Fréttablaðið - Serblod

Upp­gef­ið starfs­fólk með bros á vör

Út­söl­ur hafa gegnt mis­stóru hlut­verki í naer ald­ar sögu versl­un­ar­inn­ar Pfaff, að sögn Mar­grét­ar Krist­manns­dótt­ur. Þa­er tíðk­uð­ust ekki en með tíð og tíma breytt­ist það í takt við tíð­ar­and­ann.

-

Mar­grét Krist­manns­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Pfaff og fyrr­ver­andi formað­ur FKA og Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, hef­ur kom­ið nála­egt versl­un­ar­rekstri naer alla sína aevi. Afi henn­ar, Magnús Þor­geirs­son, stofn­aði versl­un­ina ár­ið 1929 og síð­an þá hef­ur hún ver­ið í eigu fjöl­skyld­unn­ar.

Margt hef­ur breyst í versl­un­ar­rekstri á þess­ari taepu öld, til daem­is þeg­ar kem­ur að út­söl­um, en þa­er tíðk­uð­ust ekki í tíð afa henn­ar og voru mjög sjald­ga­ef­ar um það leyti sem fað­ir Mar­grét­ar, Krist­mann Magnús­son, tók við ár­ið 1963. „Ég var að rifja þetta upp með pabba gamla að þeg­ar afi rak fyr­ir­ta­ek­ið voru aldrei út­söl­ur. Þeg­ar pabbi er tek­inn við voru út­söl­ur fá­tíð­ar enda út­söl­ur ein­göngu leyfð­ar einu sinni á ári, sem flest­um þa­etti furðu­legt að búa við í dag.

Það var því helst að lang­ar bið­rað­ir mynd­uð­ust þeg­ar vör­ur komu sem lengi höfðu ver­ið ófá­an­leg­ar í land­inu, enda hafði ver­ið kreppu- og hafta­tími ára­tug­um sam­an hér á landi.“

Út­söl­ur hafa breyst

Í dag rík­ir öllu meira frjálsra­eði þeg­ar kem­ur að út­söl­um en í tíð afa henn­ar og föð­ur, þótt flest­ar versl­an­ir haldi þa­er í janú­ar og í sum­ar­lok. „Við sjá­um þess­ar hefð­bundnu út­söl­ur enn í byrj­un janú­ar og síð­an á sumr­in, ekki síst í fata­geir­an­um, þeg­ar losa þarf út sum­arfatn­að­inn. Hins veg­ar er ég þeirr­ar skoð­un­ar að sum­ar versl­an­ir mis­noti „út­sölu­hug­tak­ið“þeg­ar „út­söl­ur“eru haldn­ar með nokk­urra vikna fresti.

Það eru svona-dag­ar og hinseg­in-dag­ar allt ár­ið um kring. Í mín­um huga eiga út­söl­ur fyrst og fremst að vera taeki og tól til að losa út eitt­hvað sem maetti kalla vandra­eð­ala­ger. Hins veg­ar er stóra bylt­ing­in hvað út­söl­ur varð­ar kannski stóru af­slátt­ar­dag­arn­ir í nóv­em­ber, til daem­is Svart­ur föstu­dag­ur, sem hafa sprung­ið út und­an­far­in ár, eitt­hvað sem varla þekkt­ist hér fyr­ir nokkr­um ár­um.“

Byrj­aði ung

Mar­grét tók við stöðu fram­kvaemda­stjóra hjá fjöl­skyldu­fyr­ir­ta­ek­inu ár­ið 1991 og er því af þriðju kyn­slóð fjöl­skyld­unn­ar sem kem­ur að fyr­ir­ta­ek­inu. „Þeg­ar ég var að alast upp voru marg­ir fjöl­skyldu­með­lim­ir að vinna hjá Pfaff; afi, for­eldr­ar mín­ir, bróð­ir, fra­enk­ur og fleiri.

Í aesku var ég því oft á vinnu­staðn­um og ein­hvern veg­inn var lit­ið á starfs­fólk­ið sem hluta af stór­fjöl­skyld­unni. Kannski hef­ur það mót­að mig mest að ég fann það strax mjög ung að Pfaff var bara fólk­ið sem vann þar.“

Erf­ið­ir dag­ar en skemmti­leg­ir

Að­spurð hvort hún eigi ein­hverj­ar skemmti­leg­ar minn­ing­ar frá út­söl­um fyrri tíma seg­ist hún að­al­lega muna eft­ir starfs­fólk­inu. „Það er helst að ég hafi dáðst að starfs­fólki fyr­ir­ta­ek­is­ins í kring­um staerstu út­sölu­dag­ana, þá einkum í kring­um stór af­ma­elis­ár fyr­ir­ta­ek­is­ins. Þá var starfs­fólk­ið á þön­um frá morgni til kvölds og það var varla sest nið­ur til að borða.

Þeg­ar loks var skellt í lás sátu all­ir upp­gefn­ir en ein­hvern veg­inn með bros á vör. Því þó svona dag­ar séu erf­ið­ir eru þeir líka skemmti­leg­ir, þeg­ar allt er hrein­lega vit­laust að gera.“

Manstu hvar þú keypt­ir fyrstu vör­una þína á út­sölu?

Ör­ugg­lega í ein­hverri fata­búð­inni – eitt­hvað sem mig hef­ur „bráð­vant­að“.

Hver eru bestu og verstu kaup­in þín á út­sölu gegn­um ár­in?

Ásta­eða þess að ég kaupi lít­ið á út­söl­um núorð­ið er að fata­söfn­un Rauða kross­ins hef­ur fljót­lega feng­ið flest út­sölu­kaup­in mín. Ég keypti þó góð­an stól um dag­inn sem ég er ána­egð með.

Hvers kon­ar vör­ur kaup­ir þú helst á út­söl­um í dag?

Það er helst að við hinkr­um með inn­kaup á dýr­ari hús­bún­aði ef stutt er í út­söl­ur.

Hef­ur þú gert góð kaup á út­sölu í út­lönd­um?

Hér kem­ur eitt stórt NEI.

Er ein­hver einn hlut­ur/vara sem þig dreym­ir um að kaupa á út­sölu?

Nei, mig vant­ar yf­ir­leitt ekk­ert í dag. En það er vissu­lega ákveð­in stemn­ing að fara á út­söl­ur, svona rétt til að kíkja. Það kem­ur enn fyr­ir að ég geri frá­ba­er kaup.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN ?? „Ég var að rifja þetta upp með pabba gamla að þeg­ar afi rak fyr­ir­ta­ek­ið voru aldrei út­söl­ur. Þeg­ar pabbi er tek­inn við voru út­söl­ur fá­tíð­ar enda út­söl­ur ein­göngu leyfð­ar einu sinni á ári,“seg­ir Mar­grét en út­söl­urn­ar laða að fólk í dag og það er ákveð­in stemn­ing að kíkja á þa­er.
FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN „Ég var að rifja þetta upp með pabba gamla að þeg­ar afi rak fyr­ir­ta­ek­ið voru aldrei út­söl­ur. Þeg­ar pabbi er tek­inn við voru út­söl­ur fá­tíð­ar enda út­söl­ur ein­göngu leyfð­ar einu sinni á ári,“seg­ir Mar­grét en út­söl­urn­ar laða að fólk í dag og það er ákveð­in stemn­ing að kíkja á þa­er.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland