Rafsendibílum fjölgar mikið
Í flokki minni sendibíla hefur orðið mikil fjölgun á rafútgáfum að undanförnu. Margt maelir með að þeir séu rafdrifnir enda mest notaðir innanbaejar og dugar að hlaða þá einu sinni yfir nótt.
Það er auðvelt að breyta sendibíl í rafbíl hjá framleiðendum enda er byggingarlag hans með þeim haetti að það hentar vel að koma rafmótor fyrir í vélarsalnum og rafhlöðunni undir flötu gólfinu. Erlendis eru það aðallega Renault og Nissan sem hafa ráðið á þessum markaði en nú er von a mikilli samkeppni. Citroen og Peugeot hafa verið að ryða sér til rúms og von er á nýjum bílum frá Volkswagen og Ford til að mynda. Hérlendis hefur Nissan eNV200 verið vinsaelastur en nú er von á samkeppni.
Citroen Berlingo Electric og Peugeot Partner Electric eru sami bíllinn að undaskildu merkinu framan á þeim. Þeir fengu uppfaerslu árið 2017 en draegi þeirra er frekar lítið eða rúmlega 160 km. Þeir eru ekki í boði hjá Brimborg eins og er og koma ekki fram á verðlistum. Von er á staerri rafdrifnum sendibílum frá baeði Citroen og Peugeot áður en langt um líður.
Nissan eNV200 hefur verið vinsaell sem rafsendibíll þar sem hann er með gott pláss í flutningsrými fyrir lítinn sendibíl. Hann hefur aðeins meira draegi en franska samkeppnin eða um 170 km og kostar frá 5.390.000 krónum hjá BL.
Renault Kangoo EV er minni bíll en Nissan eNV200 en með mun meira draegi eða 230 km. Hann er með 33 kWst rafhlöðu og er vinsaelastur í þessum flokki í Evrópu. Haegt er að leigja rafhlöðuna svo að aldrei þarf að hafa áhyggjur af að hún missi draegi sitt. Hann kostar frá 4.650.000 krónum hjá BL. Staersti sendibíllinn í flokki rafsendibíla er Renault Master Ze sem er aðeins með 120 km draegi. Einnig er haegt að fá smábílinn Zoe sem lítinn sendibíl með taeplega 400 kg flutningsgetu. Með taeplega 400 km draegi er það eflaust kostur fyrir suma.
Maxus er nýtt merki á rafbílamarkaði hérlendis en þessi kínverski rafsendibíll er boðinn frá 4.990.000 krónum hjá Suzuki umboðinu. Hann tekur 2-3 vörubretti og er fáanlegur með 35 og 52 kWst rafhlöðu. Fyrir vikið er draegið gott eða 235-340 km. Auk hans er von á staerri gerð rafsendibíls sem kallast Deilver 9.
Volkswagen er nýkominn með nýjan eTransporter á markað þótt hann sé ekki að finna á verðlistum Heklu. Í stað vélarinnar er kominn 111 hestafla rafmótor og rafhlaða sem dugar til 215 km aksturs. Til stóð í fyrra að frumsýna rafútgáfu e-Caddy en búið er að fresta því talsvert og ekki víst að hann komi fyrr en eftir 2-3 ár. VW e-Crafter faer andlitslyftingu á árinu og spurning er hvort hann verði þá í boði hérlendis.
Mercedes-Benz eVito er fullkominn rafsendibíll í millistaerðarflokki og er með 114 hestafla rafmótor og 150 km draegi. Hann er þó ekki á verðlista Öskju þótt eVito Tourer sé kominn í sölu. Sama má segja um Mercedes eSprinter sem er heldur ekki á verðlista en draegi hans er 155 km sem er þokkalegt í flokki staerri sendibíla. Í flokki minni sendibíla mun Mercedes reiða sig á Renault Kangoo grunninn fyrir eCitan sem vaentanlegur er á markað.
Opel Vivaro-e er í raun og veru sami bíll og Citroen e-Dsipatch eða Peugeot e-Partner. Hann er athyglisverður kostur þar sem hann er með allt að 330 km draegi. Hann var nýlega valinn sendibíll ársins hjá What Car. Þótt slíkur bíll sé til sýnis hjá Bílabúð Benna er hann ekki kominn á verðlista á heimasíðu Opel umboðsins á Íslandi.
Erlendis eru það aðallega Renault og Nissan sem hafa ráðið á þessum markaði en nú er von á mikilli samkeppni.