Uppgefið starfsfólk með bros á vör
Útsölur hafa gegnt misstóru hlutverki í naer aldar sögu verslunarinnar Pfaff, að sögn Margrétar Kristmannsdóttur. Þaer tíðkuðust ekki en með tíð og tíma breyttist það í takt við tíðarandann.
Margrét Kristmannsdóttir, framkvaemdastjóri Pfaff og fyrrverandi formaður FKA og Samtaka verslunar og þjónustu, hefur komið nálaegt verslunarrekstri naer alla sína aevi. Afi hennar, Magnús Þorgeirsson, stofnaði verslunina árið 1929 og síðan þá hefur hún verið í eigu fjölskyldunnar.
Margt hefur breyst í verslunarrekstri á þessari taepu öld, til daemis þegar kemur að útsölum, en þaer tíðkuðust ekki í tíð afa hennar og voru mjög sjaldgaefar um það leyti sem faðir Margrétar, Kristmann Magnússon, tók við árið 1963. „Ég var að rifja þetta upp með pabba gamla að þegar afi rak fyrirtaekið voru aldrei útsölur. Þegar pabbi er tekinn við voru útsölur fátíðar enda útsölur eingöngu leyfðar einu sinni á ári, sem flestum þaetti furðulegt að búa við í dag.
Það var því helst að langar biðraðir mynduðust þegar vörur komu sem lengi höfðu verið ófáanlegar í landinu, enda hafði verið kreppu- og haftatími áratugum saman hér á landi.“
Útsölur hafa breyst
Í dag ríkir öllu meira frjálsraeði þegar kemur að útsölum en í tíð afa hennar og föður, þótt flestar verslanir haldi þaer í janúar og í sumarlok. „Við sjáum þessar hefðbundnu útsölur enn í byrjun janúar og síðan á sumrin, ekki síst í fatageiranum, þegar losa þarf út sumarfatnaðinn. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að sumar verslanir misnoti „útsöluhugtakið“þegar „útsölur“eru haldnar með nokkurra vikna fresti.
Það eru svona-dagar og hinsegin-dagar allt árið um kring. Í mínum huga eiga útsölur fyrst og fremst að vera taeki og tól til að losa út eitthvað sem maetti kalla vandraeðalager. Hins vegar er stóra byltingin hvað útsölur varðar kannski stóru afsláttardagarnir í nóvember, til daemis Svartur föstudagur, sem hafa sprungið út undanfarin ár, eitthvað sem varla þekktist hér fyrir nokkrum árum.“
Byrjaði ung
Margrét tók við stöðu framkvaemdastjóra hjá fjölskyldufyrirtaekinu árið 1991 og er því af þriðju kynslóð fjölskyldunnar sem kemur að fyrirtaekinu. „Þegar ég var að alast upp voru margir fjölskyldumeðlimir að vinna hjá Pfaff; afi, foreldrar mínir, bróðir, fraenkur og fleiri.
Í aesku var ég því oft á vinnustaðnum og einhvern veginn var litið á starfsfólkið sem hluta af stórfjölskyldunni. Kannski hefur það mótað mig mest að ég fann það strax mjög ung að Pfaff var bara fólkið sem vann þar.“
Erfiðir dagar en skemmtilegir
Aðspurð hvort hún eigi einhverjar skemmtilegar minningar frá útsölum fyrri tíma segist hún aðallega muna eftir starfsfólkinu. „Það er helst að ég hafi dáðst að starfsfólki fyrirtaekisins í kringum staerstu útsöludagana, þá einkum í kringum stór afmaelisár fyrirtaekisins. Þá var starfsfólkið á þönum frá morgni til kvölds og það var varla sest niður til að borða.
Þegar loks var skellt í lás sátu allir uppgefnir en einhvern veginn með bros á vör. Því þó svona dagar séu erfiðir eru þeir líka skemmtilegir, þegar allt er hreinlega vitlaust að gera.“
Manstu hvar þú keyptir fyrstu vöruna þína á útsölu?
Örugglega í einhverri fatabúðinni – eitthvað sem mig hefur „bráðvantað“.
Hver eru bestu og verstu kaupin þín á útsölu gegnum árin?
Ástaeða þess að ég kaupi lítið á útsölum núorðið er að fatasöfnun Rauða krossins hefur fljótlega fengið flest útsölukaupin mín. Ég keypti þó góðan stól um daginn sem ég er ánaegð með.
Hvers konar vörur kaupir þú helst á útsölum í dag?
Það er helst að við hinkrum með innkaup á dýrari húsbúnaði ef stutt er í útsölur.
Hefur þú gert góð kaup á útsölu í útlöndum?
Hér kemur eitt stórt NEI.
Er einhver einn hlutur/vara sem þig dreymir um að kaupa á útsölu?
Nei, mig vantar yfirleitt ekkert í dag. En það er vissulega ákveðin stemning að fara á útsölur, svona rétt til að kíkja. Það kemur enn fyrir að ég geri frábaer kaup.