Uppruni hreinnar íslenskrar orku
Við vitum það flest að orkan sem framleidd er á Íslandi kemur úr jarðvarma- og vatnsfallsvirkjunum sem teljast til endurnýjanlegra orkuauðlinda. Nánar tiltekið fara 99,9% af raforkuframleiðslu á markaði á Íslandi fram með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þá hefur Evrópusambandið skilgreint endurnýjanlega orkugjafa sem vindorku, sólarorku, jarðvarma, sjávaröldur, sjávarfallaorku, vatnsafl og lífmassa.
Tilkoma útflutnings upprunaábyrgða og skráningarskyldu má segja að hafi umbreytt uppruna raforku á Íslandi. Með því að kaupa upprunaábyrgðir endurnýjanlegrar raforku er orkuframleiðanda, sem framleiðir raforku með til daemis olíu eða kolum, heimilt að selja viðskiptavinum sínum raforkuframleiðslu sína sem orku framleidda með endurnýjanlegum haetti. Er svo komið að samkvaemt Orkustofnun kom einungis 9% upprunaraforku á Íslandi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2019.
Heimild: Skiptir upprunaábyrgð raforku á Íslandi máli? Lokaritgerð Fríðar Birnu Stefánsdóttur til BS í viðskiptafraeði 2019.