Fréttablaðið - Serblod

Lands­bank­inn vill ein­falda fólki líf­ið

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, seg­ir að það sé lyk­il­at­riði að mynda góð lang­tíma­sam­bönd við við­skipta­vini. Lands­bank­inn stend­ur fyr­ir traust, að sögn Lilju Bjark­ar.

-

Þeg­ar Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir út­skrif­að­ist úr fram­halds­skóla aetl­aði hún að verða lands­lags­arki­tekt en end­aði í fjár­mála­verk­fra­eði. „Ég er al­in upp í Breið­holt­inu með garð­yrkju sem mitt helsta áhuga­mál og fór úr Selja­skóla í Ver­sló, enda mjög hrif­in af öllu sem tengd­ist rekstri, hag­fra­eði, bók­haldi og bók­fa­erslu í sam­bland við staerð­fra­eði. Svo lá leið­in í Garð­yrkju­skól­ann því ég aetl­aði að verða lands­lags­arki­tekt og fannst kjör­ið að laera skrúð­garð­yrkju fyrst. En eft­ir að standa í snjó upp á laeri að taka nið­ur tré í des­em­ber í niða­myrkri þá fann ég að ég vildi fara í aðra átt, þótt ég elski svona at,“seg­ir Lilja. „Ég elti vin­konu mína í verk­fra­eði um haust­ið. Vin­kon­an haetti eft­ir viku og fór í lög­fra­eði og ég sat eft­ir nán­ast eina stelp­an í verk­fra­eði. En þetta var aeðis­lega skemmti­legt nám og frá­ba­er­ir vin­ir sem ég eign­að­ist þar. Síð­an fór­um við nýgift hjón­in með dótt­ur okk­ar í nám til Banda­ríkj­anna þar sem ég tók masters­próf í fjár­mála­verk­fra­eði, með þeim fyrstu sem lagði það fyr­ir mig, og vann þar í nokk­ur ár á eft­ir í höf­uð­stöðv­um Ford í Detroit. Það­an lá leið­in til London þar sem ég hóf störf hjá Lands­bank­an­um 2005, um það leyti sem var opn­að úti­bú í Bretlandi.“

Hún seg­ir dvöl­ina í Bretlandi

Mér finnst mik­ilvaegt að hafa sterka sýn í fyr­ir­ta­ek­inu.

Lands­bank­inn stend­ur fyr­ir trausta og góða þjón­ustu.

hafa ver­ið mjög laer­dóms­ríka. „Ég er bú­in að gera allt mögu­legt í banka­geir­an­um,“seg­ir hún og baet­ir við: „Eft­ir banka­hrun­ið tóku við mjög erf­ið og fjöl­breytt verk­efni þar sem áhersl­an var á end­ur­heimt­ur og mik­ill hvati var til að standa sig vel, enda mik­ið í húfi fyr­ir land og þjóð. Þetta tíma­bil skildi mik­ið eft­ir, reynslu og tengsl og marg­ar áskor­an­ir. Það sem sit­ur helst eft­ir er þraut­seigja, að halda áfram hvað sem á dyn­ur.“

Í senn fyr­ir­liði og klapp­stýra

Lilja sótti svo um starf banka­stjóra þeg­ar það var aug­lýst og um þess­ar mund­ir eru fjög­ur ár síð­an hún tókst á við það nýja hlut­verk. „Hlut­verk banka­stjóra er að leiða bank­ann áfram, fá alla í lið­ið og vinna að mark­mið­um sem þjóna sömu stefnu. Ég er fyr­ir­liði hóps­ins og þarf að sjá til þess að við göng­um í takt og að stefna stjórn­ar fái fram­gang. Auk þess ber banka­stjóri ábyrgð á ákvörð­un­um og ut­an­um­haldi um þa­er. Form­festa og um­gjörð um dag­leg­an rekst­ur býr til rými í þétt­skip­aðri dag­skránni til að huga að fram­þró­un, hitta fólk og hvetja hóp­inn, svo ég er eig­in­lega líka að­alklapp­stýra bank­ans.“

Að ein­falda fólki líf­ið

Lands­bank­inn kynn­ir um þess­ar mund­ir nýja stefnu sem hef­ur ver­ið í mót­un og und­ir­bún­ingi í rúmt ár. „Hún snýst um að ein­falda fólki líf­ið, að banka­þjón­usta sé til þess að að­stoða þig, sjá þín­ar þarf­ir fyr­ir og veita að­stoð á mann­leg­an hátt. Við setj­um okk­ur í spor við­skipta­vina og sjá­um til þess að það sem þeir þurfa á að halda sé skil­merki­lega sett fram og að­gengi­legt þeg­ar á þarf að halda. Mér finnst mik­ilvaegt að hafa sterka sýn í fyr­ir­ta­ek­inu og hana er haegt að draga sam­an með orð­un­um Lands­banki nýrra tíma.“

Hún seg­ir slík­an banka hlusta á við­skipta­vini sína og vera til­bú­inn til að breyt­ast í takt við nýja tíma. „Því okk­ar tím­ar bjóða upp á mikl­ar áskor­an­ir. Við er­um til í að breyt­ast og leggj­um áherslu á sjálf­ba­erni og um­hverf­is­mál, sem eru sí­fellt mik­ilvaeg­ari breyt­ur í banka­starf­semi sem við tök­um í aukn­um maeli inn í okk­ar starf.“

Fjár­mál­in að verða graenni

„Varð­andi sjálf­ba­erni skipt­ir mestu máli að huga að henni í sam­hengi við kjarn­ann í því sem við ger­um, sem er að faera til fjár­magn. Ef við get­um full­viss­að okk­ur og aðra um að það fjár­magn sem við vinn­um með sé að fara til fyr­ir­ta­ekja sem stuðla að betri heimi, sjálf­ba­erni og betra sam­fé­lagi þá er­um við að leggja okk­ar af mörk­um.“Hún seg­ir mik­ilvaegt að kasta ekki steini úr gler­húsi í því sam­hengi. „Við höf­um ver­ið að fara yf­ir okk­ar starf­semi og breyta því sem þarf að breyta svo rekst­ur­inn í bank­an­um sé að nýta verð­ma­eti eins og haegt er, baeði að­föng, fólk og tíma. Síð­an er­um við kom­in með sjálf­ba­era fjár­má­laum­gjörð, höf­um feng­ið út­tekt og get­um feng­ið fjár­mögn­un sem sér­stak­lega er aetl­uð í fjár­fest­ing­ar og út­lán til fyr­ir­ta­ekja sem upp­fylla skil­yrði um sjálf baerni. Þannig að nú get­um við far­ið að veita fé í slík verk­efni, s.s. út­lán til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­ekja sem fylgja vott­uð­um ferl­um og eru að stunda ábyrga nýt­ingu auð­linda. Það er reynd­ar nóg af þeim á Íslandi. Með fjár­má­laum­gjörð og þró­un í sjálf­ba­er­um fjár­mál­um er orð­ið til eins kon­ar tungu­mál og skil­grein­ing­ar í kring­um slík­ar áhersl­ur svo nú geta fjár­fest­ar ákveð­ið að fjár­festa í sjálf­ba­er­um verk­efn­um í gegn­um bank­ann. Starf­semi banka er að lána fé og ávaxta. Það var mjög mik­ilvaegt að ná sjálf­ba­erni­ma­eli­kvörð­um inn í kjarna fjár­mála­starf­sem­inn­ar, það er ekki nóg að keyra raf­magns­bíla eða draga úr papp­írseyðslu, þó það hjálpi vissu­lega til.“

Við byggj­um á trausti

Þeg­ar stefnu­mót­un stóð yf­ir var einnig end­ur­skoð­að hvaða ímynd og gildi Lands­bank­inn vill standa fyr­ir. „Við íhug­uð­um mjög djúpt og vand­lega hver við vilj­um vera og fyr­ir hvað við stönd­um,“seg­ir Lilja. „Ra­ett var við baeði við­skipta­vini og starfs­fólk og kom­ist að þeirri sam­eig­in­legu nið­ur­stöðu að Lands­bank­inn standi fyr­ir traust. Við treyst­um við­skipta­vin­un­um og vilj­um að þeir geti treyst okk­ur. Þannig bú­um við til betri banka­þjón­ustu. Við vilj­um líka að rekst­ur­inn okk­ar sé traust­ur og þannig sé­um við til stað­ar fyr­ir við­skipta­vini til langs tíma. Okk­ur eru þessi tengsl við við­skipta­vin­inn mjög mik­ilvaeg og það er kannski okk­ar sér­staða. Lands­bank­inn er með breiða starf­semi um allt land og kjarn­inn í starf­inu öllu er að við byggj­um á traustu lang­tíma­sam­bandi við við­skipta­vini okk­ar, baeði fólk og fyr­ir­ta­eki.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR ?? „Okk­ur eru þessi tengsl við við­skipta­vin­inn mjög mik­ilvaeg og það er kannski okk­ar sér­staða,“seg­ir Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans.
FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR „Okk­ur eru þessi tengsl við við­skipta­vin­inn mjög mik­ilvaeg og það er kannski okk­ar sér­staða,“seg­ir Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland