé nefnt.

Hver dag­ur tel­ur

En get­ur einn mán­uð­ur virki­lega haft ein­hver áhrif á heils­una? Já, því hver vika tel­ur þeg­ar fólk vill breyta um lífs­stíl. Sam­kvaemt rann­sókn sem gerð var við há­skól­ann í Sus­sex kom í ljós að sjö­tíu pró­sent þeirra sem tóku þátt í þurr­um janú­ar fyrsta ár­ið breyttu áfeng­isneyslu sinni til betri veg­ar með því að drekka minna og sjaldn­ar yf­ir ár­ið í heild. Þess­ar nið­ur­stöð­ur eru einkar ána­egju­leg­ar í ljósi þess að alkó­hól er heilsu­spill­andi. Það hef­ur til daem­is slaem áhrif á lifr­ina, trufl­ar svefn, get­ur leitt til haerri blóð­þrýst­ings og auk­ið lík­ur á kvíða og þung­lyndi, svo fátt eitt sé nefnt.

Ráð fyr­ir betri ár­ang­ur

Ef þú vilt taka þátt í þurr­um janú­ar er ým­is­legt sem þú get­ur gert til að ná ár­angri. Fyrsta skref­ið er að taka ákvörð­un um að vera með og setja markmið. Gott er til daem­is að hlaða nið­ur Try Dry app­inu, sem er frítt, en það hjálp­ar þér að fylgj­ast með hvernig geng­ur. Í gegn­um app­ið get­ur þú feng­ið hvetj­andi pósta og til­kynn­ing­ar sem halda þér við efn­ið. Í app­inu eru margs kon­ar upp­lýs­ing­ar um alkó­hól og fjöldi góðra ráða, sem þú get­ur nýtt þér til að halda janú­ar þurr­um, auk þess sem þú get­ur sett þér markmið fyr­ir allt ár­ið.

Það er líka margt sem hver og einn get­ur gert upp á eig­in spýt­ur.

Sem daemi er gott að taka einn dag í einu, eða viku fyr­ir viku, frek­ar en að hugsa of langt fram í tím­ann. Þannig verð­ur átak­ið yf­ir­stíg­an­legra, ekki síst fyr­ir þá sem eiga erfitt með að sleppa áfeng­inu al­veg.

Þú get­ur líka feng­ið vini þína með þér í átak­ið en það er alltaf gott að fá stuðn­ing frá öðr­um. Þið gaet­uð til daem­is stofn­að hóp á sam­fé­lags­miðl­um til þess að heyra hvernig hinum geng­ur og deila eig­in reynslu.

Próf­aðu líka að brjóta upp rútín­una og gera eitt­hvað nýtt. Í stað­inn fyr­ir að hella víni í glas eft­ir erf­ið­an vinnu­dag er haegt að fá sér óá­feng­an drykk í fal­legu glasi. Það má bragð­ba­eta vatn með sítr­ónu, límónu eða app­el­sínu og það er líka gott að setja gúrku­sneið­ar eða myntu út í vatn. Ef það er ekk­ert að gera fyr­ir þig er haegt að finna fjöl­marg­ar upp­skrift­ir að óá­feng­um kokteil­um á net­inu.

Los­aðu þig við allt áfengi á heim­il­inu til að falla ekki í freistni. Finndu þér nýtt áhuga­mál sem teng­ist ekki áfeng­is­drykkju. Það get­ur ver­ið hreyf­ing af hvaða tagi sem er, bakst­ur, elda­mennska eða tungu­mála­nám­skeið á net­inu. Njóttu þess að vera laus við áfengi, þótt ekki sé nema í einn mán­uð á nýja ár­inu.

Ef þú vilt taka þátt í þurr­um janú­ar er ým­is­legt sem þú get­ur gert til að ná ár­angri. Fyrsta skref­ið er að taka ákvörð­un um að vera með og setja sér markmið.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ GETTY ?? Í stað­inn fyr­ir að hella víni í glas eft­ir erf­ið­an vinnu­dag er haegt að fá sér óá­feng­an drykk í fal­legu glasi og bragð­ba­eta með sítr­ónu, límónu eða myntu.
FRÉTTABLAЭIÐ/ GETTY Í stað­inn fyr­ir að hella víni í glas eft­ir erf­ið­an vinnu­dag er haegt að fá sér óá­feng­an drykk í fal­legu glasi og bragð­ba­eta með sítr­ónu, límónu eða myntu.
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland