Fréttablaðið - Serblod

Aðr­ar skrítn­ar mat­ar­hefð­ir

Mann­fólk­ið hef­ur fund­ið upp á ýms­um mis­geðs­leg­um leið­um til að lifa af í gegn­um ár­þús­und­in og um all­an heim er haegt að finna hefð­bund­inn mat sem faer er­lenda gesti til að kúg­ast.

- Odd­ur Freyr Þor­steins­son odd­ur­freyr@fretta­bla­did.is

Þeir sem ekki al­ast upp við þorramat fúlsa yf­ir­leitt við hon­um og telja okk­ur Ís­lend­inga jafn­vel eitt­hvað skrítna í hausn­um fyr­ir að vilja leggja okk­ur þetta til munns. En ís­lenska þjóð­in er alls ekki ein um að hafa mat­arsiði sem fólki frá öðr­um lönd­um finnst skrítn­ir eða jafn­vel ógeðs­leg­ir. Hér eru nokk­ur mis­geðs­leg daemi.

Orma­ost­ur

Ca­su martzu er ost­ur frá Sar­din­íu sem er full­ur af skor­dýralirf­um. Nafn­ið þýð­ir „rot­inn ost­ur“en hann er oft­ast kall­að­ur orma­ost­ur og hef­ur ver­ið bann­að­ur af heilsu­fars­ásta­eð­um.

Ost­ur­inn er gerð­ur úr kinda­mjólk og lík­ist pecor­ino-osti, en það er bú­ið að setja lirf­ur osta­flugu (Pi­ophila ca­sei) í hann. Ost­ur­inn gerj­ast þeg­ar lirf­urn­ar melta fit­una í ost­in­um og hann verð­ur mjög mjúk­ur og vökvi fer að seytla út. Það þarf að borða ost­inn á með­an lirf­urn­ar eru enn á lífi, ann­ars telst hann eitr­að­ur. Lirf­urn­ar geta stokk­ið þeg­ar þa­er eru trufl­að­ar, þannig að það þarf líka að passa sig á fljúg­andi orm­um, en í venju­leg­um osti eru þús­und­ir þeirra.

Fugla­hreið­urssúpa

Kín­verj­ar gera súpu úr hreiðr­um svöl­unga sem er köll­uð kaví­ar aust­urs­ins. Svöl­ung­ar gera hreið­ur sín fyrst og fremst úr munn­vatni og það er eitt­hvað í munn­vatn­inu sem gef­ur hreiðr­un­um ein­staka og hlaup- eða gúmmí­kennda áferð. Þessi rétt­ur er ein dýr­asta dýra­af­urð sem er borð­uð í heim­in­um, því hreiðr­in eru fága­et og það er erfitt og haettu­legt að safna þeim. Skál­in kost­ar á bil­inu 3.800-13.000 krón­ur og tal­ið er að þessi rétt­ur hafi góð áhrif á kyn­hvöt­ina, en hann er einnig mjög naer­ing­ar­rík­ur.

Steikt­ar tar­antúl­ur

Í Kam­bódíu er vinsa­elt að borða pönnu­steikt­ar tar­antúl­ur með salti og hvít­lauk. Tar­antúl­urn­ar eru steikt­ar í heilu lagi, með löpp­um, vígtönn­um, hár­um og öllu. Sagt er að þessi rétt­ur hafi náð út­breiðslu þeg­ar fólk svalt á dög­um Rauðu kh­mer­anna en í dag er hann vinsa­ell með­al ferða­manna. Tar­antúl­urn­ar eru víst stökk­ar að ut­an en mjúk­ar að inn­an og bragð­ast svip­að og kjúk­ling­ur eða þorsk­ur. Það er lít­ið kjöt í löpp­un­um en meira í búkn­um og hausn­um. Aft­ur­hlut­inn er hins veg­ar full­ur af eggj­um, inn­yfl­um og saur.

Frjóvg­uð egg

Á Fil­ipps­eyj­um er mjög vinsa­elt að borða frjóvg­uð egg, köll­uð balut. Andaregg eru vinsa­elu­st en haenu­egg eru líka not­uð. Egg­in eru soð­in stuttu áð­ur en ung­arn­ir klekj­ast út þannig að þau inni­halda fóst­ur. Það er mis­jafnt hversu þrosk­uð egg fólk vill fá, en þau sem eru lengst kom­in inni­halda kjúk­linga­fóst­ur sem er með gogg, kla­er, bein og fjaðr­ir.

Þau er tal­in góð fyr­ir kyn­hvöt­ina og inni­halda mik­ið prótein. Egg­in eru krydd­uð með salti, sítr­ónusafa, svört­um pip­ar og kórí­and­er, en sum­ir kjósa frek­ar eldpip­ar og ed­ik.

Sur­strömm­ing

Þessi sa­enska síld er kaest í einn til tvo mán­uði í tunn­um áð­ur en hún er sett í dós­ir, þar sem hún held­ur áfram að kaes­ast mán­uð­um sam­an. Það skap­ast svo mik­ill þrýst­ing­ur í dós­un­um að þa­er belgj­ast oft út og það þarf að opna þa­er var­lega svo illa þefj­andi vökvi spraut­ist ekki um allt. Þó nokk­ur flug­fé­lög hafa bann­að fólki að ferð­ast með sur­strömm­ing vegna þrýst­ings­ins í dós­un­um.

Sur­strömm­ing er yf­ir­leitt borð­uð með stökku flat­brauði og soðn­um kart­öfl­um og fólk skol­ar henni nið­ur með mjólk, vatni eða bjór.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ GETTY ?? Kín­verj­ar gera súpu úr hreiðr­um svöl­unga, en þeir gera hreið­ur sín fyrst og fremst úr munn­vatni. Súp­an er köll­uð kaví­ar aust­urs­ins.
FRÉTTABLAЭIÐ/ GETTY Kín­verj­ar gera súpu úr hreiðr­um svöl­unga, en þeir gera hreið­ur sín fyrst og fremst úr munn­vatni. Súp­an er köll­uð kaví­ar aust­urs­ins.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ GETTY ?? Ca­su martzu er ost­ur frá Sar­din­íu sem er full­ur af skor­dýralirf­um. Nafn­ið þýð­ir „rot­inn ost­ur“en hann er oft­ast kall­að­ur orma­ost­ur og hef­ur ver­ið bann­að­ur af heilsu­fars­ásta­eð­um.
FRÉTTABLAЭIÐ/ GETTY Ca­su martzu er ost­ur frá Sar­din­íu sem er full­ur af skor­dýralirf­um. Nafn­ið þýð­ir „rot­inn ost­ur“en hann er oft­ast kall­að­ur orma­ost­ur og hef­ur ver­ið bann­að­ur af heilsu­fars­ásta­eð­um.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland