Landsbankinn vill einfalda fólki lífið
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að það sé lykilatriði að mynda góð langtímasambönd við viðskiptavini. Landsbankinn stendur fyrir traust, að sögn Lilju Bjarkar.
Þegar Lilja Björk Einarsdóttir útskrifaðist úr framhaldsskóla aetlaði hún að verða landslagsarkitekt en endaði í fjármálaverkfraeði. „Ég er alin upp í Breiðholtinu með garðyrkju sem mitt helsta áhugamál og fór úr Seljaskóla í Versló, enda mjög hrifin af öllu sem tengdist rekstri, hagfraeði, bókhaldi og bókfaerslu í sambland við staerðfraeði. Svo lá leiðin í Garðyrkjuskólann því ég aetlaði að verða landslagsarkitekt og fannst kjörið að laera skrúðgarðyrkju fyrst. En eftir að standa í snjó upp á laeri að taka niður tré í desember í niðamyrkri þá fann ég að ég vildi fara í aðra átt, þótt ég elski svona at,“segir Lilja. „Ég elti vinkonu mína í verkfraeði um haustið. Vinkonan haetti eftir viku og fór í lögfraeði og ég sat eftir nánast eina stelpan í verkfraeði. En þetta var aeðislega skemmtilegt nám og frábaerir vinir sem ég eignaðist þar. Síðan fórum við nýgift hjónin með dóttur okkar í nám til Bandaríkjanna þar sem ég tók masterspróf í fjármálaverkfraeði, með þeim fyrstu sem lagði það fyrir mig, og vann þar í nokkur ár á eftir í höfuðstöðvum Ford í Detroit. Þaðan lá leiðin til London þar sem ég hóf störf hjá Landsbankanum 2005, um það leyti sem var opnað útibú í Bretlandi.“
Hún segir dvölina í Bretlandi
Mér finnst mikilvaegt að hafa sterka sýn í fyrirtaekinu.
Landsbankinn stendur fyrir trausta og góða þjónustu.
hafa verið mjög laerdómsríka. „Ég er búin að gera allt mögulegt í bankageiranum,“segir hún og baetir við: „Eftir bankahrunið tóku við mjög erfið og fjölbreytt verkefni þar sem áherslan var á endurheimtur og mikill hvati var til að standa sig vel, enda mikið í húfi fyrir land og þjóð. Þetta tímabil skildi mikið eftir, reynslu og tengsl og margar áskoranir. Það sem situr helst eftir er þrautseigja, að halda áfram hvað sem á dynur.“
Í senn fyrirliði og klappstýra
Lilja sótti svo um starf bankastjóra þegar það var auglýst og um þessar mundir eru fjögur ár síðan hún tókst á við það nýja hlutverk. „Hlutverk bankastjóra er að leiða bankann áfram, fá alla í liðið og vinna að markmiðum sem þjóna sömu stefnu. Ég er fyrirliði hópsins og þarf að sjá til þess að við göngum í takt og að stefna stjórnar fái framgang. Auk þess ber bankastjóri ábyrgð á ákvörðunum og utanumhaldi um þaer. Formfesta og umgjörð um daglegan rekstur býr til rými í þéttskipaðri dagskránni til að huga að framþróun, hitta fólk og hvetja hópinn, svo ég er eiginlega líka aðalklappstýra bankans.“
Að einfalda fólki lífið
Landsbankinn kynnir um þessar mundir nýja stefnu sem hefur verið í mótun og undirbúningi í rúmt ár. „Hún snýst um að einfalda fólki lífið, að bankaþjónusta sé til þess að aðstoða þig, sjá þínar þarfir fyrir og veita aðstoð á mannlegan hátt. Við setjum okkur í spor viðskiptavina og sjáum til þess að það sem þeir þurfa á að halda sé skilmerkilega sett fram og aðgengilegt þegar á þarf að halda. Mér finnst mikilvaegt að hafa sterka sýn í fyrirtaekinu og hana er haegt að draga saman með orðunum Landsbanki nýrra tíma.“
Hún segir slíkan banka hlusta á viðskiptavini sína og vera tilbúinn til að breytast í takt við nýja tíma. „Því okkar tímar bjóða upp á miklar áskoranir. Við erum til í að breytast og leggjum áherslu á sjálfbaerni og umhverfismál, sem eru sífellt mikilvaegari breytur í bankastarfsemi sem við tökum í auknum maeli inn í okkar starf.“
Fjármálin að verða graenni
„Varðandi sjálfbaerni skiptir mestu máli að huga að henni í samhengi við kjarnann í því sem við gerum, sem er að faera til fjármagn. Ef við getum fullvissað okkur og aðra um að það fjármagn sem við vinnum með sé að fara til fyrirtaekja sem stuðla að betri heimi, sjálfbaerni og betra samfélagi þá erum við að leggja okkar af mörkum.“Hún segir mikilvaegt að kasta ekki steini úr glerhúsi í því samhengi. „Við höfum verið að fara yfir okkar starfsemi og breyta því sem þarf að breyta svo reksturinn í bankanum sé að nýta verðmaeti eins og haegt er, baeði aðföng, fólk og tíma. Síðan erum við komin með sjálfbaera fjármálaumgjörð, höfum fengið úttekt og getum fengið fjármögnun sem sérstaklega er aetluð í fjárfestingar og útlán til fyrirtaekja sem uppfylla skilyrði um sjálf baerni. Þannig að nú getum við farið að veita fé í slík verkefni, s.s. útlán til sjávarútvegsfyrirtaekja sem fylgja vottuðum ferlum og eru að stunda ábyrga nýtingu auðlinda. Það er reyndar nóg af þeim á Íslandi. Með fjármálaumgjörð og þróun í sjálfbaerum fjármálum er orðið til eins konar tungumál og skilgreiningar í kringum slíkar áherslur svo nú geta fjárfestar ákveðið að fjárfesta í sjálfbaerum verkefnum í gegnum bankann. Starfsemi banka er að lána fé og ávaxta. Það var mjög mikilvaegt að ná sjálfbaernimaelikvörðum inn í kjarna fjármálastarfseminnar, það er ekki nóg að keyra rafmagnsbíla eða draga úr pappírseyðslu, þó það hjálpi vissulega til.“
Við byggjum á trausti
Þegar stefnumótun stóð yfir var einnig endurskoðað hvaða ímynd og gildi Landsbankinn vill standa fyrir. „Við íhuguðum mjög djúpt og vandlega hver við viljum vera og fyrir hvað við stöndum,“segir Lilja. „Raett var við baeði viðskiptavini og starfsfólk og komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Landsbankinn standi fyrir traust. Við treystum viðskiptavinunum og viljum að þeir geti treyst okkur. Þannig búum við til betri bankaþjónustu. Við viljum líka að reksturinn okkar sé traustur og þannig séum við til staðar fyrir viðskiptavini til langs tíma. Okkur eru þessi tengsl við viðskiptavininn mjög mikilvaeg og það er kannski okkar sérstaða. Landsbankinn er með breiða starfsemi um allt land og kjarninn í starfinu öllu er að við byggjum á traustu langtímasambandi við viðskiptavini okkar, baeði fólk og fyrirtaeki.“