Fréttablaðið - Serblod

Lip­ur og lag­leg­ur

- Njáll Gunn­laugs­son njall@fretta­bla­did.is

Það dylst eng­um leng­ur að fram­tíð­in er raf­mögn­uð og nýj­asta merk­ið til að falla und­ir þá skil­grein­ingu er Lex­us. Þar hef­ur hinn alraf­magn­aði UX 300e vak­ið mikla at­hygli að und­an­förnu. Aug­ljós­lega er Lex­us UX 300e fal­leg­ur bíll með sínu áber­andi trapísugri­lli, hvöss­um ljósalín­um og kúpu­laga þaklínu. Fram­ljósa­sett­ið er mest áber­andi með örv­alaga út­liti og þriggja geisla díóðu­ljós­um. Aft­ur­end­inn er sport­leg­ur enda nokk­uð kúpu­lag á bíln­um sem ger­ir hann lík­ari hlað­bak en smájepp­ling í út­liti.

Lít­il pláss í sa­et­um

Þótt út­lit­ið sé vel heppn­að hef­ur það sína ókosti þeg­ar vel er gáð. Bíll­inn er frek­ar þröng­ur og meira að segja framsa­et­in eru einu núm­eri of lít­il. Aft­ur­sa­eti eru af svip­uðu tagi og fóta­rými þar er með minnsta móti. Auk þess er bit­inn á milli hurð­anna fyr­ir­ferð­ar­mik­ill svo að erfitt er að ská­skjóta fót­un­um þeg­ar klöngr­ast þarf út úr bíln­um. Hjól­haf­ið er líka að­eins 2.640 mm sem er svip­að og í Corolla, enda byggð­ur á sama und­ir­vagni. Far­ang­urs­rými er ága­ett þótt það slái ekki út keppi­nauta en faer plús fyr­ir gott að­gengi.

Inn­rétt­ing­in er fal­leg eins og bíll­inn og greini­lega vel út­hugs­uð að flestu leyti. Gott er að stjórna baeði mið­stöð og öðr­um þa­eg­inda­bún­aði með sner­ti­tökk­um sem eru inn­an seil­ing­ar. Það er helst hand­brems­an sem hefði mátt velja betri stað en hún er fal­in við haegra hné öku­manns. Upp­lýs­inga­kerf­inu er stjórn­að með snertiflet­i á miðju­stokk og er þa­egi­legt í notk­un. Að vísu hefði ver­ið betra að hafa inn­byggt leið­sögu­kerfi en það kem­ur bara í Lux­ury-út­fa­ersl­unni. Aðr­ir geta not­að Google Maps í gegn­um Apple CarPlay eða Android Auto. Með Lex­us Link smá­for­rit­inu í sím­an­um er haegt að fylgj­ast með hleðslu bíls­ins, hita hann upp fyr­ir ferð eða leita að naestu hleðslu­stöð.

Góð­ur í akstri

Þeg­ar kem­ur að akstri bíls­ins fer manni að líka mjög vel við hann en hann er ein­stak­lega ljúf­ur og lip­ur í akstri. Hann er í senn hljóð­lát­ur en einnig kraft­mik­ill þeg­ar mað­ur vill og bíll­inn sett­ur í afl­meiri akst­urs­ham. Stýr­ið er skjótt að taka við sér og hann ligg­ur eins og sport­leg­ur fólks­bíll enda raf­hlöð­un­um vel fyr­ir kom­ið í botni bíls­ins. Þótt hann sé þung­ur eins og all­ir raf­bíl­ar virk­ar hann það samt ekki í akstri og fjöðr­un­in raeð­ur vel við hvassa hluti eins og kubbahraða­hindr­an­ir án þess að það verði eitt­hvað óþa­egi­legt.

Dra­eg­ið er upp­gef­ið 305 km en sam­kvaemt töl­um Lex­us er það á bil­inu 190 til 405 km eft­ir veðri eða notk­un bíls­ins. Faest mesta dra­eg­ið í mildu veðri inn­an­ba­ej­ar en minnsta í köldu veðri á þjóð­vegi. Óhaett er að segja að á þeim köldu vetr­ar­dög­um þeg­ar bíll­inn var próf­að­ur hafi dra­eg­ið ver­ið nála­egt 200 km.

Meiri sam­keppni vaent­an­leg

Þeg­ar horft er á sam­keppn­ina kem­ur fljót­lega í ljós að Lex­us­inn er tals­vert dýr­ari en helstu sam­keppn­is­að­il­ar, en þeir eru til daem­is Hyundai Kona Electric, Mazda MX-30 og Peu­geot e-2008. Það á sér þó sín­ar skýr­ing­ar enda Lex­us-merk­ið í meiri lúx­us­flokki og meira lagt í alla vinnu við bíl­inn með hinu verð­laun­aða Takumi hand­verki. Þeir bíl­ar sem kom­ast naest hon­um í lúx­us­flokki eru Vol­vo XC40 Rechar­ge P8 en hann er ekki kom­inn á mark­að hér­lend­is, en styttra er í ann­an keppni­naut sem er Mercedes-Benz EQA. Gott gaeti ver­ið að skoða verð á þeim bíl­um til sam­an­burð­ar þeg­ar þeir maeta á mark­að með vor­inu.

 ??  ??
 ?? MYND­IR/ TRYGGVI ÞORMÓÐSSON ?? Lex­us UX 300e er í senn sport­leg­ur í út­liti og akstri.
MYND­IR/ TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Lex­us UX 300e er í senn sport­leg­ur í út­liti og akstri.
 ??  ?? Það er vel hann­að maela­borð sem maet­ir manni í Lex­us UX 300e.
Það er vel hann­að maela­borð sem maet­ir manni í Lex­us UX 300e.
 ??  ?? Far­ang­urs­rým­ið er 367 lítr­ar og gott er að koma fyr­ir far­angri og leggja nið­ur aft­ur­sa­eti þar sem ekki þarf að teygja sig langt inn í bíl­inn.
Far­ang­urs­rým­ið er 367 lítr­ar og gott er að koma fyr­ir far­angri og leggja nið­ur aft­ur­sa­eti þar sem ekki þarf að teygja sig langt inn í bíl­inn.
 ??  ?? Ekki er mik­ið rými í aft­ur­sa­et­um og snú­ið að koma fyr­ir fót­un­um.
Ekki er mik­ið rými í aft­ur­sa­et­um og snú­ið að koma fyr­ir fót­un­um.
 ??  ?? Skipt­ing­in er eins og í Mirai og snerti­flöt­ur­inn nála­egt arm­hvílu.
Skipt­ing­in er eins og í Mirai og snerti­flöt­ur­inn nála­egt arm­hvílu.
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland