Viltu komast á skrið við skrifin?
Stílvopnið er þekkt fyrir fjölbreytileg og áhugaverð ritlistarnámskeið. Eigandinn, Björg Árnadóttir, veitir einnig einstaklingum og fyrirtaekjum aðstoð og ráðgjöf við allt frá hugmynd til útgáfu.
Allt frá unglingsaldri sinnti Kristín hinum ýmsu helgar-, sumar- og jólastörfum innan fjölskyldufyrirtaekisins með skóla og árið 2003 tók hún við starfi gjaldkera og innheimtufulltrúa. Þá starfaði hún einnig við hlið föður síns sem eins konar laerlingur. „Á þessum tíma lágu nefnilega allar rauðglóandi línur inn til hans og hann fljótandi upp fyrir haus af verkefnum. Ég stundaði nám í viðskiptafraeði við Háskólann í Reykjavík frá 2006–2009 og eftir námið kom ég aftur til baka sem launafulltrúi og sinnti bókhaldsvinnu. Ári síðar tók ég að mér starf markaðsstjóra fyrirtaekisins, en þar lá einmitt áhugasvið mitt.
Árið 2017, þegar pabbi dó, steig ég til hliðar sem markaðsstjóri og setti mig inn í verkefni sem hann hafði sinnt er snúa að fasteignum og fjármálum. Ég tók þá við sem stjórnarformaður félagsins. Ásamt þeim verkefnum hef ég verið upptekin af vöruþróun á öllum sviðum fyrirtaekisins, umhverfismálum, samfélagslegri ábyrgð og öðrum verkefnum sem koma inn á borð framkvaemdastjórnar fyrirtaekisins. Þau geta verið mjög fjölbreytt.
Fyrirtaekið er enn í dag í eigu móður minnar, sem er aðaleigandi fyrirtaekisins, ásamt mér og systur minni. Einnig eiga Halldór, maðurinn minn, Guðmundur, framkvaemdastjóri fyrirtaekisins, og Stefán framleiðslustjóri hlut í fyrirtaekinu, en þeir hafa verið með okkur í hátt í 20 ár.“
Í upphafi var lítil sérverslun
Þegar foreldrar Kristínar stofnuðu Te & Kaffi 1984 var engin önnur sérverslun með kaffi eða te á landinu. „Pabbi var alltaf frekar stórhuga, mikill framkvaemdamaður og með mikinn drifkraft. Mamma þurfti stundum að toga hann niður á jörðina enda ögn rólegri í tíðinni. Samspil þeirra í vexti fyrirtaekisins var aðdáunarvert. Fólki fannst ótrúlega spennandi að koma til þeirra og kaupa nýristað og ilmandi kaffi og te í lausu á Barónsstígnum, þar sem þau voru fyrst til húsa. Fljótlega staekkuðu þau við sig og fluttu á Laugaveg 24 í bakhús þar sem þau opnuðu lítið kaffihús en héldu líka áfram með verslunina. Eftir þrettán ár í rekstri, eða árið 1997, staekkuðu þau við sig í annað sinn og faerðu sig út á Laugaveg 27, þar sem eitt kaffihúsa okkar er enn þann dag í dag. Framleiðsla á kaffi var strax farin að spila veigamesta þáttinn í starfseminni en mikill metnaður, ástríða og þekking hafði orðið til á þessum fáu árum þar sem mikið var lagt í að hafa gaeðin alltaf þau bestu sem völ var á.
Á þessum tíma var nánast hver einasti veitingastaður baejarins með kaffi frá Te & Kaffi, en pabbi var menntaður kokkur og þekkti því til margra veitingamanna. Það var hvorki mannskapur né taekjabúnaður til að framleiða og selja kaffi til matvöruverslana og því fékkst það einungis í Fjarðarkaupum, nágrönnum okkar í Hafnarfirði, og í versluninni hjá okkur. Ég man að á Laugavegi kepptist maður við að vigta upp kaffið fyrir viðskiptavini á milli þess sem hlaupið var niður og sótt meira kaffi til að fylla á kaffidunkana. Fólk var greinilega þyrst í gott kaffi.“
Tímarnir breytast og markaðurinn með og að sögn Kristínar fer nánast öll sala kaffis í dag fram í matvöruverslunum og gegnum samstarfsaðila fyrirtaekisins á fyrirtaekjamarkaði, Innnes, og í vefverslun. „Á kaffihúsunum okkar er aukinheldur að finna spennandi úrval ýmissa kaffitegunda frá mismunandi búgörðum um allan heim.“
Breytingar í menningunni
„Um aldamótin 2000 má segja að kaffihúsamenning á Íslandi hafi blómstrað. Við vorum farin að prófa okkur meira áfram í kaffigerðinni og lögun á espresso. Að flóa mjólk varð svo að hálfgerðri listgrein í kjölfarið. Haldin voru árleg kaffibarþjónamót þar sem starfsmenn kaffi- og veitingahúsa á Íslandi spreyttu sig í kaffigerð og mjólkurlist. Þessar keppnir ólu af sér metnaðarfulla kaffibarþjóna, og þar á meðal er eiginmaður minn, Halldór, sem í dag á hlut í og rekur fyrirtaekið með okkur.
Mamma og pabbi studdu við og hvöttu starfsfólkið sitt alla leið. Þau maettu á keppnir og innanhússmót kvöld eftir kvöld og vörðu miklum tíma í að leiðbeina og daema rennsli. Þá fylgdu þau keppendum kaffihússins utan á kaffibarþjónamót og voru alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Þau hafa alltaf verið svo hógvaer baeði tvö og mér finnst rétt að nefna hversu natin þau voru og hversu mikla ástríðu þau lögðu í þetta ferli.
Það má með sanni segja að þarna hafi grunnur verið lagður að þeirri góðu kaffihúsaflóru sem Íslendingar þekkja í dag, en þess má geta að fyrrverandi starfsfólk okkar hefur meðal annars opnað sín eigin kaffihús. Það er alveg frábaert að sjá að gaeði á kaffi og áhugi almennings hefur aukist mikið á undanförnum árum. Áður hrópaði fólk upp yfir sig yfir flauelsmjúkum cappuccino með mynstri í mjólkinni og í dag er þetta talinn hinn eðlilegasti hlutur. Hún leynir sér þó ekki gleðin þegar kúnninn tekur fyrsta sopann af nostursamlega brugguðu kaffi eða te. Það er gífurlega gefandi að sjá hvern viðskiptavininn á faetur öðrum ljóma yfir bollanum sínum, bragði og útliti.“
Uppáhaldskaffi Íslendinga
„Í kringum 20 ára afmaeli fyrirtaekisins, árið 2004, höfðu foreldrar mínir hugsað mikið um naestu skref í rekstrinum og hvernig maetti leyfa fleirum að kynnast fyrirtaekinu og vörum þess. Þau tóku þá ákvörðun að saekja harðar inn á hinn almenna markað, en til þess þurfti að gera ýmsar breytingar. Á því ári var vörumerki Te & Kaffi breytt í það útlit sem við þekkjum í dag. Allur taekjabúnaður í framleiðslu var uppfaerður með aukinni afkastagetu sem gerði okkur loksins kleift að framleiða fyrir matvörumarkaðinn. Á undanförnum 16 árum höfum við vaxið úr 0% markaðshlutdeild á matvörumarkaði upp í 27% að jafnaði síðastliðið ár. Í dag erum við því ekki einungis staersta kaffivörumerki á Íslandi, heldur einnig uppáhaldskaffi Íslendinga undanfarin þrjú ár samkvaemt könnunum.“
Þessar breytingar voru stórt framfaraskref og sú reynsla og þekking sem hafði myndast í fyrirtaekinu undanfarin 20 var nauðsynlegur undanfari stórra breytinga. Árin á eftir einkenndust af opnun fleiri kaffihúsa en upp
að haegt sé að stjórna ristuninni á sem nákvaemastan hátt. Því höfum við nú samið við Sorpu um kaup á metan og höfum unnið í því undanfarna mánuði að steypa upp byggingu undir herlegheitin fyrir utan framleiðsluna okkar í Hafnarfirði. Þar sem nánast öll bein losun á vegum okkar hefur verið vegna ristunar á kaffi við própangas getum við nú stolt sagt frá því að þessi útskipti minnka kolefnisspor okkar umtalsvert.“
Nýr vágestur
Starfsemin á tímum heimsfaraldurs hefur óhjákvaemilega breyst hjá fyrirtaekinu. „Frá ársbyrjun 2018 höfum við verið í miklum skipulagsbreytingum og einföldun á okkar rekstri sem hjálpaði okkur mikið í gegnum þetta erfiða ár. Við lokuðum kaffihúsunum okkar í nokkrar vikur í fyrstu bylgju COVID. Það var gríðarlega erfiður tími. Okkur fannst það rétt skref á þeim tíma á meðan allir voru að laera að umgangast þennan nýja vágest. Sem betur fer faerðust viðskipti yfir á matvörumarkaðinn þar sem varð gríðarleg aukning á sama tíma sem hjó aðeins á tapið. Við áttum fínt sumar á kaffihúsunum, fyrir utan kannski miðbaeinn, en það vantar mikið þegar ferðamennirnir eru ekki þar. Samkomutakmarkanir í haust hafa líka verið mjög erfiðar og við, eins og aðrir, höfum þurft að skipuleggja okkar staði eftir sóttvörnum hvers tíma. Það getur tekið á að laga sig stöðugt að breyttum reglum en við erum svo ótrúlega þakklát okkar starfsfólki fyrir hugarfar og aðlögunarhaefni, sem og viðskiptavinum okkar sem hafa stutt okkur og haldið áfram að koma þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu.
Við erum líka stolt að segja frá því að við stefnum á opnun nýs kaffihúss á Garðatorgi á vordögum, en okkur finnst það einstaklega skemmtilegt þar sem við fjölskyldan erum Garðbaeingar sjálf.“