Sjálfsbjörg og samfélag fyrir alla
Þegar Ósk Sigurðardóttir tók við starfi framkvaemdastjóra Sjálfsbjargar í nóvember í fyrra fannst henni mikilvaegt að koma sterk inn í nýtt starf og setti hún sér 90 daga markmið.
Áður hafði hún meðal annars starfað í fimm ár sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra Landspítala, þar sem hún sinnti ýmsum verkefnum þvert á spítalann. Þetta voru ýmis ferlamál, húsnaeðismál og kennsla í straumlínustjórnun.
„Ég stökk út í djúpu laugina þegar ég hóf störf hjá Sjálfsbjörgu og ákvað að endurskoða ýmis mál er varða reksturinn. Þegar þú kemur inn í nýtt starf býrðu yfir dýrmaetu gestsauga sem gerir þér kleift að sjá hlutina í nýju ljósi. En það er haetta á að ef ekkert er að gert í byrjun verði maður samdauna því ástandi sem fyrir er. Það var því tilvalið að nýta kraftinn til að keyra af stað þörf og góð verkefni. Ég setti mér því ákveðin markmið fyrir fyrstu þrjá mánuðina í starfi og að vinna vel að þeim, því þá verður framhaldið auðveldara,“segir Ósk.
Efla og styrkja nafn Sjálfsbjargar
Ósk byrjaði strax að skoða möguleikana á því að efla og styrkja nafn Sjálfsbjargar. „Það var ljóst að við þyrftum að kynna starfið enn betur en áður. Við höfum nú þegar sett af stað nokkur skemmtileg verkefni og er eitt af þeim að sameina þrjár heimasíður, það er heimasíður Sjálfsbjargar, Þekkingarmiðstöðvarinnar og svo Hjálpartaekjaleigunnar, undir einn hatt í nýja heimasíðu Sjálfsbjargar. Með því að hafa þessar upplýsingar og þjónustu á einni og sömu síðunni skýrum við betur hlutverk Sjálfsbjargar og einföldum aðgengi fyrir notendur að efninu.
Einnig var kominn tími á að veita Klifri, tímariti Sjálfsbjargar, andlitslyftingu. Við höfum því ráðið nýjan ritstjóra og aetlunin er að gera blaðið fallegra og aðgengilegra, sem mun gefa okkur betri tengingu við félagsmenn og þjóðina alla. Þetta munum við gera með því að segja fleiri sögur af fólkinu okkar, hetjunum sem eru þarna úti. Við munum taka fleiri viðtöl og kynna þá þröskulda og hindranir sem hreyfihamlaðir rekast á daglega og líka sigrana sem þeir uppskera. Með því að segja ekki bara frá starfi Sjálfsbjargar, heldur frá því fólki sem starfið miðast að, munum við tengja baráttumál okkar inn í sögur fólksins sem mun vonandi efla nafn Sjálfsbjargar enn frekar. Við höfum einnig hafið samstarf með frábaerum hópi meistaranema í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík um samfélagslegt verkefni nú á vorönn.
Húsnaeði Sjálfsbjargar í Hátúni 12 er svo komið í yfirhalningu. Verið er að mála húsið að innan, endurnýja húsgögn, setja upp plöntur og gluggatjöld og gera íbúagangana hlýlegri svo að íbúunum, gestum og starfsfólki líði sem best.“
Fáir gera sér grein fyrir því hversu mikil undirbúningsvinna fer í það hjá hreyfihömluðum einstaklingi að plana eitthvað svo einfalt eins og veitingahúsaferð með vini.
Fjölbreytt starf framkvaemdastjóra
„Starfið mitt er afar fjölbreytt og skemmtilegt, ég er umvafin frábaeru starfsfólki og við tökumst á við ótal verkefni á hverjum degi,“segir Ósk og heldur áfram: „Ég vinn meðal annars að allri stefnumótun Sjálfsbjargar og þróun framtíðarmarkmiða Landssamtakanna í góðri samvinnu við stjórn og Berg Þorra, formann samtakanna. Síðan sé ég um skipulagningu kynningarmála fyrir samtökin innanlands og erlendis og almenn samskipti við opinbera aðila.
Sem framkvaemdastjóri ber ég ábyrgð á rekstrinum í Hátúni 12. Í þessu í 10.000 fermetra húsnaeði er Sjálfsbjargarheimilið til húsa, einnig eru 36 leiguíbúðir fyrir hreyfihamlaða einstaklinga, þjónustumiðstöð, hjálpartaekjaleiga og sundlaug. Þar fyrir utan eru ýmis heilsutengd fyrirtaeki eins og sjúkraþjálfun, kírópraktor og nálastungur og nokkur frumkvöðlafyrirtaeki.
Ég ber að auki ábyrgð á allri fjáröflun samtakanna en þau mál eru í endurskoðun. Sjálfsbjörg starfraekir til að mynda happdraetti tvisvar á ári og við erum svo heppin að eiga stóran og góðan hóp tryggra Hollvina sem stutt hafa okkur í gegnum árin. Við viljum staekka og styrkja þennan hóp til að efla Sjálfsbjörgu enn frekar, til að styðja við réttindabaráttu okkar og til að getað fjölgað búsetuúrraeðum fyrir hreyfihamlaða einstaklinga í nánustu framtíð.“
Smellpassaði í starfið
Bakgrunnur Óskar má segja að geri hana að allt að því fullkomnu vali sem framkvaemdastjóra Sjálfsbjargar, en hún er með grunnmenntun sem iðjuþjálfi frá Danmörku. Þá er hún með MPMmeistaragráðu í verkefnastjórnun og framhaldsnám í straumlínustjórnun frá HR. Einnig hefur hún lokið post graduate námi í nýsköpun og stefnumótun frá Oxfordháskóla. Núna er hún að klára MBA-nám sem tengir þetta allt saman.
„Það má segja að ég sé sérstakur áhugamaður um aðgengismál, en fáir gera sér grein fyrir því hversu mikil undirbúningsvinna fer í það hjá hreyfihömluðum einstaklingi að plana eitthvað svo einfalt eins og veitingahúsaferð með vini. Það þarf að panta bíl með góðum fyrirvara, skoða heimasíðu staðarins eða hringja til að athuga með aðgengi. Stundum þarf að senda vin á staðinn til að sannreyna að aðgengi sé í lagi og margt fleira,“segir Ósk, sem hefur stýrt eigin frumkvöðlafyrirtaeki, sem snýr að snjallforritinu Travable, í fimm ár. „Appið veitir fólki með hreyfihömlun áreiðanlegar upplýsingar um aðgengi að ýmsum byggingum og þjónustu sem gerir líf hreyfihamlaðra töluvert einfaldara og þaegilegra.“
Ný námskeið auka þekkingu og samstarf
„Sjálfsbjörg mun fara af stað með sérstök aðgengisnámskeið í janúar, þar sem aðilar úr aðildarfélögum Sjálfsbjargar og fleiri félögum fá þjálfun í að taka út aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Markmiðið er að efla þessa þekkingu um allt land og styrkja í leiðinni samvinnu við sveitarfélög, stofnanir og rekstraraðila sem geta leitað til okkar ef þau vilja baeta aðgengi, til að mynda þegar er verið að byggja nýjar byggingar eða breyta eldri byggingum. Einnig höfum við hafið samvinnu við ÖBÍ og Ferðamálastofu um aðgengismál á ferðamannastöðum um land allt.
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er misjafnt, sumir standa sig frábaerlega og eru með skýrar upplýsingar á heimasíðu. Ég vil til daemis hrósa sérstaklega aðgengi við Fjaðrárgljúfur, en þar gera plastmottur öllum kleift að komast á leiðarenda. Síldarminjasafnið á Siglufirði er annað gott daemi en þar er gott aðgengi að aðalbyggingu safnsins. Einnig eru margir utandyra ferðamannastaðir, gististaðir, veitingastaðir og kaffihús til fyrirmyndar. Það er ánaegjulegt að sjá að fleiri og fleiri byggingar eru byggðar með algilda hönnun og aðgengi í huga.
Einnig fer bílastaeðum fatlaðra fjölgandi og fólk er að verða meðvitaðra um að veita góða þjónustu fyrir alla og almennt vill fólk vel.
Á öðrum stöðum maetti gera betur. Stundum þarf að leggja betri stíga, eða bara setja upp einn lítinn ramp, skábraut eða lausar sliskjur. Það skiptir líka máli að starfsfólk komi fram við hreyfihamlað fólk eins og alla aðra viðskiptavini.
Öllum er frjálst að hafa samband við okkur hjá Sjálfsbjörgu og fá upplýsingar og leiðbeiningar um aeskilegt aðgengi og annað sem viðkemur þjónustu við hreyfihamlaða.“
Við viljum öll vel
Verkefnum Sjálfsbjargar lýkur líklega aldrei, því lengi má gott baeta. „Okkar markmið er að baeta líf hreyfihamlaðra í góðri og fallegri samvinnu við sem flesta. Sjálfsbjörg mun alltaf þurfa að vera til staðar fyrir fólk með hreyfihömlun og við munum halda áfram að beita okkur í ýmsum málefnum er varða réttindi, að baeta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að skólum, vinnustöðum og ýmissi þjónustu. Að aðgengilegt húsnaeði sé í boði fyrir þau, bílastyrkir fyrir þau sem þurfa staerri bíla með lyftum, að þau geti farið í framhaldsnám, geti búið í sjálfstaeðri búsetu og að aðstaeður séu þannig að fólk geti tekið þátt í daglegu lífi og gert þá hluti sem skipta það máli. Samfélagið á að vera fyrir alla þegna þess.“