Svanni kom fyrirtaekinu til hjálpar
Fida Abu Libdeh, framkvaemdastjóri geoSilica, leitaði til Atvinnumála kvenna og Svanna lánatryggingasjóðs þegar fjármagn var af skornum skammti. Fida Abu er annar stofnenda geoSilica.
Fyrirtaekið geoSilica Iceland ehf. var stofnað árið 2012 af Fidu Abu Libdeh og Burkna Pálssyni og hefur það að markmiði að framleiða hágaeða kísilríkar heilsuvörur, úr jarðhitavatni jarðvarmavirkjana á Íslandi.
Í lok árs 2014 kom á markað fyrsta varan frá geoSilica, hágaeða 100% náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi, tilbúið til inntöku.
„Við framleiðum hágaeða steinefni úr náttúrulegu jarðhitavatni frá Hellisheiðarvirkjun. Aðalhráefnið okkar er kísill en svo baetum við öðrum steinefnum við til að ná fram mismunandi áhrifum,“segir Fida, framkvaemdastjóri geoSilica. „Nú framleiðum við fimm vörutegundir: fyrir hár og neglur, vöðva og taugar, liði og bein, hug og orku, og svo hreina kísilinn sem er okkar aðalvörutegund.“
Hún segir fyrirtaekið vera með litla yfirbyggingu. „Við sjáum um framleiðsluna á hráefninu en ráðum verktaka í annað, eins og að pakka vörunum, dreifa og svo framvegis. Okkar sérþekking felst í þessari framleiðsluaðferð sem við fundum upp og höfum einkaleyfi á, að ná steinefnum úr jarðhitavatni án þess að nota til þess önnur efni. Við erum þau einu í heiminum sem framleiðum kísil úr jarðhitavatni, annar kísill er framleiddur með aukaefnum og á tilraunastofum. Það er engin samkeppni.“geoSilica er með staerri faeðubótarframleiðendum á Íslandi og hefur einnig haslað sér völl erlendis, til daemis í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.
Hugmyndina fékk Fida út frá lokaverkefni sínu í orku- og umhverfistaeknifraeði við Háskóla Íslands þar sem hún kannaði nýtingarmöguleika á þeim steinefnum sem falla til við framleiðslu á rafmagni. Eftir að náminu lauk stofnaði hún geoSilica ásamt Burkna Pálssyni og fór þá í MBAnám til að laera hvernig á að stofna og reka fyrirtaeki. Hún viðurkennir að róðurinn hafi verið þungur í fyrstu. „Það er erfitt að fjármagna sprotafyrirtaeki og sannfaera fjárfesta. Við vorum nýútskrifuð, með góða hugmynd, en lentum oft á vegg, þurftum að kaupa taekjabúnað og það var enginn til í að lána okkur nema Svanni, sem var forsenda þess að við gátum haldið áfram,“segir Fida og baetir við: „Við fengum styrki til að þróa hugmyndir en máttum ekki nota þá til að þróa taekjabúnaðinn sem var nauðsynlegur fyrir framleiðsluna. Við áttum ekki neitt, rákum fyrirtaekið í leiguhúsnaeði og bankinn var ekki til í að lána okkur án ábyrgðar. Lánatryggingasjóðurinn Svanni bjargaði okkur og verkefninu frá því að enda sem rannsókn ofan í skúffu, lánaði okkur án tryggingar svo við gátum keypt taekjabúnað og þróast haegt og rólega yfir í alvöru fyrirtaekið.“
Eins og önnur fyrirtaeki hefur geoSilica fundið fyrir áhrifum heimsfaraldursins. „Við vorum byrjuð að herja á erlenda markaði, gera samninga og finna dreifingaraðila sem er ekki haegt núna svo við erum að vinna í því að auka sýnileika okkar í gegnum netið,“segir Fida. „Við erum komin á Amazon í Þýskalandi og víðar og svo erum við að undirbúa ráðstefnur og sýningar sem við aetlum að taka þátt í þegar opnar aftur og við getum farið aftur í gang, staekkað og dafnað.“
Aðspurð um ráðleggingar handa öðrum frumkvöðlakonum segir Fida ekki annað í boði en að halda áfram að berjast. „Þótt þú fáir nei frá fjárfestum og styrktarsjóðum, þá er bara að styrkjast við hvert nei. Og muna að við erum svo heppnar að hafa sjóði eins og Atvinnumál kvenna og Svanna sem eru sérhannaðir fyrir konur. Það er staðreynd að verkefnin okkar þykja ekki eins áhugaverð og verkefni strákanna og við fáum ekki eins mikið fjármagn og þess vegna er svo gott að geta sótt í þennan aukastuðning og um að gera að nýta það, ekki gefast upp.“