Nauðsyn að slíta vinnu frá einkalífi
Ásdís Ósk Valsdóttir hefur frá upphafi verið eini eigandi fasteignasölunnar Húsaskjóls. Hún hefur ánaegju viðskiptavina að leiðarljósi, segir öll kyn jöfn og vinnur að nýju matarbloggi í frístundum.
Ég er í draumastarfinu,“segir Ásdís Ósk Valsdóttir, sem stofnaði fasteignasöluna Húsaskjól árið 2010 og er enn eini eigandi stofunnar. „Ég stofnaði Húsaskjól því ég vildi reka mitt eigið fyrirtaeki á mínum forsendum. Ég vildi geta prófað mig áfram í þjónustu og markaðsmálum og er óhraedd við að prófa nýja hluti.“
Ásdís hefur verið farsaell fasteignasali í átján ár.
„Ég fae aldrei leiða á starfinu. Ég er sífellt að kynnast nýju og skemmtilegu fólki, og í gegnum tíðina hef ég selt rúmlega þúsund eignir. Þá eru forréttindi að starfa á skemmtilegum vinnustað, með skemmtilegu samstarfsfólki og frábaerum viðskiptavinum.“
Leiðarljós Húsaskjóls er að bjóða viðskiptavinum alltaf upp á bestu þjónustuna.
„Ánaegja viðskiptavina okkar er lykilatriði. Við viljum því veita þeim sömu þjónustu og við myndum sjálf vilja fá. Markmið okkar er að vera fyrsta val þegar kemur að því að selja fasteign og að viðskiptavinum okkar líði vel með að maela með okkur við aðra.“
Leiðandi í taekninýjungum
Húsaskjól býður upp á fjóra mismunandi sölupakka og því geta allir fundið þjónustu og markaðssetningu við haefi.
„Með því að sinna faerri viðskiptavinum í einu getum við sinnt þeim betur,“segir Ásdís. „Við erum leiðandi í taekninýjungum og erum nú að sjálfvirknivaeða öll kerfi hjá okkur. Við þurftum að breyta ýmsum vinnubrögðum vegna Covid-19, þegar hefðbundin opin hús duttu út. Í fyrstu vorum við með netsýningar, sem hentuðu mörgum, en erum nú mikið með opin hús í hádeginu, þegar fólk á í raun auðveldara með að skreppa frá. Við létum líka skrifa kerfið „Mínar síður“á heimasíðuna okkar og þar geta kaupendur skráð sínar kaupóskir, eytt þeim og breytt, og seljendur leitað að fjölda kaupenda á skrá hjá okkur. Á heimasíðunni er einnig samskiptakerfi við seljendur sem geta fylgst með hverju skrefi sem við gerum og gegnsaei því orðið mun meira.“
Naestu skref hjá Húsaskjóli er að halda áfram að þróa „Mínar síður“og útvíkka kaupendaþjónustu þar sem margir vilja nýta sér þjónustu fasteignasala við kaup eigna. Verður hún kynnt betur á naestu vikum.
„Við stofnuðum jafnframt greiningadeild Húsaskjóls og sendum nú út greiningu á markaðnum með mánaðarlegu fréttabréfi okkar. Hana má einnig nálgast á samfélagsmiðlum okkar,“upplýsir Ásdís, sem hefur skýra framtíðarsýn hjá Húsaskjóli.
„Það er að gera ferlið allt gegnsaerra og sjálfvirkara en það er í dag. Rafraenar þinglýsingar koma vonandi á þessu ári og það mun gera ferlið baeði skilvirkara og fljótlegra.“
Stefna fyrirtaekisins í jafnréttismálum liggur líka fyrir.
„Við gerum öllum jafn hátt undir höfði og mér finnst gott að hafa blandaðan hóp, því öll kyn eru jafn mikilvaeg.“
Fjölbreytt og líflegt starf
Ásdís segir starf fasteignasala einstaklega fjölbreytt.
„Við seljum heimili fólks og þá þarf að skoða fasteign, saekja gögn sem henni tilheyra, panta stílista og ljósmyndara, taka myndband, undirbúa samfélagsmiðla, bóka skoðanir og opin hús. Einnig að sýna eignina og hitta kaupendur, setja upp tilboð, ráðleggja kaupendum og seljendum, og stundum koma upp gallamál sem þarf að taekla.“
Hún segir fyrstu árin sín í Húsaskjóli hafa kallað á langa og stranga vinnudaga.
„Þá var vinnudagurinn frá klukkan átta á morgnana til átta á kvöldin og um helgar. Það gengur engan veginn upp og ég gerði á því miklar breytingar. Nú er vinnuvikan þannig að ég vakna korter í fimm á morgnana og tek eina til tvaer aefingar, til daemis hlaup og Ultraform eða hjól og sund. Síðan vinn ég frá níu og ófrávíkjanleg regla að vinnudeginum ljúki klukkan sex,“segir Ásdís sem nú vinnur aldrei um helgar.
„Það er nauðsynlegt að slíta vinnu frá einkalífi. Ég hreyfi mig mikið í mínum tómstundum, finnst gaman að ferðast, spila og njóta þess að vera með krökkunum mínum og kaerasta. Ég les mikið og það er líka algjör snilld að fara út að hlaupa með góða hljóðbók í eyrunum. Undanfarna mánuði hef ég breytt um mataraeði og þróað uppskriftir með elsta syni mínum. Við erum að fara af stað með matarbloggið cleanlife.is. Það er enn í vinnslu en vel haegt að kíkja og fá forsmekkinn af því sem koma skal.“