Fréttablaðið - Serblod

Nauð­syn að slíta vinnu frá einka­lífi

Ás­dís Ósk Vals­dótt­ir hef­ur frá upp­hafi ver­ið eini eig­andi fast­eigna­söl­unn­ar Húsa­skjóls. Hún hef­ur ána­egju við­skipta­vina að leið­ar­ljósi, seg­ir öll kyn jöfn og vinn­ur að nýju mat­ar­bloggi í frí­stund­um.

-

Ég er í drauma­starf­inu,“seg­ir Ás­dís Ósk Vals­dótt­ir, sem stofn­aði fast­eigna­söl­una Húsa­skjól ár­ið 2010 og er enn eini eig­andi stof­unn­ar. „Ég stofn­aði Húsa­skjól því ég vildi reka mitt eig­ið fyr­ir­ta­eki á mín­um for­send­um. Ég vildi geta próf­að mig áfram í þjón­ustu og mark­aðs­mál­um og er óhra­edd við að prófa nýja hluti.“

Ás­dís hef­ur ver­ið far­sa­ell fast­eigna­sali í átján ár.

„Ég fae aldrei leiða á starf­inu. Ég er sí­fellt að kynn­ast nýju og skemmti­legu fólki, og í gegn­um tíð­ina hef ég selt rúm­lega þús­und eign­ir. Þá eru for­rétt­indi að starfa á skemmti­leg­um vinnu­stað, með skemmti­legu sam­starfs­fólki og frá­ba­er­um við­skipta­vin­um.“

Leið­ar­ljós Húsa­skjóls er að bjóða við­skipta­vin­um alltaf upp á bestu þjón­ust­una.

„Ána­egja við­skipta­vina okk­ar er lyk­il­at­riði. Við vilj­um því veita þeim sömu þjón­ustu og við mynd­um sjálf vilja fá. Markmið okk­ar er að vera fyrsta val þeg­ar kem­ur að því að selja fast­eign og að við­skipta­vin­um okk­ar líði vel með að maela með okk­ur við aðra.“

Leið­andi í taekninýj­ung­um

Húsa­skjól býð­ur upp á fjóra mis­mun­andi sölupakka og því geta all­ir fund­ið þjón­ustu og mark­aðs­setn­ingu við haefi.

„Með því að sinna faerri við­skipta­vin­um í einu get­um við sinnt þeim bet­ur,“seg­ir Ás­dís. „Við er­um leið­andi í taekninýj­ung­um og er­um nú að sjálf­virkni­vaeða öll kerfi hjá okk­ur. Við þurft­um að breyta ýms­um vinnu­brögð­um vegna Covid-19, þeg­ar hefð­bund­in op­in hús duttu út. Í fyrstu vor­um við með net­sýn­ing­ar, sem hent­uðu mörg­um, en er­um nú mik­ið með op­in hús í há­deg­inu, þeg­ar fólk á í raun auð­veld­ara með að skreppa frá. Við lét­um líka skrifa kerf­ið „Mín­ar síð­ur“á heima­síð­una okk­ar og þar geta kaup­end­ur skráð sín­ar kau­pósk­ir, eytt þeim og breytt, og selj­end­ur leit­að að fjölda kaup­enda á skrá hjá okk­ur. Á heima­síð­unni er einnig sam­skipta­kerfi við selj­end­ur sem geta fylgst með hverju skrefi sem við ger­um og gegnsa­ei því orð­ið mun meira.“

Naestu skref hjá Húsa­skjóli er að halda áfram að þróa „Mín­ar síð­ur“og út­víkka kaup­enda­þjón­ustu þar sem marg­ir vilja nýta sér þjón­ustu fast­eigna­sala við kaup eigna. Verð­ur hún kynnt bet­ur á naestu vik­um.

„Við stofn­uð­um jafn­framt grein­inga­deild Húsa­skjóls og send­um nú út grein­ingu á mark­aðn­um með mán­að­ar­legu frétta­bréfi okk­ar. Hana má einnig nálg­ast á sam­fé­lags­miðl­um okk­ar,“upp­lýs­ir Ás­dís, sem hef­ur skýra fram­tíð­ar­sýn hjá Húsa­skjóli.

„Það er að gera ferl­ið allt gegnsa­erra og sjálf­virk­ara en það er í dag. Rafra­en­ar þing­lýs­ing­ar koma von­andi á þessu ári og það mun gera ferl­ið baeði skil­virk­ara og fljót­legra.“

Stefna fyr­ir­ta­ek­is­ins í jafn­rétt­is­mál­um ligg­ur líka fyr­ir.

„Við ger­um öll­um jafn hátt und­ir höfði og mér finnst gott að hafa bland­að­an hóp, því öll kyn eru jafn mik­ilvaeg.“

Fjöl­breytt og líf­legt starf

Ás­dís seg­ir starf fast­eigna­sala ein­stak­lega fjöl­breytt.

„Við selj­um heim­ili fólks og þá þarf að skoða fast­eign, sa­ekja gögn sem henni til­heyra, panta stíl­ista og ljós­mynd­ara, taka mynd­band, und­ir­búa sam­fé­lags­miðla, bóka skoð­an­ir og op­in hús. Einnig að sýna eign­ina og hitta kaup­end­ur, setja upp til­boð, ráð­leggja kaup­end­um og selj­end­um, og stund­um koma upp galla­mál sem þarf að taekla.“

Hún seg­ir fyrstu ár­in sín í Húsa­skjóli hafa kall­að á langa og stranga vinnu­daga.

„Þá var vinnu­dag­ur­inn frá klukk­an átta á morgn­ana til átta á kvöld­in og um helg­ar. Það geng­ur eng­an veg­inn upp og ég gerði á því mikl­ar breyt­ing­ar. Nú er vinnu­vik­an þannig að ég vakna kort­er í fimm á morgn­ana og tek eina til tvaer aef­ing­ar, til daem­is hlaup og Ultra­form eða hjól og sund. Síð­an vinn ég frá níu og ófrá­víkj­an­leg regla að vinnu­deg­in­um ljúki klukk­an sex,“seg­ir Ás­dís sem nú vinn­ur aldrei um helg­ar.

„Það er nauð­syn­legt að slíta vinnu frá einka­lífi. Ég hreyfi mig mik­ið í mín­um tóm­stund­um, finnst gam­an að ferð­ast, spila og njóta þess að vera með krökk­un­um mín­um og kaer­asta. Ég les mik­ið og það er líka al­gjör snilld að fara út að hlaupa með góða hljóð­bók í eyr­un­um. Und­an­farna mán­uði hef ég breytt um mat­ara­eði og þró­að upp­skrift­ir með elsta syni mín­um. Við er­um að fara af stað með mat­ar­blogg­ið cle­an­life.is. Það er enn í vinnslu en vel haegt að kíkja og fá forsmekk­inn af því sem koma skal.“

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR ?? Ás­dís er í drauma­starf­inu sem eig­andi Húsa­skjóls.
FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR Ás­dís er í drauma­starf­inu sem eig­andi Húsa­skjóls.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland