Fréttablaðið - Serblod

Núna er ein­mitt nýtt tungl

Brynja Ósk Rún­ars­dótt­ir, sem starfar við höf­uð­beina- og spjald­hryggs­með­ferð­ir, er há­sum­ar­barn en hún faedd­ist sumar­ið 1969 við Heklura­et­ur á Svín­haga á Rangár­völl­um.

- Jó­hanna Ma­ría Ein­ars­dótt­ir johanna­m­aria@fretta­bla­did.is

Ég er faedd og upp­al­in í sveit og hef starf­að sem bóndi uns ég flutti á Hellu um ára­mót­in. Með fram bú­störf­um hef ég unn­ið hin ýmsu hluta­störf og átti svo barn þeg­ar ég var átján ára. Ég hafði ekki beint bestu mögu­leik­ana til að mennta mig og hún háði mér líka, gamla sag­an um að hafa mig ekki strax út í það sem mig lang­aði að gera, og að hafa ekki trú á sjálfri mér,“seg­ir Brynja.

Fluga í höf­uð­ið

Brynja á fimm börn, sem nú eru öll kom­in upp, en það yngsta er 17 ára og hið elsta er 34 ára. Þá á hún sex barna­börn og það sjötta er á leið­inni. „Ég fann loks tíma og þörf til þess að skrá mig á nám­skeið í heil­un ár­ið 2011. Áð­ur hafði ég nýtt mér með­ferð­ir í heil­un og fleiru, sem hjálp­uðu mér mik­ið að vinna úr mín­um áföll­um. En ár­ið 2011 fékk ég ein­fald­lega þá flugu í höf­uð­ið að byrja að laera þetta. Ég hafði lengi leit­að leiða til baettr­ar heilsu og eins og flest­ir á ég mér mína áfalla­sögu, því faest kom­umst við klakk­laust í gegn­um líf­ið. Sp­urn­ing­in er bara hvernig við vinn­um í úr áföll­un­um. Þetta var mín leið.

Ár­ið 2013 fór ég svo í nám í höf­uð­beina- og spjald­hryggs­með­ferð­um, eða Cr­anio, hjá Erlu Ólafs­dótt­ur í Upĺed­ger á Íslandi. Þar fann ég leið sem hjálp­aði mér að vinna al­menni­lega úr áföll­um mín­um og losa og leið­rétta stífl­ur og skekkj­ur í lík­am­an­um. Þeim sama og er svo klár að heila sig. Þarna tók ég CST 1 og rúmu ári síð­ar CST 2. Þetta er ein­stakt nám sem kall­ar á mikla sjálfs­vinnu og veit­ir magn­að­ar upp­lif­an­ir. Þá er unn­ið með himnu­kerfi lík­am­ans.

Á naestu ár­um tók ég svo SER

1 og SER 2 hjá Chas Perry. SER stend­ur fyr­ir sálra­ena vef­vinnu og geng­ur út á sálra­ena vinnu og sam­talsta­ekni. Í apríl 2017 fór ég svo á loka­nám­skeið ADV 1, einnig hjá Chas Perry, en mitt mottó í dag er að laera svo lengi mað­ur lif­ir. Ári síð­ar í fe­brú­ar fór ég svo til Azor­eyja með hópi kvenna frá Íslandi í nám­skeið í Sjálfs­um­hyggju. Dvaldi ég þar í tíu daga og í dag bý ég enn að öllu sem þar átti sér stað. Þa­er Arn­björg Krist­ín Kon­ráðs­dótt­ir jóga­kenn­ari og Helga Arn­ars­dótt­ir, sem starfar sem jákvaeð­ur sálfra­eð­ing­ur, stóðu fyr­ir þess­ari ein­stöku ferð.

Á náms­ferli mín­um hef ég fylgst að með traustri vin­konu minni, en mér hef­ur þótt það ómiss­andi að hafa ein­hvern með mér í ferl­inu. Það er mjög mik­il heima­vinna í kring­um nám­ið og við unn­um vel með hvorri ann­arri.“

Teng­ing­in við jörð­ina

Haust­ið 2019 skellti Brynja sér í spenn­andi níu mán­aða nám í Shaman­isma hjá Sól­veigu Katrínu Jóns­dótt­ur. „Þetta er mjög öfl­ug leið til þess að tengj­ast nátt­úr­unni, móð­ur jörð, lík­ama sín­um og til­finn­ing­um. Þetta er líka nám í visku og að fara inn í heil­ind­in okk­ar, en í Shaman­isma myndi ég segja að mað­ur sé mark­visst að styrkja sín­ar teng­ing­ar og finna innri frið og styrk í jafn­vaegi. Það fer fram mik­il hug­leiðsla sem ég hef nýtt mér og stunda dag­lega í leit minni að eig­in leið og mínu hlut­verki hér á jörð. Því þeg­ar þú ert í teng­ingu við sjálfa þig þá naerðu betri teng­ingu við jörð­ina. Við mann­fólk­ið er­um stór­kost­leg­ar ver­ur.“

Mok­aði út áföll­un­um

„Ásta­eð­an fyr­ir þess­um náms­ferli mín­um og veg­ferð er og hef­ur alltaf ver­ið sú sama. Ég vil öðl­ast baetta heilsu, betra líf, hef löng­un til að vaxa og þrosk­ast og ná betri teng­ingu við sjálfa mig. Það er þessi þrá að verða betri út­gáfa af sjálfri mér. Ég vil öðl­ast innri ró og styrk og í því finn ég jafn­vaegi. Við alla þessa sjálfs­vinnu þá styrk­ist mað­ur og trú­ir bet­ur á sjálf­an sig.

Í dag er ég bú­in að vinna úr mín­um áföll­um og þau eru ekki leng­ur með mér og íþyngja mér. Ég hef mok­að þeim út, svo að segja, og þá hef ég bú­ið til pláss í sjálfri mér fyr­ir allt hið góða sem líf­ið hef­ur upp á að bjóða. Í des­em­ber í fyrra opn­aði ég stofu á Hellu þar sem ég tek á móti fólki í með­ferð­ir. Það er frá­ba­ert að vinna með fólki og þá sér­stak­lega börn­um. Það er ynd­is­legt að fá þau til mín, því þau kenna manni svo margt. Ég finn að ég hef þörf fyr­ir að miðla öllu því sem hef­ur gert mér svo gott og leyfa öðr­um að njóta með mér.“

Nýtt tungl, ný taekifa­eri

Brynja seg­ist ekki vera ein af þeim sem teng­ir við ára­móta­heit eða set­ur sér þau að stað­aldri. „En ég var svo hepp­in að í fyrra var stödd stúlka á Hvols­velli sem er jóga­kenn­ari. Ég sótti tíma hjá henni og var með dag­bók­ina mína. Þar sem við vor­um að vinna í okk­ur komu til mín eins kon­ar ein­kunn­ar­orð sem ég hef sett mér síð­an þá, en það eru orð­in „sann­leik­ur, kaer­leik­ur og heið­ar­leiki“enda hef­ur leik­ur­inn alltaf, í öll­um sín­um mynd­um, ver­ið mér mik­ilvaeg­ur. Það er svo mik­ilvaegt að leika sér og raekta barn­ið í sér. Þannig finn­ur mað­ur ham­ingj­una, ein­fald­lega með því að gleðj­ast yf­ir litlu hlut­un­um eins og feg­urð­inni í haf­inu, himn­in­um og tungl­inu, en núna þeg­ar við raeð­um sam­an er ein­mitt nýtt tungl.“

Hug­ur, lík­ami og sál

Und­an­far­ið hef­ur Brynja sótt hóp­tíma hjá Andagift enda er hún hvergi naerri haett að laera. „Þau sem þar kenna eru ein­stök. Núna er ég að byrja á Möntru mátt­ar nám­skeiði hjá Láru Rún­ars en hluti af því nám­skeiði er að opna rödd sína, því tján­ing­in er svo mik­ilvaeg í þessu starfi og að miðla bet­ur. Það er líka mjög mik­ilvaegt fyr­ir mig að hitta fyr­ir fólk sem er eins þenkj­andi og ég, því það gef­ur mér byr und­ir báða vaengi. Til allr­ar lukku hef­ur orð­ið vit­und­ar­vakn­ing frá því 2013 þeg­ar náms­fer­ill­inn var að hefjast. Fólk er miklu meira far­ið að hugsa um mann­eskj­una sem heild, þar sem allt teng­ist sam­an, hug­ur, lík­ami og sál.“

 ??  ?? Hér má sjá Brynju (t.h) ásamt miðju­dótt­ur sinni, Bjarn­veigu (t.v).
Hér má sjá Brynju (t.h) ásamt miðju­dótt­ur sinni, Bjarn­veigu (t.v).
 ??  ?? Brynja hef­ur náð að vinna úr öll­um sín­um áföll­um og nýt­ur þess að horfa á feg­urð nátt­úr­unn­ar, him­in­inn og haf­ið í barns­legri gleði og kaer­leik.
Brynja hef­ur náð að vinna úr öll­um sín­um áföll­um og nýt­ur þess að horfa á feg­urð nátt­úr­unn­ar, him­in­inn og haf­ið í barns­legri gleði og kaer­leik.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland