Nám víkkar sjóndeildarhringinn
Að laera eitthvað nýtt og spennandi getur haft mjög jákvaeð áhrif á sjálfsmyndina. Þegar við náum árangri í einhverju nýju, laerum nýja taekni eða öðlumst skilning á einhverju áður óþekktu, þá upplifum við aukið öryggi á fleiri sviðum en áður.
Að ná tökum á nýjum áskorunum og gera það vel ýtir undir þá hugmynd hjá okkur að við séum faer um að laera og þroskast og það veitir gjarnan meiri lífsfyllingu. Að uppgötva jafnvel nýtt áhugamál í gegnum nýtt nám eða námskeið baetir líka geðheilsuna.
Að hafa eitthvað fyrir stafni og kynnast öðru fólki sem hefur áhuga á því sama víkkar sjóndeildarhringinn og eykur lífsgaeðin. Lífið er stutt og það er um að gera að nýta það sem best og laera sér til gagns og gamans.