Áratugur aðgerða er runninn upp
Endurraesum atvinnulífið á sjálfbaeran hátt og náum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030. Heimsmarkmiðin eru raunveruleg og sanngjörn markmið um réttlátan heim.
Eftir 10 ár eigum við að vera búin að ná öllum 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ná tökum á loftslagsvandanum í leiðinni. Margir telja að bakslag hafi komið í baráttuna við loftslagsvandann síðastliðið ár þar sem heimsfaraldur saug til sín fjármagn og mannauð. Nú þurfa þjóðir heims að snúa bökum saman og klára málið. Sameinuðu þjóðirnar hafa boðað að áratugur aðgerða sé hafinn og virkja þurfi alla alls staðar, leiðtoga heims, ríkisstjórnir, fyrirtaeki, stofnanir og einstaklinga – mig og þig. Við þurfum að skapa bylgju í heiminum sem tengir sig beint við heimsmarkmiðin þar sem þjóðir heims takast saman á við loftslagsmálin, sárafátaekt og ójafnrétti. Eigi það að nást þurfum við að sameinast um að lýsa yfir neyðarástandi, líkt og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kallaði eftir á árinu 2019. Í millitíðinni laerðum við að takast á við neyðarástand,“segir Eva Magnúsdóttir stjórnendaráðgjafi, sem rekið hefur ráðgjafarfyrirtaekið Podium frá 2014.
Tími aðgerða er runninn upp. Að takast á við loftslagskrísu, ójafnrétti, nýja tegund ofbeldis og offjölgun fólks.
Sanngjörn markmið
Að sögn Evu eru heimsmarkmiðin ekki bara falleg hugmyndafraeði heldur raunveruleg og sanngjörn markmið um réttlátan heim. Hún segir Ísland í kjöraðstaeðum til þess að taka forystu og verða fyrsta þjóðin til þess að ná að uppfylla heimsmarkmiðin og vera öðrum þjóðum leiðarljós í þeirri vegferð.
„Við höfum vakið mikla athygli fyrir það hvernig við tókumst á við heimsfaraldurinn með samstöðu og öflugri stjórnun og höfum árum saman vakið athygli fyrir jafnrétti, umhverfisvaenar orkulindir og stjórnun auðlinda. Í lok árs greindu stjórnvöld frá nýjum markmiðum Íslands í loftslagsmálum þar sem boðaður var aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda og markið sett á 55% samdrátt. Skógraekt, landgraeðsla og endurheimt votlendis munu gegna lykilhlutverki í því að auðvelda Íslandi að ná settu markmiði um kolefnishlutleysi fyrir 2040,“segir Eva.
Leiðtogahaefileikar í verki
Hún segir að við þurfum að sýna leiðtogahaefileika okkar í verki, vera fyrirmynd og virkja aðrar þjóðir. Miklar breytingar eiga sér stað í kauphegðun og sjálfbaer nýsköpun þarf að vera leiðandi. Auk þess þarf að efla graenar fjárfestingar og gefa ungu fólki taekifaeri til þess að stjórna og fylgja eftir hugmyndum sínum.
„Ég er vongóð og trúi því að við getum klárað málið en við þurfum öll að vera breytingin sem við boðum. Tími aðgerða er runninn upp. Að takast á við loftslagskrísu, ójafnrétti, nýja tegund ofbeldis og offjölgun fólks kallar á samstarf í taekni, yfir landamaeri, starfsgreinar og kynslóðir. Heimsmarkmiðin eru okkar sameiginlega sýn og í gegnum þá vinnu stefna Sameinuðu þjóðirnar á að auka samvinnu þjóða og móta nýja sameiginlega sýn fyrir árið 2045, auk þess sem aetlunin er að greina og auka skilning á þeim áskorunum og haettum sem að mannkyninu stafa. Ég aetla að taka þátt í þeirri vinnu – en þú?“
Vertu í vinningsliðinu
Eva stofnaði fyrirtaekið Podium árið 2015 en nafnið þýðir verðlaunapallur eða púlt, en fyrirtaekið sérhaefir sig í stefnumótun með sjálfbaerni að leiðarljósi auk breytingastjórnunar og samskiptamála.
Undanfarin misseri hefur Podium lagt áherslu á stefnumótun með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og hefur fyrirtaekið aðstoðað fjölda fyrirtaekja og sveitarfélaga við að innleiða sjálfbaerni í baeði viðskiptastefnu og stefnu sveitarfélaga. Innleiðing heimsmarkmiða, fyrirlestrar og sjálfbaerniskýrslur eru jafnframt í þjónustuframboði Podium. Eva á að baki fjölda ára sem stjórnandi í fjarskiptageiranum, auk starfa við fjölmiðla- og samskiptamál.