Fréttablaðið - Serblod

Kon­ur eru kon­um best­ar

Hjá Fjárstoð starfar úr­vals fag­fólk sem kla­eð­skerasníð­ur þjón­ustu að við­skipta­vin­um á sviði bók­halds og starfs­manna­ráð­gjaf­ar. Kon­ur eru þar í meiri­hluta og hlúð er að starfs­fólk­inu í hví­vetna.

-

Fjárstoð er góð­ur vinnu­stað­ur. Við kapp­kost­um að hafa gam­an í vinn­unni og er­um stolt af fyr­ir­ta­ekj­a­menn­ing­unni okk­ar. Hún bygg­ir á gild­um fyr­ir­ta­ek­is­ins, sem eru þekk­ing, þjón­usta og þa­eg­indi, en til að geta veitt góða þjón­ustu þarf starfs­fólk­inu að líða vel. Því hlú­um við að fólk­inu okk­ar með góðu atla­eti í hví­vetna, góðri að­stöðu, hreyf­ingu, góðu faeði, sveigj­an­leg­um vinnu­tíma og samra­emi á milli vinnu og einka­lífs.“

Þetta seg­ir Elísa­bet Ein­ars­dótt­ir, ráð­gjafi í mannauðs­mál­um hjá Fjárstoð. Fyr­ir­ta­ek­ið var stofn­að ár­ið 2001 og verð­ur því tutt­ugu ára á ár­inu.

„Í upp­hafi voru starfs­menn ein­ung­is sex tals­ins en í dag starfar hjá Fjárstoð fimmtán manna sam­hent­ur hóp­ur starfs­fólks á öll­um aldri, með fjöl­breytta mennt­un og yf­ir­grips­mikla reynslu úr at­vinnu­líf­inu. Stjórn og mill­i­stjórn­end­ur eru að meiri­hluta kon­ur og er Soffía Frið­geirs­dótt­ir ald­urs­for­set­inn, 75 ára göm­ul. Hún er jafn­framt ann­ar eig­andi Fjárstoð­ar, frá­ba­er fyr­ir­mynd fyr­ir okk­ur kon­urn­ar og synd­ir enn heil­an kíló­metra á degi hverj­um,“seg­ir Elísa­bet.

Hagsta­eð heild­ar­þjón­usta

Sér­staða Fjárstoð­ar felst í staerð­inni sem og fjöl­breyti­leika þjón­ust­unn­ar sem fyr­ir­ta­ek­ið býð­ur upp á, en það er heild­sta­eð þjón­usta sem fel­ur í sér mik­ið hagra­eði fyr­ir við­skipta­vini.

„Meg­in­starf­sem­in er bók­halds­þjón­usta sem fel­ur með­al ann­ars í sér faerslu bók­halds, skil á virð­is­auka­skatti, launaum­sjón, reikn­inga­gerð og greiðslu­þjón­ustu. Einnig gerð skatt­fram­tala, end­ur­skoð­un og gerð árs­reikn­inga, ásamt ým­iss kon­ar grein­ingu og starfs­manna­ráð­gjöf, sem er nýj­asti þjón­ustu­þátt­ur­inn,“upp­lýs­ir Elísa­bet um marg­þa­etta þjón­ustu Fjárstoð­ar sem hent­ar fyr­ir­ta­ekj­um af öll­um staerð­um og gerð­um, allt frá ein­yrkj­um upp í stór fyr­ir­ta­eki sem stað­sett eru víðs veg­ar um land­ið og jafn­framt í út­lönd­um.

„Fjárstoð er per­sónu­legt fyr­ir­ta­eki sem tek­ur vel á móti við­skipta­vin­um sín­um og hing­að er gott að koma í kaffi. Við get­um kla­eð­skerasnið­ið þjón­ust­una að þörf­um við­skipta­vin­anna, hvort sem það er Jói smið­ur með nót­urn­ar sín­ar í rassvas­an­um eða stór og um­svifa­mik­il fyr­ir­ta­eki, og sama hvort það vant­ar alla þjón­ustu­þa­ett­ina eða bara einn.“

Und­ir­stað­an er mannauð­ur

Hjá Fjárstoð starfar úr­vals starfs­fólk með fjöl­breytt­an bak­grunn; rekstr­ar­hag­fra­eð­ing­ar, við­skiptafra­eð­ing­ar, við­ur­kennd­ir bók­ar­ar og al­menn­ir bók­ar­ar, sem og sér­fra­eð­ing­ar í upp­gjörs­mál­um og grein­ing­um.

„Við legg­um okk­ur fram við að veita úr­vals fag­þekk­ingu og per­sónu­lega þjón­ustu sem bygg­ir á ára­tuga reynslu og metn­aði okk­ar frá­ba­era starfs­fólks, enda hafa mörg fyr­ir­ta­eki hald­ið mik­illi tryggð við okk­ur til fjölda ára sem við er­um af­ar þakk­lát fyr­ir,“seg­ir Elísa­bet.

Fram und­an eru spenn­andi tím­ar hjá Fjárstoð.

„Við ákváð­um að auka enn á þjón­ustu­þa­ett­ina og höf­um nú baett við mannauðs­ráð­gjöf. Við bjóð­um fyr­ir­ta­ekj­um mannauðs­stjóra til leigu í lengri eða skemmri tíma. Þjón­ust­an mið­ast við þarf­ir við­skipta­vina hverju sinni og get­ur ver­ið allt frá ráðn­ing­um eða starfs­lok­um, gerð starfs­lýs­inga og samn­inga­gerð, mark­þjálf­un eða lausn ágrein­ings­mála,“út­skýr­ir Elísa­bet sem er laerð­ur mark­þjálfi og sáttamiðl­ari, og býr yf­ir mik­illi reynslu og þekk­ingu í starfs­manna­stjórn­un en hún starf­aði áð­ur í sex­tán ár sem fram­kvaemda­stjóri starfs­manna­mála hjá Öl­gerð­inni og síð­an hjá Ís­lands­hót­el­um.

„Okk­ur líð­ur mjög vel að geta boð­ið upp á þessa þjón­ustu. Hún maet­ir sér­stak­lega þörf­um minni fyr­ir­ta­ekja sem eru ekki með mannauðs- eða starfs­manna­stjóra í fastri vinnu en þurfa á því að halda tíma­bund­ið. Það er mik­ilvaegt fyr­ir öll fyr­ir­ta­eki að hlúa að mannauð sín­um. Hann er und­ir­staða fyr­ir­ta­ek­is­ins og ef starfs­fólk er ekki ána­egt eða líð­ur ekki vel í vinn­unni hef­ur það bein áhrif á fram­leiðn­ina, fjar­vist­ir aukast og af­köst­in minnka.“

Geng­ið í kring­um Ís­land

Sam­fé­lags­leg ábyrgð er í há­veg­um höfð hjá Fjárstoð.

„Við er­um með­vit­uð um sam­fé­lags­legt hlut­verk okk­ar og er­um stað­ráð­in í að leggja okk­ar af mörk­um,“seg­ir Elísa­bet. „Eitt af því sem vinnu­stað­ur­inn hef­ur ein­beitt sér að er heilsu­efl­andi að­gerð­ir fyr­ir starfs­fólk. Á döf­inni er með­al ann­ars fyr­ir­lest­ur um heilsu, vellíð­an og sjálfs­traust, og í gangi er skemmti­leg áskor­un með­al starfs­manna sem felst í því að ganga hring­inn í kring­um land­ið.“

Áslaug Han­sen, sviðs­stjóri launa­sviðs er ein þeirra sem ganga nú hring­veg­inn.

„Til þess not­um við app sem veit­ir okk­ur medal­íu þeg­ar áskor­un­inni er náð. Í fyr­ir­ta­ek­inu eru nokkr­ir íþrótta­álf­ar sem labba ein­ir og svo aðr­ir sem labba sam­an og rík­ir mik­ill keppn­is­andi á milli fólks­ins,“seg­ir Áslaug sem gekk fram hjá Stað­ar­skála áð­ur en vinnu­dag­ur hófst í morg­un.

„Við sjá­um á app­inu hvert við er­um kom­in á hring­veg­in­um, sem er ákaf­lega skemmti­legt og hvetj­andi. Fólk fer ým­ist gang­andi, hlaup­andi eða hjólandi, og fyr­ir­ta­ek­ið greið­ir góða upp­haeð til starfs­manna­fé­lags­ins fyr­ir hvern hring sem geng­inn er og stuðl­ar um leið að heilsu­efl­ingu starfs­fólks­ins,“seg­ir Áslaug.

Starfs­mönn­um er einnig boð­ið upp á fjar­vinnu sé þess kost­ur og sveigj­an­leg­an vinnu­tíma til að maeta bet­ur þörf­um um sam­þa­ett­ingu vinnu og einka­lífs.

„Við þurf­um einnig að vera með­vit­uð um að eiga inni­halds­ríkt líf fyr­ir ut­an vinn­una þar sem það skil­ar sér marg­falt til baka í auk­inni starfs­orku og betri líð­an. Því leggj­um við áherslu á og hvetj­um starfs­fólk­ið til að sinna áhuga­mál­um sín­um en vita­skuld koma álagspunkt­ar inn á milli og lengri vinnu­dag­ar í kring­um launa­greiðsl­ur, virð­is­auka­skýrsl­ur, árs­upp­gjör og fleira,“seg­ir Elísa­bet.

Stór hluti starf­sem­inn­ar er í dag rafraenn og papp­írs­notk­un hjá Fjárstoð er í lág­marki.

„Við flokk­um allt rusl, bjóð­um ekki upp á pappa­mál, og er­um nán­ast haett að prenta út papp­ír. Skipt­ir það tug­um kílóa hvað við höf­um spar­að af papp­ír á liðnu ári. Jafn­framt leggj­um við áherslu á og er­um vak­andi yf­ir hvernig við get­um ein­fald­að og fund­ið upp skil­virk­ari leið­ir til að stuðla að laekk­un kostn­að­ar, auk­ið þannig gaeð­in og sveigj­an­leika sem skil­ar sér í laegri kostn­aði fyr­ir við­skipta­vin­ina okk­ar,“seg­ir Elísa­bet.

Vel tek­ið á móti kon­um

Áslaug hef­ur starf­að hjá Fjárstoð síð­ast­lið­in ell­efu ár.

„Ég er í drauma­starf­inu. Ég vinn við það sem mér finnst gam­an, starf­ið er krefj­andi og fjöl­breytt, og ég kann vel við frjálsra­eð­ið og starfs­and­ann. Þetta er kvenna­ríki og að­eins tveir karl­menn sem vinna hjá Fjárstoð og vita­skuld dekr­um við kon­urn­ar við þá,“seg­ir Áslaug og hla­er.

Elísa­bet tek­ur und­ir orð Ás­laug­ar.

„Mér lík­ar vel við fjöl­breyti­leik­ann í Fjárstoð, hér eru alltaf nýj­ar áskor­an­ir og skap­andi verk­efni. Við­skipta­vin­irn­ir eru frá­ba­er­ir og ég er auð­vit­að sér­stak­lega spennt fyr­ir kom­andi tím­um og því að geta boð­ið upp á mannauðs­ráð­gjöf­ina.“

Áslaug vann á ár­um áð­ur á vinnu­stöð­um þar sem karl­ar voru í meiri­hluta og seg­ir ann­ars kon­ar stemn­ingu ríkja þar sem kon­ur eru í flest­um stöð­um.

„Allt er auð­vit­að gott og gam­an í bland en á með­al kvenna mynd­ast þó eins kon­ar fra­enkufíl­ing­ur. Í vinn­unni deil­um við gleði og sorg og sam­starf­ið geng­ur alltaf mjög vel. Ald­urs­hóp­ur­inn er breið­ur og sam­kennd­in mik­il. Tím­arn­ir hafa líka breyst mik­ið til batn­að­ar. Þeg­ar ég byrj­aði á vinnu­mark­aði sást kona varla í stjórn fyr­ir­ta­ekja en í dag kipp­ir mað­ur sér ekki upp við að kon­ur séu í stór­um stjórn­un­ar­störf­um. Það er virki­lega jákvaeð þró­un. Kon­um er í dag vel tek­ið sem stjórn­end­um og við er­um kom­in vel á veg þar,“seg­ir Áslaug.

Elísa­bet var lengi vel eina kon­an í fram­kvaemda­stjórn Öl­gerð­ar­inn­ar en sér nú í aukn­um maeli fram­göngu kvenna í fram­kvaemda­stjórn­um sem er góð og ána­egju­leg þró­un.

„Í FKA er líka unn­ið geysi­lega gott starf og fé­lag­ið á heið­ur skil­inn fyr­ir fram­göngu sína og hversu dug­legt það er að styðja við og minna á kon­ur, til daem­is í fjöl­miðla­verk­efn­inu. Þetta er frá­ba­er vinna og tengslanet­ið sem mað­ur hef­ur í gegn­um FKA sýn­ir og sann­ar að kon­ur eru kon­um best­ar.“

Kon­urn­ar í Fjárstoð. Frá vinstri: Sunna Pálma­dótt­ir, Tatiana Malai, Lára H. Grét­ars­dótt­ir, Ásta Lín Hilm­ars­dótt­ir, Soffía Frið­riks­dótt­ir, Guð­björg Vern­harðs­dótt­ir, Eirún Eð­valds­dótt­ir, Sigrid Roloff, Katrín G. Þórð­ar­dótt­ir, Ár­ný S. Sig­urð­ar­dótt­ir, Áslaug Han­sen og Elísa­bet Ein­ars­dótt­ir.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ SIGTRYGGUR ARI ?? Frá vinstri eru Áslaug Han­sen, sviðs­stjóri launa­sviðs hjá Fjárstoð, Soffía Frið­geirs­dótt­ir, eig­andi og stjórn­ar­kona, og Elísa­bet Ein­ars­dótt­ir, ráð­gjafi í mannauðs­mál­um.
FRÉTTABLAЭIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Frá vinstri eru Áslaug Han­sen, sviðs­stjóri launa­sviðs hjá Fjárstoð, Soffía Frið­geirs­dótt­ir, eig­andi og stjórn­ar­kona, og Elísa­bet Ein­ars­dótt­ir, ráð­gjafi í mannauðs­mál­um.
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland