Fréttablaðið - Serblod

Sjálf­skipt bíl­próf eru fram­tíð­in

-

Torfi Karl Karls­son öku­kenn­ari er einn þeirra kenn­ara sem skipt hef­ur al­ger­lega yf­ir í að kenna á sjálf­skipt­an bíl. Síð­an haust­ið 2017 hef­ur ver­ið leyfi­legt að taka bíl­próf­ið á sjálf­skipt­an bíl án sér­stakr­ar und­an­þágu. Faer þá próftak­inn að­eins rétt­indi á sjálf­skipt­an bíl.

Meiri­hluti nýrra bíla sem seld­ir eru í dag eru sjálf­skipt­ir og þá sér­stak­lega í vinsa­el­u­stu flokk­un­um. Meira að segja smá­bíl­ar eru oft­ar en ekki bún­ir sjálf­skipt­ingu þótt marg­ir þeirra sé einnig fá­an­leg­ir bein­skipt­ir. Svo eru það aðr­ir bíl­ar sem eru ekki einu sinni fá­an­leg­ir bein­skipt­ir nema með sér­pönt­un. Hyundai Tuc­son er haegt að fá sem bens­ín­bíl, dísil­bíl, tvinn­bíl eða ten­gilt­vinn­bíl en um­boð­ið tek­ur bíl­inn að­eins inn sjálf­skipt­an. Svo eru auð­vit­að all­ir ten­gilt­vinn­bíl­ar og raf­magns­bíl­ar sjálf­skipt­ir og eng­ar lík­ur á að það breyt­ist mik­ið á naest­unni. Torfi hef­ur ein­mitt kennt á Niss­an Leaf raf­magns­bíl síð­an að breyt­ing­in átti sér stað og aetl­ar nú að kaupa raf­bíl núm­er tvö á heim­il­ið.

Að sögn Torfa Karls geng­ur vel að kenna ein­göngu á sjálf­skipt­an og nóg af nem­end­um sem eru að biðja um það til að hann geti kennt á það ein­göngu. „Ég var með stúlku í kennslu um dag­inn sem var mik­ið að velta þessu fyr­ir sér þar sem að vin­kona henn­ar er að laera á sjálf­skipt­an. Hún spurði for­eldra og fleiri í kring­um sig og all­ir sögðu henni að taka bein­skipt­an því að þá maetti hún keyra baeði. Hún velti þessu fyr­ir sér vel og lengi og tók síð­an sjálf ákvörð­un og vildi taka sjálf­skipt­an. Þeg­ar ég spurði af hverju hún hefði val­ið það sjálf sagði hún ein­fald­lega að sjálf­skipt­ir bíl­ar vaeru ein­fald­lega fram­tíð­in og bein­skipt­ir for­tíð­in og hún aetl­aði að til­heyra fram­tíð­inni,“sagði Torfi og brosti.

Ein­falt mál er að baeta bein­skipt­ing­unni við þeg­ar bú­ið er að taka próf á sjálf­skipt­an og í raun og veru lít­ill auka­kostn­að­ur við það ef ein­hver, þar sem ein­fald­ara er að kenna á sjálf­skipt­an bíl. „Þetta er allt sam­an ein­fald­ara í byrj­un og fókus­inn er meiri á um­ferð­inni. Bros­ið kem­ur hins veg­ar mun fyrr á and­lit­ið þeg­ar þau eru að laera á sjálf­skipt­an, venju­lega í fyrsta tíma“seg­ir Torfi. Georg Georgs­son próf­dóm­ari er því líka sam­mála að sjálf­skipt­ing­in sé til að ein­falda hlut­ina. „Það er bara allt ann­ar hand­legg­ur að prófa nem­anda á sjálf­skipt­an bíl. Þá er ekk­ert fálm eða fum leng­ur og próftak­inn miklu ró­legri. Mín vegna maetti hafa öll próf þannig og leyfa fólki að laera sjálft á bein­skipt­an, sem það get­ur þá gert hjá öku­kenn­ara ef það kýs svo“sagði Georg að lok­um.

 ??  ?? Torfi Karl öku­kenn­ari á Niss­an Leaf raf­bíln­um sín­um sem er ann­ar raf­bíll­inn sem hann kenn­ir á.
Torfi Karl öku­kenn­ari á Niss­an Leaf raf­bíln­um sín­um sem er ann­ar raf­bíll­inn sem hann kenn­ir á.
 ??  ?? Georg Georgs­son, próf­dóm­ari Frum­herja
Georg Georgs­son, próf­dóm­ari Frum­herja

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland