Fréttablaðið - Serblod

Heima í flí­speysu og ull­ar­sokk­um

Krist­ín Guð­rún Jóns­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari, seg­ir und­an­far­ið ár hafa ver­ið ein­kenni­legt en laer­dóms­ríkt. Hún reyn­ir að halda í rútín­una en seg­ir dag­ana stund­um verða dá­lít­ið langa.

-

Ég er ensku­kenn­ari og fé­lags­mála­full­trúi við FB og hef ver­ið þar síð­an 2016. Ég var áð­ur að vinna sem for­stöðu­mað­ur í fé­lags­mið­stöð­inni Hólma­seli í Breið­holti. Ég hef mik­inn áhuga á að vinna með ungu fólki og finnst það baeði skemmti­legt og gef­andi,“seg­ir Krist­ín sem er með BA í ensku frá Há­skóla Ís­lands, MS í íþrótta­stjórn­un (Sport mana­gement) frá ODU (Old Dom­ini­on Uni­versity) og MA í kennslu­fra­eði.

MIs­mik­ið álag milli daga

Kist­ín er gift, á einn strák sem er í fyrsta bekk og smá­hund sem er að verða þrett­án í fe­brú­ar. Hún seg­ir vinn­una í fé­lags­mið­stöð­inni ekki hafa pass­að vel við for­eldra­hlut­vek­ið. „Ég var mik­ið að vinna um kvöld og helg­ar og fór oft í ferð­ir, og svo var mað­ur­inn minn að vinna hjá WOW í vakta­vinnu þannig að þetta var oft frek­ar mik­ið púslu­spil. Það hafði lengi blund­að í mér að fara í kenn­ar­ann svo að ég end­aði á því að nýta faeð­ing­ar­or­lofið í kenn­ara­nám.“

Krist­ín seg­ir venju­leg­an dag hefjast á því að koma drengn­um út. „Fyr­ir COVID maetti ég svo beint í skól­ann. Ég byrja alltaf að kenna klukk­an 9.50, sem er frá­ba­ert þeg­ar mað­ur er með barn, og er bú­in á milli 15-16. Þeg­ar kennslu er lok­ið bíða mín mis­mun­andi verk­efni, stund­um er ég lengi fram á kvöld að fara yf­ir nem­enda­verk­efni og svo koma ró­leg­ar stund­ir inn á milli. Síð­an taka fé­lags­mál­in við á kvöld­in, ég er oft í sam­bandi við nem­enda­ráð­ið seinni hluta dags og jafn­vel fram á kvöld. Dag­ur­inn er stund­um lang­ur og þessu get­ur fylgt dá­lít­ið áreiti.“

Get­ur ver­ið rugl­ings­legt

Krist­ín seg­ir und­an­farna mán­uði hafa ver­ið sér­kenni­lega. „Mað­ur er nátt­úru­lega bara bú­inn að vera einn heima hjá sér síð­an í mars. Eft­ir að öllu var lok­að þá varð allt rafra­ent. Ég hef lít­ið far­ið inn í skól­ann, fór að­eins í upp­hafi haust­ann­ar þeg­ar ég var með próf í skól­an­um.“

Hún seg­ir fjar­kennsl­unni fylgja baeði kost­ir og gall­ar. „Það er þa­egi­legt að kenna í gegn­um net­ið en ókost­ur­inn er sá að mað­ur miss­ir dá­lít­ið tengsl­in við nem­end­ur og kem­ur ekki endi­lega sam­an nafni við and­lit. Þú verð­ur stund­um hálfrugl­að­ur þeg­ar þau senda póst og átt­ar þig ekki al­veg strax á því í hvaða hópi við­kom­andi er. Þau finna þetta líka og treysta manni þar af leið­andi kannski ekki jafn vel.“

Að sögn Krist­ín­ar er mis­jafnt hvernig þetta fyr­ir­komu­lag leggst í nem­end­ur. „Mörg­um finnst þetta mjög þa­egi­legt, að geta bara rúll­að sér yf­ir á hina hlið­ina og kveikt á tölv­unni. Þetta á ekki síst við um þá nem­end­ur sem eiga erfitt fé­lags­lega, þeim finnst gjarn­an gott að geta bara ver­ið á spjall­inu.“

Reyni að halda mig í rútínu

Krist­ín reyn­ir eft­ir fremsta megni að halda sig í rútínu. „Ég reyni að temja mér að vera sest fyr­ir fram­an tölv­una taep­lega níu og hef þá smá und­ir­bún­ings­tíma fyr­ir kennsl­una. Ég er oft­ast bara í ull­ar­sokk­um og flí­speysu, mað­ur er ekk­ert að stríla sig upp í fjar­kennsl­unni.“

Þá hef­ur hún einnig þurft að finna nýj­ar leið­ir til að stunda hreyf­ingu. „Ég fer vana­lega mik­ið í raekt­ina en hún er auð­vit­að bú­in að vera lok­uð svo ég hef þurft að finna mér eitt­hvað ann­að eins og að fara út að ganga, hvort sem það er að sa­ekja og taka þá kannski auka hring eða hlaupa þeg­ar veð­ur leyf­ir. Síð­an er ég með aef­inga­hjól heima og tek stund­um túr á því á með­an ég horfi á sjón­varp­ið.“

Þetta get­ur þó tek­ið á til lengd­ar. „Mað­ur finn­ur það al­veg eft­ir langa daga að mað­ur er far­inn að þrá að kom­ast út og hitta fólk. Mað­ur sakn­ar þess að sjá nem­end­ur og eiga í sam­skipt­um við þá og koll­eg­ana.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN ?? Krist­ín G. Jóns­dótt­ir seg­ir kenn­ara­nám­ið hafa heill­að lengi áð­ur en hún tók af skar­ið.
FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN Krist­ín G. Jóns­dótt­ir seg­ir kenn­ara­nám­ið hafa heill­að lengi áð­ur en hún tók af skar­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland