Fréttablaðið - Serblod

Heim­ili með kaer­leika og ást

Hjón­in Anna Marta Ás­geirs­dótt­ir og Ingólf­ur Örn Guð­munds­son eru bú­in að koma sér upp fal­legu heim­ili með börn­um sín­um í Garða­ba­en­um. Hús­ið teikn­aði Gunn­ar Hans­son 1967.

-

Anna Marta tók vel á móti okk­ur á fal­leg­um vetr­ar­degi, en hún er ótrú­lega kraft­mik­il kona sem gam­an er að kynn­ast. Þeg­ar Anna Marta er spurð hvernig hún myndi lýsa heim­il­inu, svar­ar hún: „Bjart og fal­legt, kaer­leiks­ríkt og ást­ríkt. Það er blanda af mörg­um ólík­um hlut­um sem mynda svo eina heild. Hér eru hlut­ir sem mað­ur­inn minn hef­ur hann­að, hús­gögn úr IKEA í bland við hús­gögn úr EPAL ásamt öðr­um hlut­um sem til­heyrðu kannski for­feðr­um okk­ar,“seg­ir hún. „Við höf­um gam­an af því að eign­ast fal­leg lista­verk og höf­um oft á tíð­um gert samn­inga við lista­menn um að greiða fyr­ir verk­in yf­ir lengri tíma­bil og þannig getað eign­ast fal­leg verk. Hús­ið okk­ar er teikn­að ár­ið 1967 og við höf­um mark­visst ver­ið að laga það að lífs­stíl okk­ar án þess að fórna upp­runa­legri hugs­un Gunn­ars Hans­son­ar arki­tekts, sem teikn­aði hús­ið.“

Þú ert með mjög stórt borð­stofu­borð, hvernig kom það til?

„Ég fékk sím­tal frá ferða­skrif­stofu um að út­búa veislu fyr­ir ind­verska auð­kýf­inga. Fyrst átti veisl­an að vera í sal úti í bae. Kon­an sem hringdi nefndi það við mig hvort ég vaeri til í að taka hóp­inn heim til mín. Ég sagði já, já, ekk­ert mál, þau vaeru vel­kom­in til mín,“út­skýr­ir Anna Marta.

Hún kvaddi svo kon­una og hringdi í eig­in­mann­inn og sagði hon­um að þau vaeru að fá stór­an hóp heim til sín. „Mað­ur­inn minn er vöru­hönn­uð­ur og hafði áskotn­ast nokkr­ar gler­plöt­ur sem átti að henda. Hann hugs­aði smá­stund og sagði: „Ekki mál­ið“. Eft­ir tvo daga var borð­ið til­bú­ið, en er í raun tvö borð sem sett eru sam­an og rúma því 20 manns. Gr­ind­in er úr ryð­fríu stáli og of­an á gler­ið lét hann út­búa mynd af jök­ul­sprungu. Sjúk­lega flott hjá hon­um. Hann rúll­ar öll­um verk­efn­um vel upp.“

Stytt­an á miðju gólf­inu vek­ur óneit­an­lega at­hygli, eft­ir hvern er hún ?

„Hún er eft­ir Ragn­heiði Stef­áns­dótt­ur. Eig­in­mað­ur­inn gaf mér hana þeg­ar ég varð fer­tug. Ég er því­líkt ána­egð með hana.“

Hvað­an kem­ur öll þessi dýna­mík sem þú býrð yf­ir?

„Dýna­mík og kraft­ur mein­ar þú. Ég hef alltaf ver­ið með mikla orku. Sköp­un­ar­gleði mín og að hjálpa öðr­um hef­ur kom­ið með ár­un­um. Þeg­ar mað­ur um­gengst mik­ið af frá­ba­eru fólki sem er líkt manni í fasi og líð­an verð­ur eitt­hvað frá­ba­ert til. Er það ekki bara?“spyr hún.

Nú ert þú þekkt­ur hóp­tíma- og einka­þjálf­ari ásamt því að vera mat­þjálfi, hvernig fer þetta allt fram hjá þér?

„Mat­ar­þjálf­un­in, sem nefn­ist „Borð­aðu hreinni faeðu“er mán­að­ar­pró­gramm þar sem við byrj­um á við­tali, spjöll­um um lífs­stíls­venj­ur og hvernig dag­ar fólks hafa ver­ið und­an­far­ið. Hvaða naer­ingu faerðu? Á hverju naer­ir þú þig al­mennt? Ásamt fleiru. Við för­um yf­ir þa­er lífs­venj­ur sem eru í gangi núna og hvernig haegt er að breyta þeim. Bú­um til tengsl okk­ar á milli. Fókuser­um á jákvaeð­ar breyt­ing­ar á þess­um vik­um sem við er­um sam­an. Ef þú vilt get­ur þú stig­ið á vigt og sömu­leið­is maelt um­mál. Eft­ir mán­uð vigt­um við aft­ur og mael­um um­mál­ið.“

Mat­ar­hlut­inn

„Allt sem við kem­ur naer­ingu er ljós­mynd­að og sent á mig á FB­messenger.

Ég svara eins fljótt og ég get. Þetta er al­gjör­lega á for­send­um þess sem skrá­set­ur sig. Ég er stuðn­ings- og að­halds­bolti sem hjálp­ar fólki inn á rétta braut.

Það eru þess­ar al­gengu lífs­stíls­venj­ur sem fólk breyt­ir helst við mat­ar­þjálf­un hjá mér. För­um í að borða meira hreina faeðu. Hug­um að sam­setn­ingu á prótein­um, trefj­um, fitu og kol­vetn­um. Hugs­um fram í tím­ann með naestu naer­ingu.

Það sem ger­ist á þess­um vik­um er hug­ar­fars­breyt­ing, fersk­ari lík­ami, fal­legri húð og vel naerð­ur lík­ami. Bón­us­inn er svo faerri senti­metr­ar og kíló.

Ef mað­ur ein­beit­ir sér að því sem naer­ir mann mest dreg­ur það úr neikvaeð­um til­finn­ing­um þeg­ar hlut­irn­ir ganga ekki upp og þú upp­lif­ir meiri sig­ur­til­finn­ingu,“út­skýr­ir Anna Marta.

Hvena­er fórstu út í eig­in fram­leiðslu á pestói & döðl­u­mauki ?

„Ég hef ver­ið að dunda mér í eld­húsi frá því ég var ung­ling­ur. Fyr­ir nokkr­um ár­um fór ég að leika mér við það að gera alls kyns pestó og sós­ur úr hrein­um af­urð­um. Uppskrift­in að þessu pestói fékk strax súper góða dóma hjá fjöl­skyldu og vin­um. Ég bjó síð­an til döðl­u­mauk til að hafa á nám­skeið­un­um mín­um, AEvin­týra­ferð­um bragð­lauk­anna. Þá fékk ég að heyra hvað þetta vaeri gott. Síð­ast­lið­in ár hef ég feng­ið marg­ar fyr­ir­spurn­ir um pestó­ið og döðl­u­mauk­ið, til daem­is hvort það vaeri ekki að koma í búð­ir. Einn dag­inn lét ég verða af því. Það tók mig reynd­ar nokk­ur ár að koma þessu frá mér í búð­ir og geng­ur von­um fram­ar. Frá­ba­er við­brögð við vör­un­um og ég er í skýj­un­um með allt sam­an,“seg­ir hún.

Hvernig kom verk­efn­ið Hr­ing­ur til hjá ykk­ur?

„Þeg­ar við hjón­in gift­um okk­ur ár­ið 2005 báð­um við gesti okk­ar að kaupa ekki handa okk­ur gjaf­ir held­ur að­stoða okk­ur frek­ar við að láta gott af okk­ur leiða. Á þess­um tíma var Barna­spítali Hr­ings­ins kom­inn í nýtt og fal­legt húsna­eði og okk­ur datt í hug að það gaeti ver­ið góð hug­mynd að spít­al­inn eign­að­ist sitt eig­ið „lukku­dýr“. Við nálg­uð­umst yf­ir­la­ekni og hjúkr­un­ar­fólk á Barna­spítala Hr­ings­ins með hug­mynd­ina og ís­björn­inn Hr­ing­ur varð til í fram­hald­inu.

Að verk­efn­inu hef­ur kom­ið ótrú­lega mik­ið af fag­fólki sem hef­ur unn­ið að því að móta hug­mynd­ina bet­ur. Að mörgu þarf að hyggja, með­al ann­ars að móta karakt­er­inn Hr­ing, hanna bún­ing­inn þannig að hann verði sem eðli­leg­ast­ur, finna fag­menn til að leika Hr­ing og skipu­leggja heim­sókn­ir í sam­vinnu við stjórn­end­ur á spít­al­an­um.

Í dag heimsa­ek­ir Hr­ing­ur börn­in á Barna­spítal­an­um reglu­lega og alltaf gríp­ur um sig mik­il eft­ir­vaent­ing ef frétt­ist af því að hann sé vaent­an­leg­ur. Við átt­uð­um okk­ur svo á því að eft­ir fyrstu tvö ár­in var stofnupp­haeð­in sem vin­ir og fjöl­skylda höfðu lagt fram upp­ur­in. Ég fékk því þá hug­mynd að fram­leiða súkkulaði fyr­ir jól­in sem ég nefndi Dá­semd og við byrj­uð­um að selja það til vina og kunn­ingja til þess að tryggja að Hr­ing­ur fengi að lifa áfram. Okk­ur hef­ur því tek­ist að halda verk­efn­inu lif­andi í fimmtán ár og aetl­um okk­ur að tryggja að Hr­ing­ur fái áfram að gleðja stór og lít­il hjörtu á spít­al­an­um um ókom­in ár.“

 ?? FRÉTTA­BLAЭIÐ/VALLI ?? Anna Marta er hér með böku sem hún ger­ir með pestó­inu sínu og döðl­u­mauk­inu.
FRÉTTA­BLAЭIÐ/VALLI Anna Marta er hér með böku sem hún ger­ir með pestó­inu sínu og döðl­u­mauk­inu.
 ??  ?? Nota­legt horn og um­hverfi hjá Önnu Mörtu og Ingólfi.
Nota­legt horn og um­hverfi hjá Önnu Mörtu og Ingólfi.
 ??  ?? Stytt­an, sem var gjöf, er eft­ir Ragn­heiði Stef­áns­dótt­ur.
Stytt­an, sem var gjöf, er eft­ir Ragn­heiði Stef­áns­dótt­ur.
 ??  ?? Pall­ur­inn er risa­stór og skjól­góð­ur. Þar hafa þau kom­ið fyr­ir útield­húsi. Ekki leið­in­legt að elda þarna á góð­um sum­ar­dög­um og tylla sér síð­an við borð­in með góð­an grill­mat.
Pall­ur­inn er risa­stór og skjól­góð­ur. Þar hafa þau kom­ið fyr­ir útield­húsi. Ekki leið­in­legt að elda þarna á góð­um sum­ar­dög­um og tylla sér síð­an við borð­in með góð­an grill­mat.
 ??  ?? Mjög sér­stakt verk sem kall­ar á at­hygli í stof­unni hjá þeim hjón­um.
Mjög sér­stakt verk sem kall­ar á at­hygli í stof­unni hjá þeim hjón­um.
 ?? FRÉTTA­BLAЭIÐ/ VALLI ?? Anna Marta fram­leið­ir pestó og döðl­u­mauk sem not­ið hafa vinsa­elda.
FRÉTTA­BLAЭIÐ/ VALLI Anna Marta fram­leið­ir pestó og döðl­u­mauk sem not­ið hafa vinsa­elda.
 ??  ?? Glaesi­leg­ur pall­ur er fyr­ir ut­an hús­ið þar sem gott er að sitja í góðu veðri.
Glaesi­leg­ur pall­ur er fyr­ir ut­an hús­ið þar sem gott er að sitja í góðu veðri.
 ??  ?? Kerta­ar­in­inn er með blá­um kert­um sem er rað­að fal­lega upp.
Kerta­ar­in­inn er með blá­um kert­um sem er rað­að fal­lega upp.
 ??  ?? Það er margt fal­legra muna á heim­il­inu enda leggja þau upp úr því.
Það er margt fal­legra muna á heim­il­inu enda leggja þau upp úr því.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland