Mikilvaegt að hvetja allar konur til að efla atvinnulífið
Ásdís Guðmundsdóttir er verkefnastjóri hjá Vinnumálastofnun og hefur hún umsjón með Atvinnumálum kvenna, veitir ráðgjöf og sinnir eftirfylgni við styrkþega. Fjölmargar konur og fyrirtaeki hafa notið aðstoðar síðustu ár.
láninu, heldur er það sjóðurinn sem tekur áhaettuna. Hvað varðar upphaeðir, þá er haegt að saekja um 10 m.kr. lán að hámarki. Haegt er að saekja um lán fyrir verkefnum sem byggjast að einhverju leyti á nýsköpun og þarf verkefnið að leiða til atvinnusköpunar og verðmaetaaukningar. Stjórn sjóðsins og bankinn leggur mat á viðskiptaáaetlun fyrirtaekisins eða þann afmarkaða þátt sem sótt er um fyrir. Ekki er veitt lán fyrir launakostnaði eigenda sjálfra og ekki er að jafnaði veitt lán fyrir reglubundnum rekstrarkostnaði. Til greina kemur að veita lán vegna taekjakaupa en þá er tekið veð í þeim taekjum.“
Hvers vegna sjóðir sérstaklega fyrir konur?
„Rannsóknir sýna að konur eiga oft erfitt uppdráttar við að nálgast fjármagn úr hefðbundnum sjóðum þó að þetta sé óðum að breytast. Einnig má benda á að 35% fyrirtaekja á landinu eru í eigu kvenna og það er því mikilvaegt að hvetja konur til þess að stofna fyrirtaeki, skapa störf og efla atvinnulífið. Þessi kynbundnu stuðningsverkefni stuðla að því. Við vísum einnig í jafnréttislög þar sem stendur að ef hallar á annað kynið þá má grípa til sértaekra aðgerða til að jafna þann mun.
Með fjölgun fyrirtaekja í eigu kvenna er verið að leggja á vogarskálarnar hvað varðar atvinnuuppbyggingu og ekki veitir af í þessu atvinnuástandi. Við þurfum einnig fjölbreytta atvinnustarfsemi þannig að eggin fari ekki öll í sömu körfuna.“
Hvaða máli skiptir starfsemi opinberra sjóða?
„Ég tel almennt að það sé hlutverk opinberra aðila að styðja við og stuðla að atvinnusköpun með einhverjum haetti. Þegar upp er staðið þá munu þessi fyrirtaeki og verkefni skila til baka því fjármagni sem veitt var í formi skatta og sköpun starfa með þeim margfeldisáhrifum sem því fylgir. Fjárfesting í stuðningi mun skila sér til baka til samfélagsins.
Sjóðir sem þessir eru hluti af þessum stuðningi. Ég tel reyndar einnig mikilvaegt að hið opinbera sinni að einhverju leyti ráðgjöf til þeirra frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref. Í samtölum okkar við frumkvöðla þá kemur fram að þessi þjónusta er mjög mikilvaeg, en á fyrstu stigum hugmyndar hafa þeir oftast ekki úr miklu fjármagni að spila. Það getur skipt sköpum að hafa aðgang að ráðgjöf sem er endurgjaldslaus þegar fyrstu skrefin eru stigin.“
Hver er framtíðarþróunin?
„Það eru miklar breytingar fram undan í heiminum, áskoranir sem jafnframt fela í sér taekifaeri. Ég vil nefna Covid-19, sem hefur og mun breyta samskiptum okkar til framtíðar og áhersla á umhverfismál fyrirtaekja sem er gríðarleg áskorun. Í þriðja lagi sjáum nú þegar mikla þróun í ýmiss konar þjónustu og lausnum sem tengjast hinni svokölluðu fjórðu iðnbyltingu.
Að lokum langar mig að hvetja allar konur, sem hafa hugmynd í pokahorninu, að skoða möguleikana á lánum og styrkjum.“
Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni atvinnumalkvenna.is og þar er einnig að finna rafraenar umsóknir. Umsóknarfrestur um lán er til og með 15. febrúar. Umsóknarfrestur um styrki er frá 25. janúar til og með 1. mars. atvinnumalkvenna.is