Er píkusport nýja þjóðarsportið?
Með Grindarbotnsþjálfanum spilar þú tölvuleik og stýrir honum með grindarbotnsvöðvunum. Með auknum styrkleika og snerpu grindarbotnsins öðlast konur betri heilsu og meiri lífsgaeði.
Píkusport.is hóf sölu á Grindarbotnsþjálfanum í desember. Lagerinn seldist upp í þrígang og því má segja að Íslendingar hafi tekið þessari nýjung fagnandi.
Að minnsta kosti ein af hverjum fjórum konum stríðir við afleiðingar veikra grindarbotnsvöðva. Einkenni geta verið allt frá því að vera smávaegileg yfir í það að hafa mjög slaem áhrif á lífsgaeði. „Grindarbotnsaefingar er ekkert sérlega þjált orð og flestir tengja það við eitthvað sem þeir aettu alltaf að gera en láta þó sitja á hakanum. Við köllum heimasíðuna okkar Píkusport.is því þegar fólk les það þá fara allir að brosa, sumir að hlaeja og sumir roðna pínulítið líka. En af því að allir eru orðnir léttir, þá er haegt að tala um eitthvað jafn þungt og erfitt og þvagleka og legsig. Þó að við séum að byrja þá hefur strax orðið svo skemmtileg umraeða og grundvöllur til að tala um eitthvað sem annars hefur ekki verið raett svo mikið,“segir Svanlaug Jóhannsdóttir, annar eigenda Píkusport.is.
Auðveldara að nenna
Grindarbotnsþjálfinn hefur þá sérstöðu að hann er tengdur við app í símanum. Lítill stautur er settur í leggöngin og hann tengist með Bluetooth við tölvuleik í símanum. Stauturinn nemur hvað vöðvarnir „kreista mörg grömm“og gefur manni endurgjöf á allar aefingar um leið. Það er auðveldara að „nenna“aefingunum og af því að maður faer stöðuga endurgjöf og skilning á því hvað er betra, sterkara og snarpara þá fer manni svo hratt fram.
Vita oft ekki af því
„Þegar við Örn, maðurinn minn, vorum að opna OsteoStrong á Íslandi og ég var að segja fólki frá því að við aetluðum að hjálpa meðlimum okkar að verða mjög sterk á bara 10 mínútum, einu sinni í viku, þá kom það mér svo á óvart hvað margar konur á öllum aldri spurðu strax: En hvað getur þú gert í sambandi við grindarbotninn í mér? Þetta virtust vera konur óháð aldri og óháð hversu „fit“þaer voru sem kom mér á óvart. Aðalvandamálið byrjar yfirleitt við barneignir og getur baeði skánað en líka ýkst eftir það og svo versnað með aldrinum. Oft vita konur ekki að þetta ferli sé hafið og þaðan af síður hvað eigi að gera í því. Síðast en ekki síst getur þetta valdið verkjum í kynlífi eða bara áhugaleysi á kynlífi sem getur verið mjög leiðinlegt fyrir innilegt samlíf,“segir Svanlaug.
Með auknum styrkleika og snerpu grindarbotnsins geta konur þannig loksins hoppað á trampólíni, fyrirbyggt þvagleka, minnkað líkur á legsigi – og aukið unað í kynlífi.
Stórt falið vandamál
„Við erum með einfalt trikk í OsteoStrong sem hjálpar til en yfir þessi tvö ár sem við erum búin að vera í rekstri þá komst ég að því hvað þetta er bara miklu staerra vandamál en ég hefði trúað áður. Að geta ekki farið á trampólín með krökkunum eða sippað í CrossFit vegna möguleika á þvagleka er glatað. Að finna fyrir verkjum í kynlífi er ömurlegt en svo bara hreinlega vissi ég það ekki að konur aðeins eldri en ég eru margar að upplifa legsig eða blöðrusig sem í sinni verstu mynd lýsir sér þannig að líffaerin hreinlega lafa út um leggöngin og það þarf aðgerð til þess að hengja þau upp, sem stundum lagar þvagleka, en stundum alls ekki. Ég er búin að vera að leita að vöru sem gaeti hjálpað og verið þýðingarmikil og hélt að ég þyrfti að fara að láta búa hana til sjálf, mér fannst allt eitthvað svo marklaust. Þá loksins fann ég Grindarbotnsþjálfann og hann var fyndinn, skemmtilegur, nákvaemur og ég gat loksins séð nákvaemlega hvað grindarbotninn var að gera. Allt í einu skildi ég allt upp á nýtt! Fékk allt aðra tengingu við grindarbotninn, fann í fyrsta skipti fyrir alvöru árangri,“segir Svanlaug.
Þýðingarmikill árangur
„Ég myndi aldrei hafa fyrir því að tala fyrir einhverju sem ég vaeri ekki búin að prófa sjálf og sjá þýðingarmikinn árangur. Þetta var ekki mikið vandamál hjá mér en allar konur og sérstaklega þaer sem hafa eignast börn þurfa að huga að grindarbotnsvöðvunum. Mér sjálfri fannst ég fá algerlega nýja tengingu við grindarbotninn og glaenýjan skilning á því hvernig vöðvarnir virka. Eftir að hafa notað appið þá veit ég að ég var með aðeins ofvirka þvagblöðru sem þýddi fyrir mig að þegar að ég var að fara að sofa þá hélt ég kannski að ég þyrfti að fara á klósettið þegar ég þurfti þess ekki. Maður svarar spurningum í appinu sem fylgir Grindarbotnsþjálfanum sem býr svo til aefingakerfi fyrir mann.
Fyrir mig beindust því aefingarnar sérstaklega að því að þjálfa haegu vöðvaþraeðina í grindarbotninum. Ég var ekki búin að taka eftir því að þetta var ekki eins og ég var fyrir barneignir en nú er ég önnur. Mér fannst skemmtilegt hvernig ég fann líka strax mun inni í svefnherberginu og það sem kom mér kannski mest á óvart var hvernig þetta hafði áhrif á það hvernig ég gekk eða líkamsstöðuna. Það var svo allt í einu Ó! – á að gera þetta svona!“segir Svanlaug og hlaer.
Grindarbotnsþjálfinn er hannaður í París í samstarfi við þeirra faerustu sjúkraþjálfara sem sérhaefa sig í vandamálum í grindarholinu. Á honum er 100 daga skilafrestur.
Rannsakendur við ríkisháskólann í Iowa í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að hófleg neysla á rauðvíni og ostum virðist geta verndað heilann þegar við byrjum að eldast.
Rannsóknin var unnin upp úr gögnum sem innihéldu upplýsingar um mataraeði og próf sem reyndu á hugsun frá yfir 1.500 fullorðnum breskum einstaklingum sem var safnað yfir tíu ára tímabil. Rannsóknin var gerð til að kanna tengslin milli mataraeðis og vitglapa sem fylgja haekkandi aldri.
Rannsakendurnir segja að ostur bjóði upp á langmesta vernd fyrir heilann. Þeir sögðu einnig að rauðvín hefði jákvaeð áhrif á heilastarfsemi. Samkvaemt niðurstöðum rannsóknarinnar var vikuleg neysla á lambakjöti líka tengd góðri virkni heilans til langtíma og óþarfa saltneysla virtist sérstaklega slaem fyrir fólk í áhaettuhópi fyrir Alzheimer.
Áður en fólk fer að fagna með ostabakka og rauðvínsflösku er þó rétt að hafa í huga að rannsakendurnir vöruðu við því að það vaeri þörf á frekari rannsóknum áður en haegt vaeri að fullyrða um hversu mikla vernd þessi faeða býður upp á.