Þurfum sjálfbaerari lífsstíl til framtíðar
Breytingar á orkukerfi heimsins eru í lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána og bylting þarf að verða á lífsstíl fólks, neyslu og hegðun. Ný taekifaeri fylgja nýjum áskorunum.
Orkukerfið er í lykilhlutverki í þeim breytingum sem þurfa að verða til að ná loftslagsmarkmiðum,“segir Kristín Linda Árnadóttir, sem tók við starfi aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar síðla árs 2019. Kristín Linda er lögfraeðingur, en áður hafði hún gegnt stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar og þar áður verið lögfraeðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Hvað varð til þess að hún sótti um starf aðstoðarforstjóra hjá staersta orkufyrirtaeki landsins?
„Ég var búin að vera forstjóri Umhverfisstofnunar í dágóðan tíma og hafði unnið lengi í stjórnsýslunni við að móta stefnu og reglur í umhverfismálum. Ég hafði meðal annars tekið mikinn þátt í samstarfi á vettvangi forstjóra umhverfisstofnana Evrópu og Efnastofnunar Evrópu. Umraeðan þar snerist mikið um hvernig við tökumst á við loftslagsvána og þar voru breytingar er varða orkukerfi heimsins í lykilhlutverki. Þótt við Íslendingar vaerum komnir langt áleiðis voru komnar nýjar áskoranir með nýjum taekifaerum. Og mig langaði til þess að fá að taka þátt í þriðju byltingunni. Nauðsynlegar breytingar á orkukerfum snerta líka almenna hegðun fólks, þannig að við tökum upp sjálfbaerari lífsstíl til framtíðar og myndum þetta graena samfélag sem ég brenn fyrir.
Byltingin sem þarf að verða snertir ekki bara orkuskipti í heiminum. Þau eru nauðsynleg forsenda og driffjöður mjög víðtaekra breytinga sem við þurfum að gera á lifnaðarháttum. Í framtíðinni verðum við ekki jafn háð einkabílnum og núna, heldur notum taeknina til þess að hjálpa okkur að finna bestu leiðirnar til að komast á milli staða. Þessi bylting snertir líka heilsu og lífsstíl, neyslu okkar og daglegt líf. Út frá þessum sjónarmiðum þótti mér gríðarlega spennandi að vinna fyrir Landsvirkjun, staersta orkufyrirtaeki landsins, sem hefur taekifaeri til þess að framkvaema ýmsar mikilvaegar breytingar og hefur reyndar gert það í gegnum tíðina. Það má því segja að allt hafi smollið saman, það sem ég var búin að vera að hugsa um í lengri tíma og taekifaerið til þess að koma að þessum breytingum á nýjum vettvangi.“
Umhverfismálin í forgrunni
Þú hefur helgað starf þitt umhverfismálum. Hvernig stendur á þessum áhuga á þeim málaflokki?
„Þetta byggist að hluta á tilviljunum og að hluta á innbyggðri ástríðu. Þegar ég var barn og unglingur var ég mikið í sveit og hef alltaf haft sterk tengsl við náttúruna. Þau fög sem ég hafði mestan áhuga á í lögfraeðinni snertu mjög umhverfismál, eins og alþjóðamál og málefni hafsins. Það er mér mjög mikilvaegt að vinna að einhverju sem skiptir miklu máli.“
Voru mikil viðbrigði að koma til Landsvirkjunar frá Umhverfisstofnun?
„Já, sannarlega. Ég þekkti stjórnsýsluna gríðarlega vel, en það voru viðbrigði að fara inn í fyrirtaeki sem er rekið á rekstrarlegum grundvelli, þótt það sé í eigu almennings. Fyrirtaekið er frábrugðið mörgum öðrum að því leyti að við horfum mjög langt fram í tímann og á mjög breiðum grundvelli, sem einskorðast ekki við debet og kredit. Við erum einn af burðarstólpum íslensks samfélags og höfum sterk tengsl við okkar naersamfélög, sem við viljum efla. Starf Umhverfisstofnunar snýst um að hafa eftirlit með fyrirtaekjum, setja reglur og vinna að friðlýsingum. Þar eru önnur taeki og tól til þess að ná markmiðunum.“
Hvernig hefur reynslan úr Umhverfisstofnun nýst þér?
„Hún hefur nýst gríðarlega vel. Við vinnum úr auðlindum landsins, þurfum að sjálfsögðu að fylgja íslenskum lögum og reglum og framtíðin er innan graena geirans. Það óx mér í augum, eins og svo mörgum sem ekki hafa oft skipt um vinnustað, að breyta svona til, en þetta hefur gengið ótrúlega vel. Það fylgir því orka að fara inn á nýtt svið, fást við ný viðfangsefni og nýja hugmyndafraeði og kynnast fjölmörgu, nýju fólki.“
Vandað og agað starfsfólk
Hvaða hugmyndir hafðir þú um fyrirtaekið og reyndust þaer réttar?
„Ég þekkti fyrirtaekið ágaetlega, hafði til daemis skrifað meistararitgerð þar sem ég tók verkefni Landsvirkjunar fyrir. Svo hef ég unnið með starfsfólkinu áður, varðandi vatnamál, friðlýsingamál og fleira. Þess vegna kom mér kannski fátt á óvart þegar ég hóf störf. Hér eru miklir sérfraeðingar, vandað og agað fólk sem hefur mikla ábyrgðartilfinningu fyrir störfum sínum, er stolt af fyrirtaekinu og þeim auðlindum sem okkur er trúað fyrir. Hér er valinn maður í hverju rúmi og afar sterk tengsl milli starfsfólks. Meðalstarfsaldur er hár, sem segir manni að það ríkir mikil tryggð við fyrirtaekið og samstarfsfélaga.“
Samvinna mikilvaeg
Hvað leggur þú af mörkum fyrir fyrirtaekið?
„Fyrst og fremst þessa miklu ástríðu sem ég hef fyrir orkumálunum og mikilvaegi burðarfyrirtaekja eins og Landsvirkjunar fyrir framtíð þjóðarinnar. Ég hef mikla trú á samvinnu, baeði innan fyrirtaekisins og út á við, við alla okkar hagaðila. Viðskiptavini, naersamfélög við aflstöðvar og þjóðina alla.“
Finnst þér vera verk að vinna í þessum efnum?
„Kröfurnar um samráð, samstarf og gegnsaei eru sífellt að aukast. Grundvallaratriði til framtíðar er að ná betri tengslum hins almenna Íslendings við orkumálin. Hér áður fyrr nýtti þjóðin sjálf orkuauðlindina, baendur byggðu upp raf- og hitaveitu. Amma mín og afi á Grafarbakka í Hrunamannahreppi bjuggu við þann lúxus að þar var hiti í jörðu, sem þau nýttu til þess að hita húsið og elda mat. Þessi lífsgaeði voru mikil bylting frá því að fólk bjó í röku og illa hituðu húsnaeði og notaðist við hitagjafa sem hafði slaem áhrif á loftgaeði og heilsu. Þetta eigum við að hafa í huga og kunna að meta mikilvaegi orkumála fyrir samfélagið.“
Hvernig er að vera kona í orkugeiranum?
„Ég hafði unnið allan minn starfsferil í stjórnsýslunni, þar sem þarf að huga sérstaklega að því að hafa naegilega marga karlmenn til að ná jafnrétti. Í orkugeiranum hefur ekki orðið sama þróun og hann er fremur karllaegur. Við verðum að taka höndum saman, til að mynda í því að fá fleiri konur í iðnmenntun, því jafnrétti er til bóta fyrir öll kyn. Vinnustaðir verða skemmtilegri, fólki líður betur og menningin verður blómlegri þar sem jafnrétti er í hávegum haft.“
Sterk tengsl við aetthagana
Víkjum aðeins að persónunni Kristínu Lindu. Hver er uppruni þinn?
„Ég er faedd og uppalin í Reykjavík, en eyddi í aesku miklum tíma hjá ömmum mínum og öfum í báðar aettir. Móðir mín, Björk Kristófersdóttir, er frá Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Faðir minn, Árni Vigfússon, ólst upp á Skinnastöðum í Húnavatnshreppi og ég dvaldi einnig þar í aesku. Ég missti alveg af því að fara í sumarbúðir eins og jafnaldrar mínir, en ég ólst upp við að taka þátt í sveitastörfum og að vinna vaeri dyggð. Tengslin við átthagana eru enn þá mjög sterk. Ég á mjög stóra stórfjölskyldu og er afskaplega glöð yfir því hversu náin hún er. Daetur mínar eiga í góðu vinasambandi við fraendsystkin sín og við dveljum mikið á þessum stöðum á sumrin.“
Hvernig myndirðu lýsa sjálfri þér?
„Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari. Glasið er alltaf hálffullt!“segir hún og hlaer. „Ég hef afskaplega gaman af því að vinna með fólki, að staerri verkefnum sem eru í samraemi við mín gildi og mína lífssýn. Stundum er ég ofboðslega dugleg, en svo dett ég inn á milli í hámhorf á Netflix, sem mér hefur reyndar laerst með tímanum að er hreinlega nauðsynlegt og gáfulegt.“Hver eru áhugamálin þín?
„Mér finnst mjög gaman að lesa og geri mikið af því. Svo reyni ég að stunda eins mikla útivist og ég get, fer til að mynda á skíði og stunda hlaup. Í mesta myrkrinu og hálkunni yfir veturinn dregur úr útihlaupaáhuganum, en þegar veðrið er gott hleyp ég ansi reglulega. Svo er ég byrjuð að stunda golfið – er reyndar afspyrnuléleg, en hef mjög gaman af því. Það er allt í lagi að vera ekki frábaer golfleikari.“
Hér eru miklir sérfraeðingar, vandað og agað fólk sem hefur mikla ábyrgðartilfinningu fyrir störfum sínum, er stolt af fyrirtaekinu og þeim auðlindum sem okkur er trúað fyrir.