Bjóða meðferðarpakka í dáleiðslumeðferð
Ingibergur hefur nú þjálfað hóp meðferðaraðila sem hafa lokið
220 tíma námi í meðferðardáleiðslu með áherslu á Hugraena endurforritun. Meðferðin hefur reynst mjög áhrifarík í vinnu með fíkn, kvíða, mígreni, ofnaemi, vefjagigt, tengslarof og afleiðingar áfalla og ekki síður til að efla innri styrk, innsaei o.fl. Það hefur sýnt sig að þörfin er mikil fyrir þessa meðferð. Eftir umfjöllun um dáleiðslu í sjónvarpsþaettinum Undir yfirborðið á Hringbraut haustið 2019 hefur orðið mikil vakning og eftirspurn eftir meðferð.
Nú býðst heildstaeður pakki hjá þessum meðferðaraðilum sem eru þrjú skipti (hver tími er
90-120 mínútur) á samtals 30.000 krónur, sem er um þriðjungur af almennu verði. Einu skilyrði þess að fá þriggja skipta meðferðarpakka á þessum kjörum er að þú samþykkir að maeta í öll þrjú skiptin (á dagsetningum og tímum sem þú ákveður með meðferðaraðilanum) og samþykkir að fylla út eyðublað um líðan eftir hvern tíma. Eyðublaðið er baeði gagnlegt fyrir þig til að átta þig á breytingum á líðan þinni og fyrir meðferðaraðila til að meta árangur af meðferðinni.
Tímana þrjá þarf að greiða í upphafi fyrsta tíma. Innifalið í meðferðarpakkanum er bókin Hugraen endurforritun eftir Ingiberg Þorkelsson, sem nýlega kom út, en þar eru áhrifaríkar reynslusögur og meðferðin vel útskýrð.
Ef þú vilt nýta þér þetta taekifaeri þá skaltu fylla út eyðublaðið sem er á síðunni daleidsla.is/ medferd.
Gísli Freyr Eggertsson er klínískur dáleiðandi og kennari við Dáleiðsluskóla Íslands. „Það er svo magnað að í dag þarftu ekki einu sinni að fara út úr húsi til að fá dáleiðslutíma. Taeknin er orðin svo góð að það að sitja heima hjá sér í sínum uppáhaldsstól með síma og láta dáleiða sig getur verið jafn áhrifaríkt og að maeta á stofu hjá dáleiðara.“segir Gísli Freyr hjá Verbis dáleiðslu sem, eftir að COVID kom upp, flutti sína stofu yfir á netið með góðum árangri.
„Mér fannst náttúrulega ekkert annað koma til greina eins og staðan var orðin. Raunin er svo að árangurinn er mjög svipaður og áður, helsti munurinn er sá að fólk þarf ekki að gera sér ferð til að komast á staðinn. Ég hef verið að fá fólk með alls konar vandamál eins og reykingar, lítið sjálfstraust og ofnaemi fyrir köttum og hundum svo daemi séu tekin.“
Gísli hefur verið að laera dáleiðslu í um tuttugu ár og hefur laert hjá nokkrum af helstu dáleiðurum og meðferðardáleiðsluaðilum samtímans. Hann hjálpar einstaklingum að ná fram breytingum með aðstoð dáleiðslunnar.
„Dáleiðslan er fyrst og fremst verkfaeri til að ná sambandi við undirvitundina og ná fram þeim breytingum sem meðferðarþeginn vill ná fram. Öllum okkar viðbrögðum er stjórnað af undirvitundinni og ef við breytum viðbrögðunum þá er vandamálið ekki til staðar lengur,“segir Gísli Freyr.
Hann heldur áfram: „Dáleiðsla er jafn öflug í gegnum netið og skjáinn og þegar þú hittir fólk í eigin persónu. Ég þurfti alveg að venjast þessu aðeins en síðan hefur þetta ekki verið neitt mál. Fólki líður líka vel heima hjá sér, það er ekki á einhverjum ókunnugum stað og ekkert vandamál að finna út hvernig það á að koma sér á staðinn.“
Gísli segir að einfalt sé að panta tíma.
„Þú einfaldlega ferð á heimasíðuna, verbisdaleidsla.is, og velur lausan tíma og þegar kemur að honum þá hittumst við á netspjallsforritinu Zoom. Það er líka haegt að panta frían samtalstíma fyrst ef vill.“
Það er svo magnað að í dag þarftu ekki einu sinni að fara út úr húsi til að fá dáleiðslutíma. Taeknin er orðin svo góð.