Fréttablaðið - Serblod

Fimm magn­að­ar trukka­kvik­mynd­ir

Trukka­þem­að hef­ur lengi ver­ið vinsa­elt í kvik­mynda­sög­unni og þá sér­stak­lega hef­ur hryll­ings­mynda­iðn­að­ur­inn í BNA nýtt sér þessa ákveðnu at­vinnu­grein til að setja fram vega­sög­ur.

- Jó­hanna Ma­ría Ein­ars­dótt­ir johanna­m­aria@fretta­bla­did.is

Þeg­ar kem­ur að því að stilla upp meg­in­and­sta­eð­um sveit­ar og borg­ar í banda­rísku sam­fé­lagi eru vöru­bíl­stjór­ar oft skjólsta­eð­ing­ar sveit­ar­inn­ar á með­an aðr­ar per­són­ur eru full­trú­ar borg­ar­inn­ar. Í flest­um til­fell­um er sveit­in að hefna sín á eða refsa per­són­um sem koma úr borg­inni og skilja ekki hvernig líf­ið virk­ar ut­an borg­ar­mark­anna. En vöru­bíl­stjór­ar eru auð­vit­að jafn mis­jafn­ir og þeir eru marg­ir í kvik­mynd­um og það eru alls ekki all­ar trukka­kvik­mynd­ir hryll­ings­mynd­ir. Sum­ar falla mun frek­ar und­ir aevin­týra­þemu, drama­kvik­mynd­ir og jafn­vel söng­leiki eins og í til­felli Bollywood-kvik­mynd­ar­inn­ar Aasha.

Rúllandi hefnd

Roll­ing Venge­ance, einnig þekkt und­ir nafn­inu Mon­ster Truck, er kvik­mynd frá ár­inu 1987. Um er að raeða svo­kall­aða „exploitati­on“kvik­mynd, sem er sér­stök kvik­mynda­grein sem nýt­ir sér þemu úr sam­tím­an­um, eins og kyn­líf, of­beldi eða fíkni­efni. Kvik­mynd­inni var leik­stýrt af Steven Hilli­ard Stern og voru að­al­leik­ar­ar Don Michael Paul og Ned Beatty.

Roll­ing Venge­ance fjall­ar um trukka­bíl­stjóra sem út­býr sér­stak­an átta tonna trukk sem hann not­ar til þess að leita hefnda gegn bóndadurg­um sem myrtu fjöl­skyldu hans og nauðg­uðu kaer­ustu hans. Upp­haf­legt hand­rit kvik­mynd­ar­inn­ar átti að fjalla un ung­an mann sem út­bjó sér­staka risatrukka til þess að út­rýma bíl­stjór­um sem keyrðu und­ir áhrif­um áfeng­is og fíkni­efna.

Klikk­aði Kalli: Reiði­leið­in

Mad Max: Fury Road muna marg­ir eft­ir enda vinsa­el kvik­mynd sem kom út ár­ið 2015 og bygg­ir á Mad Max-aeð­inu. Geor­ge Miller leik­stýrði Fury Road í sam­starfi við Brend­an McC­art­hy og Nico Lat­hour­is sem sáu um hand­rit­ið. Að­al­leik­ar­ar eru þau Tom Har­dy, Charlize Theron, Nicholas Hoult, Hugh Keays-Byr­ne, Rosie Hunt­ingt­on-Whiteley, Riley Keough, Zoë Kra­vitz, Abbey Lee og Court­ney Eat­on.

Mad Max: Fury Road er síð­heimsenda­saga sem ger­ist í eyðilandi þar sem eldsneyti og vatn eru sjald­ga­ef­ar mun­að­ar­vör­ur. Mynd­in fjall­ar um Max Rockat­an­sky sem slaest í för með Furi­osa til að flýja költ­leið­tog­ann Immort­an Joe og her­sveit­ir hans sem ferð­ast um í stór­um bryn­vörð­um trukk. Stór hluti kvik­mynd­ar­inn­ar snýst um að­dá­un­ar­verð­an og spenn­andi vega­bar­daga þeirra á milli.

Von­ar­stjarna

Aasha, sem merk­ir von, er ind­versk drama­kvik­mynd á hindí frá ár­inu 1980. Kvik­mynd­inni er leik­stýrt af J. Om Prakash. Að­al­leik­ar­ar eru Jeet­endra, Reena Roy og Ra­mes­hw­ari og tón­list­in er sam­in af Lax­mikant Pyar­elal.

Sag­an fjall­ar um vöru­bíl­stjór­ann Deepak (Ja­teendra) sem skutl­ar fra­egri söng­konu, Aasha (Reena Roy), þeg­ar bif­reið henn­ar bil­ar. Þau verða góð­ir vin­ir. Deepak er ást­fang­inn af Mala (Ra­mes­hw­ari) sem hann gift­ist og Aasha bið­ur þau vel að lifa. Þó svo hún kalli Deepak „dost“eða vin, þá er hún að sjálf­sögðu gjör­sam­lega kol­fall­in fyr­ir hon­um. Kvik­mynd­in var af­ar vinsa­el á sín­um tíma og síð­an þá hef­ur hún orð­ið eins kon­ar költ­kvik­mynd.

Ans­ans vandra­eði í Litla-Kína

Big Trou­ble in Little China kom út ár­ið 1986 og var leik­stýrt af John Carpenter. Kvik­mynd­in er eins kon­ar blanda af bar­dagalistaf­ant­as­íu og has­ar/grín­mynd og eru að­al­leik­ar­arn­ir þau Kurt Rus­sell, Kim Cattrall, Denn­is Dun og Ja­mes Hong.

Sag­an seg­ir af Jack Burt­on, sem hjálp­ar vini sín­um Wang Chi að bjarga gra­eneygðri kaer­ustu Wangs frá ribb­öld­um í Kína­hverfi San Fr­ancisco. Þeir halda nið­ur í und­ir­heim­ana und­ir Kína­hverf­inu þar sem þeir standa frammi fyr­ir alda­göml­um seið­skratta að nafni Dav­id Lo Pan, sem þarfn­ast gra­eneygðr­ar konu til þess að gift­ast hon­um svo hann geti losn­að und­an alda­göml­um álög­um.

Rúnt­ur­inn

Joy Ri­de er banda­rísk­ur hryll­ings­tryll­ir frá ár­inu 2001 sem John Dahl leik­stýrði. Hand­rits­höf­und­ar voru J. J. Abrams og Clay Tar­ver.

Lew­is Thom­as, sem leik­inn er af Paul Wal­ker, er ný­byrj­að­ur í há­skóla og held­ur í ferða­lag í sum­ar­frí­inu til að sa­ekja aesku­skot­ið, Vennu, sem leik­in er af Leelee Sobieski. Með í för er bróð­ir Lew­is, Fuller (Steve Za­hn), sem not­ar út­varp­ið í bíln­um til að gera trukka­bíl­stjóra nokkr­um grimm­an grikk. Fórn­ar­lamb Fullers, trukka­bíl­stjór­inn sem þeir þekkja und­ir nafn­inu Rusty Nail, reyn­ist vera kolklikk­að­ur raðmorð­ingi og elt­ir bra­eð­urna ver­öld­ina á enda til þess að ná sér nið­ur á þeim.

Þeir halda nið­ur í und­ir­heim­ana und­ir Kína­hverf­inu þar sem þeir standa frammi fyr­ir alda­göml­um seið­skratta að nafni Dav­id Lo Pan.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY. ?? Vöru­bíla­kvik­mynd­ir falla oft und­ir hryll­ings­grein­ina en það er þó alls ekki al­gilt.
FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY. Vöru­bíla­kvik­mynd­ir falla oft und­ir hryll­ings­grein­ina en það er þó alls ekki al­gilt.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/VILHELM ?? Trukka­kvik­mynd­ir eru oft einnig eins kon­ar vega­mynd­ir.
FRÉTTABLAЭIÐ/VILHELM Trukka­kvik­mynd­ir eru oft einnig eins kon­ar vega­mynd­ir.
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland