Konur eru konum bestar
Hjá Fjárstoð starfar úrvals fagfólk sem klaeðskerasníður þjónustu að viðskiptavinum á sviði bókhalds og starfsmannaráðgjafar. Konur eru þar í meirihluta og hlúð er að starfsfólkinu í hvívetna.
Fjárstoð er góður vinnustaður. Við kappkostum að hafa gaman í vinnunni og erum stolt af fyrirtaekjamenningunni okkar. Hún byggir á gildum fyrirtaekisins, sem eru þekking, þjónusta og þaegindi, en til að geta veitt góða þjónustu þarf starfsfólkinu að líða vel. Því hlúum við að fólkinu okkar með góðu atlaeti í hvívetna, góðri aðstöðu, hreyfingu, góðu faeði, sveigjanlegum vinnutíma og samraemi á milli vinnu og einkalífs.“
Þetta segir Elísabet Einarsdóttir, ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Fjárstoð. Fyrirtaekið var stofnað árið 2001 og verður því tuttugu ára á árinu.
„Í upphafi voru starfsmenn einungis sex talsins en í dag starfar hjá Fjárstoð fimmtán manna samhentur hópur starfsfólks á öllum aldri, með fjölbreytta menntun og yfirgripsmikla reynslu úr atvinnulífinu. Stjórn og millistjórnendur eru að meirihluta konur og er Soffía Friðgeirsdóttir aldursforsetinn, 75 ára gömul. Hún er jafnframt annar eigandi Fjárstoðar, frábaer fyrirmynd fyrir okkur konurnar og syndir enn heilan kílómetra á degi hverjum,“segir Elísabet.
Hagstaeð heildarþjónusta
Sérstaða Fjárstoðar felst í staerðinni sem og fjölbreytileika þjónustunnar sem fyrirtaekið býður upp á, en það er heildstaeð þjónusta sem felur í sér mikið hagraeði fyrir viðskiptavini.
„Meginstarfsemin er bókhaldsþjónusta sem felur meðal annars í sér faerslu bókhalds, skil á virðisaukaskatti, launaumsjón, reikningagerð og greiðsluþjónustu. Einnig gerð skattframtala, endurskoðun og gerð ársreikninga, ásamt ýmiss konar greiningu og starfsmannaráðgjöf, sem er nýjasti þjónustuþátturinn,“upplýsir Elísabet um margþaetta þjónustu Fjárstoðar sem hentar fyrirtaekjum af öllum staerðum og gerðum, allt frá einyrkjum upp í stór fyrirtaeki sem staðsett eru víðs vegar um landið og jafnframt í útlöndum.
„Fjárstoð er persónulegt fyrirtaeki sem tekur vel á móti viðskiptavinum sínum og hingað er gott að koma í kaffi. Við getum klaeðskerasniðið þjónustuna að þörfum viðskiptavinanna, hvort sem það er Jói smiður með nóturnar sínar í rassvasanum eða stór og umsvifamikil fyrirtaeki, og sama hvort það vantar alla þjónustuþaettina eða bara einn.“
Undirstaðan er mannauður
Hjá Fjárstoð starfar úrvals starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn; rekstrarhagfraeðingar, viðskiptafraeðingar, viðurkenndir bókarar og almennir bókarar, sem og sérfraeðingar í uppgjörsmálum og greiningum.
„Við leggum okkur fram við að veita úrvals fagþekkingu og persónulega þjónustu sem byggir á áratuga reynslu og metnaði okkar frábaera starfsfólks, enda hafa mörg fyrirtaeki haldið mikilli tryggð við okkur til fjölda ára sem við erum afar þakklát fyrir,“segir Elísabet.
Fram undan eru spennandi tímar hjá Fjárstoð.
„Við ákváðum að auka enn á þjónustuþaettina og höfum nú baett við mannauðsráðgjöf. Við bjóðum fyrirtaekjum mannauðsstjóra til leigu í lengri eða skemmri tíma. Þjónustan miðast við þarfir viðskiptavina hverju sinni og getur verið allt frá ráðningum eða starfslokum, gerð starfslýsinga og samningagerð, markþjálfun eða lausn ágreiningsmála,“útskýrir Elísabet sem er laerður markþjálfi og sáttamiðlari, og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu í starfsmannastjórnun en hún starfaði áður í sextán ár sem framkvaemdastjóri starfsmannamála hjá Ölgerðinni og síðan hjá Íslandshótelum.
„Okkur líður mjög vel að geta boðið upp á þessa þjónustu. Hún maetir sérstaklega þörfum minni fyrirtaekja sem eru ekki með mannauðs- eða starfsmannastjóra í fastri vinnu en þurfa á því að halda tímabundið. Það er mikilvaegt fyrir öll fyrirtaeki að hlúa að mannauð sínum. Hann er undirstaða fyrirtaekisins og ef starfsfólk er ekki ánaegt eða líður ekki vel í vinnunni hefur það bein áhrif á framleiðnina, fjarvistir aukast og afköstin minnka.“
Gengið í kringum Ísland
Samfélagsleg ábyrgð er í hávegum höfð hjá Fjárstoð.
„Við erum meðvituð um samfélagslegt hlutverk okkar og erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum,“segir Elísabet. „Eitt af því sem vinnustaðurinn hefur einbeitt sér að er heilsueflandi aðgerðir fyrir starfsfólk. Á döfinni er meðal annars fyrirlestur um heilsu, vellíðan og sjálfstraust, og í gangi er skemmtileg áskorun meðal starfsmanna sem felst í því að ganga hringinn í kringum landið.“
Áslaug Hansen, sviðsstjóri launasviðs er ein þeirra sem ganga nú hringveginn.
„Til þess notum við app sem veitir okkur medalíu þegar áskoruninni er náð. Í fyrirtaekinu eru nokkrir íþróttaálfar sem labba einir og svo aðrir sem labba saman og ríkir mikill keppnisandi á milli fólksins,“segir Áslaug sem gekk fram hjá Staðarskála áður en vinnudagur hófst í morgun.
„Við sjáum á appinu hvert við erum komin á hringveginum, sem er ákaflega skemmtilegt og hvetjandi. Fólk fer ýmist gangandi, hlaupandi eða hjólandi, og fyrirtaekið greiðir góða upphaeð til starfsmannafélagsins fyrir hvern hring sem genginn er og stuðlar um leið að heilsueflingu starfsfólksins,“segir Áslaug.
Starfsmönnum er einnig boðið upp á fjarvinnu sé þess kostur og sveigjanlegan vinnutíma til að maeta betur þörfum um samþaettingu vinnu og einkalífs.
„Við þurfum einnig að vera meðvituð um að eiga innihaldsríkt líf fyrir utan vinnuna þar sem það skilar sér margfalt til baka í aukinni starfsorku og betri líðan. Því leggjum við áherslu á og hvetjum starfsfólkið til að sinna áhugamálum sínum en vitaskuld koma álagspunktar inn á milli og lengri vinnudagar í kringum launagreiðslur, virðisaukaskýrslur, ársuppgjör og fleira,“segir Elísabet.
Stór hluti starfseminnar er í dag rafraenn og pappírsnotkun hjá Fjárstoð er í lágmarki.
„Við flokkum allt rusl, bjóðum ekki upp á pappamál, og erum nánast haett að prenta út pappír. Skiptir það tugum kílóa hvað við höfum sparað af pappír á liðnu ári. Jafnframt leggjum við áherslu á og erum vakandi yfir hvernig við getum einfaldað og fundið upp skilvirkari leiðir til að stuðla að laekkun kostnaðar, aukið þannig gaeðin og sveigjanleika sem skilar sér í laegri kostnaði fyrir viðskiptavinina okkar,“segir Elísabet.
Vel tekið á móti konum
Áslaug hefur starfað hjá Fjárstoð síðastliðin ellefu ár.
„Ég er í draumastarfinu. Ég vinn við það sem mér finnst gaman, starfið er krefjandi og fjölbreytt, og ég kann vel við frjálsraeðið og starfsandann. Þetta er kvennaríki og aðeins tveir karlmenn sem vinna hjá Fjárstoð og vitaskuld dekrum við konurnar við þá,“segir Áslaug og hlaer.
Elísabet tekur undir orð Áslaugar.
„Mér líkar vel við fjölbreytileikann í Fjárstoð, hér eru alltaf nýjar áskoranir og skapandi verkefni. Viðskiptavinirnir eru frábaerir og ég er auðvitað sérstaklega spennt fyrir komandi tímum og því að geta boðið upp á mannauðsráðgjöfina.“
Áslaug vann á árum áður á vinnustöðum þar sem karlar voru í meirihluta og segir annars konar stemningu ríkja þar sem konur eru í flestum stöðum.
„Allt er auðvitað gott og gaman í bland en á meðal kvenna myndast þó eins konar fraenkufílingur. Í vinnunni deilum við gleði og sorg og samstarfið gengur alltaf mjög vel. Aldurshópurinn er breiður og samkenndin mikil. Tímarnir hafa líka breyst mikið til batnaðar. Þegar ég byrjaði á vinnumarkaði sást kona varla í stjórn fyrirtaekja en í dag kippir maður sér ekki upp við að konur séu í stórum stjórnunarstörfum. Það er virkilega jákvaeð þróun. Konum er í dag vel tekið sem stjórnendum og við erum komin vel á veg þar,“segir Áslaug.
Elísabet var lengi vel eina konan í framkvaemdastjórn Ölgerðarinnar en sér nú í auknum maeli framgöngu kvenna í framkvaemdastjórnum sem er góð og ánaegjuleg þróun.
„Í FKA er líka unnið geysilega gott starf og félagið á heiður skilinn fyrir framgöngu sína og hversu duglegt það er að styðja við og minna á konur, til daemis í fjölmiðlaverkefninu. Þetta er frábaer vinna og tengslanetið sem maður hefur í gegnum FKA sýnir og sannar að konur eru konum bestar.“
Konurnar í Fjárstoð. Frá vinstri: Sunna Pálmadóttir, Tatiana Malai, Lára H. Grétarsdóttir, Ásta Lín Hilmarsdóttir, Soffía Friðriksdóttir, Guðbjörg Vernharðsdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir, Sigrid Roloff, Katrín G. Þórðardóttir, Árný S. Sigurðardóttir, Áslaug Hansen og Elísabet Einarsdóttir.