Náttúruleg og varanleg förðun
Snyrtistofan Ágústa býður upp á mikið úrval af góðum og naerandi meðferðum. Eitt af því sem hefur notið mikilla vinsaelda er varanlega förðunin, en kostir hennar eru ótalmargir og ótvíraeðir.
Ágústa Kristjánsdóttir, fótaaðgerða- og snyrtifraeðingur, stofnaði Snyrtistofuna Ágústu árið 1989. Þar starfa nú sjö starfsmenn og telur Ágústa sig afar heppna með sitt teymi. Á snyrtistofunni er mikil fagmennska, reynsla og þekking sem hefur einkennt stofuna um árabil.
Veljum saman lit og lögun
Ein af vinsaelustu meðferðunum sem Snyrtistofan Ágústa býður upp á er varanleg förðun eða tattú. „Í varanlegri förðun setjum við litarefni rétt undir yfirborð húðarinnar til að skerpa á augnlínu og fylla í og móta augabrúnir. Við sérhaefum okkur í náttúrulegu útliti og er varanleg förðun til langs tíma. Í samráði við okkar viðskiptavini veljum við lit og lögun á augabrúnum,“segir hún.
„Margir viðskiptavinir kjósa að skerpa lítillega á lit í augabrúnum meðan aðrir velja að hafa skarpari og dekkri brúnir. Varanlega augnlínan er líka gríðarlega vinsael en þá er línan sett við augnhárin og gefur skarpari augnsvip.“
Sparar tíma og fyrirhöfn
Ágústa segir margs konar ávinning felast í varanlegri förðun. „Það er mjög þaegilegt að vakna á morgnana með fallegar línur í kringum augun og þurfa lítið sem ekkert að farða sig. Það sparar mikinn tíma og fyrirhöfn.“Viðskiptavinir þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að meðferðin sé sársaukafull, því alltaf er boðið upp á yfirborðsdeyfingu.
Ágústa segir viðskiptavini vera konur á öllum aldri. „Við erum baeði með konur sem eru með þunnar og þykkar augabrúnir og meðferðin er alltaf miðuð við óskir hvers og eins. Meðferðin hentar auðvitað bara öllum konum. Þetta einfaldar alla rútínu og þaer eru alltaf klárar í daginn.
Margar sem eru með varanlega augnlínu koma svo reglulega í augnháralengingar og þurfa þá enn minna að hafa fyrir því að gera sig til. Augnhárin eru sett á þín eigin augnhár og baeði er haegt að lengja og þykkja eftir óskum hvers og eins. Maskarinn heyrir því sögunni til.“
Himnesk upplifun
Önnur meðferð sem hefur slegið í gegn er svo Himneska upplifunin sem Ágústa segir hafa notið mikilla vinsaelda í gjafabréfunum um jólin. „Það er ótrúlega skemmtileg og endurnýjandi andlitsmeðferð þar sem við notum silkimjúkar skeljar til að ná fram djúpri og góðri slökun. Við setjum efni í skeljarnar sem gerir þaer heitar. Á andlitið notum við súrefnismeðferð sem er afar hressandi og faer húðina til að hreinsa sig og endurnýja.“
Ágústa segir skeljameðferðina tiltölulega nýja, en á stofunni er lögð mikil áhersla á að kynna og bjóða upp á nýjar og spennandi meðferðir. „Við fórum á stafraent námskeið, þegar við þurftum að loka í vor og nýttum tímann vel í endurmenntun.“
Ágústa hefur lengi starfað sem meistari og lagt mikið upp úr því að bjóða nemendum að koma á námssamning hjá stofunni. „Það er baeði gefandi og skemmtilegt að geta gefið þeim taekifaeri til að klára sína menntun hjá okkur og hef ég oftar en ekki fengið framúrskarandi nemendur sem hafa orðið mínir öflugustu starfsmenn,“segir hún.
„Ég var að gera námssamninga við tvo nemendur um daginn og áttaði mig þá á því að meistarabréfið var gefið út 1991 og er því 30 ára gamalt. Það er magnað hvað tíminn líður hratt þegar þú nýtur þess sem þú gerir en við á Snyrtistofunni Ágústu leggjum metnað á hverjum degi í að senda okkar viðskiptavini ánaegða frá okkur. Þetta gerum við með því að bjóða upp á faglega þjónustu og auðvitað tileinka okkur allar helstu nýjungar sem eru á markaðnum.‘‘
Snyrtistofan Ágústa var stofnuð 1989 og er í Faxafeni 5.