Fréttablaðið - Serblod

Svanni kom fyr­ir­ta­ek­inu til hjálp­ar

Fida Abu Li­bdeh, fram­kvaemda­stjóri geoSilica, leit­aði til At­vinnu­mála kvenna og Svanna lána­trygg­inga­sjóðs þeg­ar fjár­magn var af skorn­um skammti. Fida Abu er ann­ar stofn­enda geoSilica.

-

Fyr­ir­ta­ek­ið geoSilica Ice­land ehf. var stofn­að ár­ið 2012 af Fidu Abu Li­bdeh og Burkna Páls­syni og hef­ur það að mark­miði að fram­leiða há­ga­eða kís­il­rík­ar heilsu­vör­ur, úr jarð­hita­vatni jarð­varma­virkj­ana á Íslandi.

Í lok árs 2014 kom á mark­að fyrsta var­an frá geoSilica, há­ga­eða 100% nátt­úru­legt ís­lenskt kís­il­steinefni í vökv­a­formi, til­bú­ið til inn­töku.

„Við fram­leið­um há­ga­eða steinefni úr nátt­úru­legu jarð­hita­vatni frá Hell­is­heið­ar­virkj­un. Að­al­hrá­efn­ið okk­ar er kís­ill en svo baet­um við öðr­um steinefn­um við til að ná fram mis­mun­andi áhrif­um,“seg­ir Fida, fram­kvaemda­stjóri geoSilica. „Nú fram­leið­um við fimm vöru­teg­und­ir: fyr­ir hár og negl­ur, vöðva og taug­ar, liði og bein, hug og orku, og svo hreina kís­il­inn sem er okk­ar að­al­vöru­teg­und.“

Hún seg­ir fyr­ir­ta­ek­ið vera með litla yf­ir­bygg­ingu. „Við sjá­um um fram­leiðsl­una á hrá­efn­inu en ráð­um verk­taka í ann­að, eins og að pakka vör­un­um, dreifa og svo fram­veg­is. Okk­ar sér­þekk­ing felst í þess­ari fram­leiðslu­að­ferð sem við fund­um upp og höf­um einka­leyfi á, að ná steinefn­um úr jarð­hita­vatni án þess að nota til þess önn­ur efni. Við er­um þau einu í heim­in­um sem fram­leið­um kís­il úr jarð­hita­vatni, ann­ar kís­ill er fram­leidd­ur með auka­efn­um og á til­rauna­stof­um. Það er eng­in sam­keppni.“geoSilica er með staerri faeðu­bótar­fram­leið­end­um á Íslandi og hef­ur einnig hasl­að sér völl er­lend­is, til daem­is í Þýskalandi, Bretlandi og Banda­ríkj­un­um.

Hug­mynd­ina fékk Fida út frá loka­verk­efni sínu í orku- og um­hverf­ista­ekni­fra­eði við Há­skóla Ís­lands þar sem hún kann­aði nýt­ing­ar­mögu­leika á þeim steinefn­um sem falla til við fram­leiðslu á raf­magni. Eft­ir að nám­inu lauk stofn­aði hún geoSilica ásamt Burkna Páls­syni og fór þá í MBA­nám til að laera hvernig á að stofna og reka fyr­ir­ta­eki. Hún við­ur­kenn­ir að róður­inn hafi ver­ið þung­ur í fyrstu. „Það er erfitt að fjár­magna sprota­fyr­ir­ta­eki og sann­fa­era fjár­festa. Við vor­um ný­út­skrif­uð, með góða hug­mynd, en lent­um oft á vegg, þurft­um að kaupa taekj­a­bún­að og það var eng­inn til í að lána okk­ur nema Svanni, sem var for­senda þess að við gát­um hald­ið áfram,“seg­ir Fida og baet­ir við: „Við feng­um styrki til að þróa hug­mynd­ir en mátt­um ekki nota þá til að þróa taekj­a­bún­að­inn sem var nauð­syn­leg­ur fyr­ir fram­leiðsl­una. Við átt­um ekki neitt, rák­um fyr­ir­ta­ek­ið í leigu­húsna­eði og bank­inn var ekki til í að lána okk­ur án ábyrgð­ar. Lána­trygg­inga­sjóð­ur­inn Svanni bjarg­aði okk­ur og verk­efn­inu frá því að enda sem rann­sókn of­an í skúffu, lán­aði okk­ur án trygg­ing­ar svo við gát­um keypt taekj­a­bún­að og þró­ast haegt og ró­lega yf­ir í al­vöru fyr­ir­ta­ek­ið.“

Eins og önn­ur fyr­ir­ta­eki hef­ur geoSilica fund­ið fyr­ir áhrif­um heims­far­ald­urs­ins. „Við vor­um byrj­uð að herja á er­lenda mark­aði, gera samn­inga og finna dreif­ing­ar­að­ila sem er ekki haegt núna svo við er­um að vinna í því að auka sýni­leika okk­ar í gegn­um net­ið,“seg­ir Fida. „Við er­um kom­in á Amazon í Þýskalandi og víð­ar og svo er­um við að und­ir­búa ráð­stefn­ur og sýn­ing­ar sem við aetl­um að taka þátt í þeg­ar opn­ar aft­ur og við get­um far­ið aft­ur í gang, staekk­að og dafn­að.“

Að­spurð um ráð­legg­ing­ar handa öðr­um frum­kvöðl­a­kon­um seg­ir Fida ekki ann­að í boði en að halda áfram að berj­ast. „Þótt þú fá­ir nei frá fjár­fest­um og styrkt­ar­sjóð­um, þá er bara að styrkj­ast við hvert nei. Og muna að við er­um svo heppn­ar að hafa sjóði eins og At­vinnu­mál kvenna og Svanna sem eru sér­hann­að­ir fyr­ir kon­ur. Það er stað­reynd að verk­efn­in okk­ar þykja ekki eins áhuga­verð og verk­efni strákanna og við fá­um ekki eins mik­ið fjár­magn og þess vegna er svo gott að geta sótt í þenn­an aukastuðn­ing og um að gera að nýta það, ekki gef­ast upp.“

 ?? MYND/AÐSEND ?? Frida Abu fyr­ir fram­an vinnslu­stöð­ina geoSilica Ice­land ehf.
MYND/AÐSEND Frida Abu fyr­ir fram­an vinnslu­stöð­ina geoSilica Ice­land ehf.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland