BYKO leggur ríka áherslu á sjálfbaerni í sínum rekstri
Hugtakið vistvaent BYKO lýsir því hvernig fyrirtaekið vinnur að umhverfismálum í eigin starfsemi og í samstarfi við birgja og viðskiptavini, þannig minnkar vistspor fyrirtaekisins og í virðiskeðjunni.
Vistvaent BYKO er hugtak sem lýsir því hvernig fyrirtaekið vinnur að umhverfismálum í eigin starfsemi og í samstarfi við birgja og viðskiptavini, þannig minnkar stöðugt vistspor fyrirtaekisins og í virðiskeðjunni. Berglind Ósk Ólafsdóttir er verkefnastjóri umhverfismála og ber ábyrgð á að innleiða og framfylgja umhverfisstefnu fyrirtaekisins. „BYKO setur sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgangs, maela árangurinn og upplýsa um stöðu mála. Við leggjum áherslu á að umhverfisvottuðu vörurnar okkar séu vottaðar af óháðum aðilum og að umhverfismerkið sé viðurkennt merki. Við tilgreinum þegar vörurnar okkar koma frá sjálfbaerri skógraekt en vottun á skógraekt þýðir að timbrið sé raektað samkvaemt ákveðnum sjálfbaerniviðmiðum. BYKO kaupir rekjanleikavottað timbur þar sem allir helstu birgjar okkar eru með rekjanleikavottun,“segir Berglind.
BYKO hefur allt frá stofnun lagt mikla áherslu á umhverfismál og samfélagsábyrgð en nú er tíminn til að hugsa lengra inn í reksturinn með sjálfbaerni að leiðarljósi. Sjálfbaerni byggist ekki eingöngu á umhverfismálum, heldur einnig á félagslegum þáttum, menningarmálum, heilsu og velferð og efnahagslífi.
Aðspurð að því hvað felst í hugtakinu sjálfbaerni segir Berglind að sjálfbaerni felist í því að búa til virði til langs tíma, að fyrirtaeki fari að greina hvaða áhrif starfsemin hefur á þessi ofangreindu þaetti, umhverfið, félagslega þaetti, menningarlega þaetti, siðferði og rekstur. Sjálfbaerni býr þannig til hvata til að skoða heildina og hvaða taekifaeri eru til staðar.
„En það er ekki nóg, við þurfum að taka verkefnið alla leið. Við þurfum að setja okkur heildstaeða sjálfbaernistefnu, byggða á heimsmarkmiðunum, sem við höfum nú þegar greint og valið okkur. Sjálfbaernistefna okkar skiptist í þrjá kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um BYKO sem vinnustað, sem naer yfir hvernig vinnustaður viljum við vera, hvernig hugum við að jafnréttismálum og hvernig stöndum við í umhverfismálum. Annar kaflinn fjallar um viðskiptavinina, hvernig við hugum að þjónustu, fraeðslu, upplýsingaöryggi, samstarfi, hlutverki þróunar á vistvaenum byggingarefnum, hvernig við hjálpum viðskiptavinum að beita taekninni til að auka skilvirkni og verða umhverfisvaenni. Þriðji kaflinn fjallar svo um aðfangakeðjuna, hvernig við vinnum með birgjunum okkar til þess að bregðast við vandamálum í aðfangakeðjunni og hvernig þeir eru að vinna til daemis í mannréttindum, vinnuréttindum og svo framvegis,“útskýrir hún.
Skógraekt BYKO til margra ára
„Við leggjum áherslu á að minnka eigin kolefnisspor og hefur fyrirtaekið verið að kolefnisbinda rekstur sinn á undanförnum þrjátíu árum með skógraekt í eigin landi að Drumboddsstöðum í Biskupstungum. Eigendur og starfsmenn BYKO fóru árlega að Drumboddsstöðum að gróðursetja frá árinu
1987 og hafa gróðursett um 130 þúsund trjáplöntur allt fram til ársins 2007. Til stendur í sumar að endurvekja þá hefð, fyrst og fremst út frá gleðilegum gildum sem einkenndu þessar árlegu ferðir en um leið í þeirri viðleitni að gera enn betur og stuðla að kolefnishlutleysi rekstrar,“segir Berglind. „Á árinu
2020 fórum við líka í samstarf með Skógraektinni þar sem hlutverk þeirra var að framkvaema vísindalega maelingu á kolefnisbindingu skógarins. Sú skýrsla gefur okkur glögga mynd af stöðunni sem við upplýsum svo í samfélagsskýrslu fyrirtaekisins sem verður gefin út á naestu mánuðum,“segir Berglind.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi
„Við byrjuðum á að skoða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbaera þróun árið 2019 og skilgreindum hvaða markmið vaeru mest viðeigandi fyrir okkar rekstur. Við greindum öll 17 markmiðin og 169 undirmarkmið þeirra til að átta okkur á hvaða markmið vaeru mest viðeigandi fyrir okkar fyrirtaeki. Þegar við skoðuðum líka hversu viðeigandi undirmarkmið heimsmarkmiðanna vaeru fyrir BYKO þá horfðum við líka á hverjar helstu áskoranir eru á Íslandi eins og þaer eru skilgreindar af íslenskum stjórnvöldum og völdum við að lokum fjögur kjarnamarkmið til að hafa að leiðarljósi en styðjum samt um leið við önnur mikilvaeg markmið,“segir Berglind.
„Markmiðin sem við völdum að setja í forgang eru númer 5; jafnrétti kynjanna, númer 8; góð atvinna og hagvöxtur, númer 9; nýsköpun og uppbygging og númer 12; ábyrg neysla og framleiðsla, segir hún.
„Við höfum ráðist í fjölbreyttar aðgerðir til að styðja við hvert þessara markmiða á ýmsan hátt. Árið 2020 skrifuðum við undir viljayfirlýsingu við Kópavogsbae um innleiðingu á heimsmarkmiðunum. Þar með höfum við, ásamt nokkrum öðrum fyrirtaekjum í Kópavogi, skuldbundið okkur til að gera það sem við segjumst aetla að gera. Við erum stolt af vinnu okkar með heimsmarkmiðin og viljum við að þetta sé einnig hvatning til annarra fyrirtaekja um að gera það sama. Innleiðingarferlið tekur tíma, þetta er langhlaup en ekki spretthlaup. Helsta áskorun okkar er að breyta hugarfari baeði stjórnenda og starfsmanna og laera að máta okkur inn í markmiðin. Til þess erum við með fraeðslu til starfsmanna og tryggjum að þessi kjarnamarkmið séu sýnileg innan fyrirtaekisins. Við höfum nú þegar farið í aðgerðir varðandi sjálfbaerni eins og til daemis orkuskiptin, lagt áherslu á að rafvaeða bíla, vélar og taeki fyrirtaekisins, sorpflokkun, minnka einnota búnað, sett upp reiðhjólaaðstöðu fyrir starfsfólk og sett upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla,“heldur hún áfram.
„Við erum stöðugt að vinna í að gera betur og gera meira, við notumst við umhverfisbókhald sem gerir okkur kleift að greina sóun og til að geta reiknað út kolefnissporið þarf að grafa ofan í ýmis gögn til að fá yfirsýn yfir stöðuna. Með slíkri yfirsýn getum við séð taekifaeri til úrbóta og brugðist við sóun. Við höfum lagt aukna áherslu á jafnréttismálin í heild og erum til daemis þátttakendur í Jafnvaegisvog FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri). Við erum einnig meðlimir í Festu, sem er miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbaerni, því við viljum vera vel tengd, geta miðlað okkar þekkingu áfram sem og öðlast þekkingu til baka til að geta gert betur.”
Vistvaen byggingarefni og vottanir
BYKO tók þátt í verkefni í samstarfi við Visthús þar sem hjónin Finnur Sveinsson umhverfisfraeðingur og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir laeknir byggðu fyrsta Svansvottaða íbúðarhúsið á Íslandi fyrir um fimm árum síðan í Urriðaholti, Garðabae.
„Með því að taka þátt í þessu verkefni öðluðumst við í BYKO mikla reynslu og þekkingu gagnvart vistvaenum byggingum en hlutverk BYKO var að koma inn í verkefnið með vistvaen byggingarefni, annaðhvort Svansvottaðar vörur eða vörur sem vaeru leyfilegar í Svansvottuð hús. Þarna laerðum við mikið á vöruframboð okkar þar sem farið var í gegnum hvaða vörur frá okkur vaeru nothaefar í slíkt verkefni og þá eiginlega hófst vegferð okkar í vistvaenu vöruframboði og að gera grein fyrir því út á markaðinn,“segir Berglind.
Að sögn Berglindar er regluleg fraeðsla og aukin þekking mikilvaegur liður umhverfismála til að stuðla að jákvaeðri og breyttri hugsun og hegðun starfsmanna.
„Markmið okkar er líka að viðhalda og auka þekkingu okkar og deila henni og því erum við nýkomin í samstarf með Visthönnun. Á bak við Visthönnun stendur umhverfisverkfraeðingur og hönnuður, Þórey Edda Elísdóttir, okkar fyrrverandi Ólympíufari í stangarstökki, en hún er líka að fara að byggja Svansvottað einbýlishús í Hafnarfirði. Húsið er á hönnunarstigi en hlutverk BYKO er að veita Visthönnun ráðleggingar varðandi efnisval og með tilkomu þessa verkefnis munum við geta miðlað okkar þekkingu áfram sem og öðlast nýja sýn og nýja nálgun á Svansvottuð verkefni,“segir hún.
Í gegnum umhverfisstefnu fyrirtaekisins býður BYKO upp á valmöguleikann að kaupa vistvaenni byggingarefni og hjálpa viðskiptavinum sínum með því að útvega ýmis gögn, til daemis vottanir á verkefni sem er verið að byggja eftir ákveðnum vistvottunarkerfum, eins og til daemis BREEAM.
„Þetta styður til að mynda við heimsmarkmiðið um ábyrga neyslu og framleiðslu,“segir Berglind. „Til daemis eru ríki og sveitarfélög farin að gera auknar kröfur um að byggingaraðilar byggi eftir ákveðnum vistvottunarkerfum,“útskýrir hún.
„Svona vistvottunarkerfi tekur á mörgum þáttum, en vaegi byggingarefna er mismikið. Með því að birta rétt gögn, til daemis umhverfisyfirlýsingar eða hvers kyns vottanir sem til þarf í slík vottunarkerfi, þá erum við að auðvelda okkar viðskiptavinum, þá hönnuðum, verkfraeðingum, arkitektum og verktökum, að afla sér þessara gagna á auðveldari hátt. Með því móti geta þeir sótt sér þau stig sem til þarf í viðkomandi vottunarkerfi, en BREEAM vottunarkerfið byggist á stigagjöf úr ýmsum flokkum, og er byggingarefni einn af þeim flokkum.“