Fréttablaðið - Serblod

Ástríða og von sem knýr fram breyt­ing­ar á öll­um víg­völl­um

-

Hin 29 ára gamla Björg­heið­ur Mar­grét Helga­dótt­ir hóf störf hjá Al­votech fyr­ir rúmu ári sem verk­efna­stjóri í verk­fra­eði­deild. Björg­heið­ur er mik­il hug­sjóna- og bar­áttu­kona sem hef­ur ástríðu fyr­ir jafn­rétt­is- og um­hverf­is­mál­um og seg­ir frá­ba­ert að geta tek­ið þátt í að móta stefnu á vinnu­stað.

Björg­heið­ur er með M.Sc. í heil­brigð­isverk­fra­eði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og starf­aði áð­ur sem ráð­gjafi og for­rit­ari í hug­bún­að­ar­geir­an­um. Björg­heið­ur sit­ur einnig í stjórn Ungra at­hafna­kvenna (UAK), þar sem hún gegn­ir hlut­verki fjár­mála­stjóra.

Fjöl­breytt teymi ár­ang­urs­rík

Björg­heið­ur seg­ir starf­ið baeði fjöl­breytt og laer­dóms­ríkt. „Ég er verk­efna­stjóri í verk­fra­eði­deild fyr­ir­ta­ek­is­ins, með áherslu á fram­leiðslu­svaeð­ið. Það eru mjög fjöl­breytt verk­efni sem falla und­ir mitt starfs­svið, en ég er ákveð­inn milli­lið­ur þeirra sem vinna við fram­leiðslu lyfj­anna og svo taekni­manna sem sinna við­haldi taekj­anna. Starf­ið mitt fel­ur í sér að vinna með mörg­um mis­mun­andi deild­um og fólki með alls kon­ar bak­grunn og sér­fra­eði­þekk­ingu. Það er virki­lega góð reynsla fólg­in í því og styrk­ir enn frem­ur þá skoð­un mína að fjöl­breytt­ustu teym­in skili alltaf bestu nið­ur­stöð­unni.“

Al­votech er al­þjóð­leg­ur vinnu­stað­ur þar sem vís­inda­menn og sér­fra­eð­ing­ar af um 45 þjóð­ern­um vinna að því sam­eig­in­lega mark­miði að móta fram­tíð­ina á sviði lífta­ekn­i­lyfja og auka að­gengi sjúk­linga um all­an heim að há­ga­eða lyfj­um. „Fyr­ir­ta­ek­ið vinn­ur að þró­un nýrra lífta­ekn­i­lyfja sem not­uð eru við erf­ið­um sjúk­dóm­um eins og gigt, psori­asis og krabba­meini. Lífta­ekn­i­lyf eru gríð­ar­lega dýr, en lífta­ekn­i­hlið­sta­eð­an, sem hef­ur sömu virkni, er mun ódýr­ari. Markmið fyr­ir­ta­ek­is­ins er að auka að­gengi sjúk­linga um all­an heim að há­ga­eða lífta­ekn­i­lyfj­um, laekka lyfja­verð og auka lífs­ga­eði.“

Ljóst er að það er nóg um að vera á þess­um líf­lega vinnu­stað. „Það er mik­ið að gera hjá öll­um, eins og gef­ur auga­leið í nýju ört vax­andi fyr­ir­ta­eki þar sem rík­ir mik­ill metn­að­ur til þess að koma vör­un­um okk­ar á mark­að sem fyrst,“seg­ir Björg­heið­ur en hjá fyr­ir­ta­ek­inu starfa um 500 manns og þar á með­al eru marg­ir af faer­ustu vís­inda­mönn­um lands­ins.

Kon­ur hvatt­ar til að sa­ekja um

Björg­heið­ur seg­ir Al­votech leggja mikla áherslu á að byggja upp þekk­ingu hér á landi. Fyr­ir­ta­ek­ið hef­ur ráð­ið til sín tugi sér­fra­eð­inga á þessu ári og aug­lýsti ný­ver­ið fjölda nýrra starfa á Íslandi fyr­ir há­skóla­mennt­að fólk.

„Það vant­ar alltaf ungt og ferskt vís­inda­fólk og mun­um við baeta við okk­ur mik­ið á naestu ár­um. Því er til­val­ið fyr­ir all­ar þa­er kon­ur sem eru að lesa að skoða fram­tíð í lífta­ekn­i­lyfja­vís­ind­um. Al­mennt eru kynja­hlut­föll í fyr­ir­ta­ek­inu jöfn og það er mik­ið af flott­um kven­kyns stjórn­end­um á öll­um svið­um. Ver­ið er að kynna nýja og metn­að­ar­fulla jafn­rétt­isáa­etl­un og við er­um á loka­metr­un­um með að tryggja okk­ur jafn­launa­vott­un. Í verk­fra­eði­deild­inni jafn­ast hlut­föll­in með hverju ár­inu, en und­ir þá deild falla ýms­ar starfs­grein­ar þar sem hef­ur gjarn­an hall­að á kon­ur í gegn­um tíð­ina. Vilj­inn er klár­lega fyr­ir hendi til að laga þann halla og ég hvet kon­ur sér­stak­lega til að sa­ekja um þeg­ar aug­lýst er eft­ir taekni­fólki.“

Sú stað­reynd að fyr­ir­ta­ek­ið sé al­þjóða­fyr­ir­ta­eki á ís­lenskri grundu hafi enn frem­ur í för með sér mik­ilvaeg taekifa­eri hvað kynja­jafn­rétti snert­ir. „ Það þýð­ir að ís­lenska jafn­rétt­is­lög­gjöf­in verð­ur grunn­ur að því sem við ger­um al­þjóð­lega. Því maetti segja að við sé­um að flytja út ís­lenskt jafn­rétti,“seg­ir Björg­heið­ur og baet­ir við að í fyr­ir­ta­eki af þess­ari staerð­ar­gráðu sé einnig brýnt að huga að jafn­rétti á fleiri svið­um.

„Þeg­ar fyr­ir­ta­eki er svona fjöl­þjóð­legt, þá skipt­ir ekki ein­ung­is máli að hugsa um kynja­jafn­rétti, held­ur einnig jafn­rétti í víð­ara sam­hengi. Þá þarf að gefa öll­um menn­ing­um rými og virð­ingu. Fyr­ir­ta­ek­ið er líka ið­ið við að styrkja góð­gerð­ar­mál, en reglu­lega eru safn­an­ir fyr­ir hin ýmsu góð­gerð­ar­mál, þar sem baeði fyr­ir­ta­ek­ið sjálft gef­ur í og starfs­fólk get­ur sjálft lagt í. Fyr­ir jól­in söfn­um við til daem­is alltaf pökk­um fyr­ir maeðra­styrksnefn­d.“

Stuðn­ing­ur við starfs­fólk

Björg­heið­ur seg­ir ákaf­lega vel hald­ið ut­an um starfs­fólk Al­votech. „Fyr­ir­ta­ek­ið býð­ur reglu­lega upp á fyr­ir­lestra frá ýms­um sér­fra­eð­ing­um sem eru hugs­að­ir til þess að veita starfs­fólki tól til þess að skapa betra jafn­vaegi milli vinnu og einka­lífs og einnig baeta vinnu­að­sta­eð­ur. Þar má nefna fyr­ir­lest­ur um svefn og áhrif svefn­leys­is á heilsu, sem og sjúkra­þjálf­ara sem fór í gegn­um lík­ams­stöðu með starfs­fólki og gekk svo um skrif­stof­una og hjálp­aði fólki að stilla sína vinnu­að­stöðu að sér.

Þá er starfs­manna­fé­lag­ið líka öfl­ugt og mið­ar að því að gera eitt­hvað fyr­ir starfs­fólk síð­asta föstu­dag mán­að­ar. „Það get­ur ver­ið allt frá pílukast­keppni yf­ir í að bjóða upp á eitt­hvert góðga­eti. Ég kom ný inn í stjórn fé­lags­ins í vor og það hef­ur ver­ið ákveð­in áskor­un að halda upp­tekn­um haetti í gegn­um COVID, en okk­ur hef­ur tek­ist ága­et­lega til. Við höf­um til daem­is ver­ið með bingó á Teams og héld­um svo stafra­ena jóla­skemmt­un þar sem öllu var tjald­að til og þriggja rétta mál­tíð send heim til starfs­fólks. Ekki má svo gleyma því að á hverj­um föstu­degi er boð­ið upp á nammi eft­ir há­deg­is­mat.“

Auk­in krafa um ábyrgð

Það fer ekki á milli mála að Björg­heið­ur er á réttri hillu í líf­inu. „Mér finnst per­sónu­lega skipta máli að vinna við eitt­hvað sem vinn­ur í átt að aeðra mark­miði, eins og í Al­votech þar sem við er­um öll mik­ilvaeg­ir hlekk­ir í því að virki­lega baeta lífs­ga­eði og oft hrein­lega lífs­lík­ur fólks með því að gera þessi háta­ekn­i­lyf að­gengi­legri fyr­ir al­menn­ing úti um all­an heim. Það sem ungt fólk hugs­ar líka mik­ið um í dag er sam­fé­lags­leg ábyrgð fyr­ir­ta­ekja, þá sér­stak­lega þeg­ar kem­ur að jafn­rétt­is- og um­hverf­is­mál­um,“seg­ir Björg­heið­ur en þau mál­efni eru henni einna hjart­fólgn­ust.

„Ég hef mikla ástríðu fyr­ir jafn­rétt­isog um­hverf­is­mál­um og fae með­al ann­ars út­rás fyr­ir það með stjórn­ar­setu minni í UAK. Helsta markmið okk­ar er að stuðla að jafn­rétti, hug­ar­fars­breyt­ingu og fram­þró­un í sam­fé­lag­inu. UAK vill gera allt sem í valdi fé­lags­ins stend­ur til að jafna stöðu kynja á ís­lensk­um vinnu­mark­aði með því að styrkja stöðu og fram­tíð ungra kvenna sem stjórn­enda og þátt­tak­enda í at­vinnu­líf­inu. Á hverju starfs­ári er­um við með fjöl­breytta við­burði þar sem fé­lags­kon­ur fá inn­sýn í ólíka upp­lif­un kvenna út frá starfi þeirra og bak­grunni. Það er ekk­ert ald­urstak­mark og haegt að ný­skrá sig á uak.is.“

Björg­heið­ur seg­ir bar­áttu­and­ann eiga góða sam­leið með ungu og kröft­ugu fyr­ir­ta­eki á borð við Al­votech. „Þeg­ar þú hef­ur svona mikla ástríðu fyr­ir ein­hverju skipt­ir máli að vinnu­stað­ur­inn þinn styðji þig og gefi þér rými til þess að vinna að þín­um per­sónu­legu mark­mið­um, og jafn­vel hafa áhrif inn­an fyr­ir­ta­ek­is­ins og taka þátt í að skapa um­hverfi þar sem öll geta not­ið sín. Þá er frá­ba­ert að vera hjá ungu fyr­ir­ta­eki eins og Al­votech þar sem þú get­ur tek­ið þátt í að móta stefn­una.“

Mér finnst per­sónu­lega skipta máli að vinna í átt að aeðra mark­miði, eins og í Al­votech þar sem við er­um öll mik­ilvaeg­ir hlekk­ir í því að virki­lega baeta lífs­ga­eði og oft hrein­lega lífs­lík­ur fólks úti um all­an heim.

Þörf á sam­stöðu

Al­votech er með mjög sterka stefnu í um­hverf­is­mál­um, en í fyr­ir­ta­ek­inu er heilt teymi sem hug­ar að um­hverf­is-, heilsu- og ör­ygg­is­mál­um. „Allt rusl er flokk­að eft­ir fremstu getu, boð­ið er upp á sam­göngustyrk og fólk er hvatt til þess að koma til vinnu á ann­an hátt en með einka­bíln­um, en það er þa­egi­leg bún­ings­að­staða fyr­ir fólk sem kýs að ganga eða hjóla í vinn­una. Einnig hef­ur fyr­ir­ta­ek­ið kol­efnis­jafn­að sig með því að planta trjám.“

Björg­heið­ur seg­ir þa­er fjöl­mörgu áskor­an­ir sem mann­kyn­ið stend­ur nú frammi fyr­ir krefjast marg­þa­ettra að­gerða. „Við verð­um að standa sam­an gegn lofts­lags­vánni og jafn­rétti skipt­ir þar sköp­um, enda þurf­um við öll að eiga sa­eti við borð­ið til þess að móta sam­eig­in­lega stefnu og fram­tíð­ar­sýn.“

Björg­heið­ur horf­ir björt­um, eða í það minnsta von­góð­um, aug­um til fram­tíð­ar. „Fram­tíð­ar­sýn mín er að fé­lag eins og UAK þurfi ekki að vera til, þar sem full­komnu jafn­rétti hef­ur ver­ið kom­ið á. Mín von er að þess­ir skrítnu for­da­ema­lausu tím­ar sem við höf­um geng­ið í gegn­um upp á síðkast­ið geri okk­ur auð­mjúk­ari og auki sam­kennd í sam­fé­lag­inu.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI ?? Björg­heið­ur seg­ir ungt fólk í dag hugsa mik­ið um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­ta­ekja, sér­stak­lega í um­hverf­is- og jafn­rétt­is­mál­um.
FRÉTTABLAЭIÐ/VALLI Björg­heið­ur seg­ir ungt fólk í dag hugsa mik­ið um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­ta­ekja, sér­stak­lega í um­hverf­is- og jafn­rétt­is­mál­um.
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland