Áskorun en samt taekifaeri
Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, benti á að árið
2018 hefðu Íslendingar flutt inn
680 þúsund tonn af jarðefnaeldsneyti, það er bensín og olíur, fyrir innlendar samgöngur. „Við notkun þessa eldsneytis losnuðu um 1,7 milljónir tonna af koldíoxíði út í andrúmsloftið og fyrir þennan innflutning greiddum við um 50 milljarða króna, sem er sambaerileg upphaeð og árleg útgjöld ríkissjóðs til háskólanna á naestu árum,“sagði hann. „Og ef við tökum flugið með getum við rúmlega tvöfaldað þessar tölur,“baetti hann við.
Haraldur sagði að í þessari staðreynd faelist áskorun, en um leið taekifaeri. „Orkuskipti með graenu vetni er raunhaeft og spennandi taekifaeri fyrir okkur Íslendinga. Vetni hentar alveg sérstaklega vel til orkuskipta staerri farartaekja í samgöngum, þar sem rafvaeðing er ekki hagkvaem,“sagði hann.
Haraldur benti á að með áraeðni og samvinnu innan lands sem utan, gaetu Íslendingar til daemis byggt upp framleiðslu á graenu vetni og skapað nýja útflutningsgrein. „Framleiðsla á graenu vetni þarf hagkvaema endurnýjanlega raforku í umtalsverðu magni, og þá orku eigum við svo sannarlega hér á landi. Taekni til framleiðslu, dreifingar og notkunar á vetni innanlands er að verða samkeppnishaef. Það er alveg ljóst að orkuskipti sem fylgja vetnisvaeðingu geta sparað mikinn gjaldeyri og farið langleiðina með að gera landið kolefnishlutlaust.“