Renault Captur er nú kominn sem tengiltvinnbíll og verður reyndar aðeins seldur þannig hérlendis.
Til stóð að þessi bíll yrði frumsýndur um þetta leyti í fyrra en vegna COVID-19 faraldursins hefur frumsýning hans dregist mikið. Hann er nú loksins kominn til landsins og þó að breytingar á ytra byrði séu ekki miklar er óhaett að segja að hann er allt annar bíll undir niðri.
Renault Captur er nú tengiltvinnbíll með taekni sem kemur beint úr Formúlu 1. Sú taekni kallast E-Tech og byggir á tveimur rafmótorum sem hjálpa 1,6 lítra bensínvél í gegnum sex gíra sjálfskiptingu.
Sjálfskiptingin er nokkuð sérstök því að tveir gírar hennar eru tengdir rafmótor en fjórir bensínvélinni. Í raun og veru eru fyrstu tveir gírarnir ekki lengur til staðar við bensínvélina þar sem þeirra gerist ekki lengur þörf. Bíllinn fer alltaf af stað á raforkunni einni saman og naer naegum hraða til að fá bensínvélina inn þegar komið er á meiri hraða.
Hugmyndin hjá Renault var að koma með tvinnbíl sem hagaði sér eins og rafbíll, án þess að vélin sé að snuða eins og gerist í tvinnbílum við mikið átak. Það virðist hafa tekist hjá Renault en það sem gerist í staðinn er að bílinn er lengi í gírunum þegar honum er gefið vel inn í staðinn. Er það vegna þess að skiptingin er framkvaemd með því að láta rafmótorinn jafna hraða vélarinnar við hraða bílsins til að mýkja skiptingarnar. Þarf því að slá aðeins af til að bíllinn skipti sér fyrr. Þegar maður er búinn að venjast þessu er bíllinn skemmtilegur í upptaki, en þetta er sem sagt ekki bíll sem er fljótari upp með því að ökumaður setur bensíngjöfina í botn, heldur þarf hann að spila aðeins á hana.
Bakkgírinn er ekki til staðar því að rafmótorinn sér algerlega um það. Haegt er að stilla bílinn í fjórar akstursstillingar og er MySense sú skynsamlegasta og krefst minnst af ökumanni. Sport-stillingin naer mestu út úr samspili rafmótors og vélar en í Pure-stillingunni ekur hann aðeins á rafmagninu. Með því að nota E-Save-stillinguna er bensínvélin eingöngu notuð til að spara rafmagn þegar geyma þarf notkun þess fyrir akstur innan borgarmarka til að mynda. Kosturinn er 65 km draegi rafhlöðunnar sem aetti að duga flestum í hefðbundnum borgarakstri til að keyra naer eingöngu á rafmagninu, allavega að sumri til.
Gott pláss í saetum
Að innan er bíllinn svipaður öðrum Renault-bílum með lóðréttum 9,3 tommu miðjuskjá í Intens+ útgáfunni. Uppsetning hans er notendavaen og auðvelt fyrir hvern sem er að nota hann en hann líður aðeins fyrir að bregðast seint við fingri notandans.
Í maelaborðinu er svo 10 tommu skjár fyrir hraðamaeli og þess háttar og komin er þráðlaus símahleðsla í miðjustokkinn. Miðað við staerð er pláss fyrir farþega með ágaetis móti og þokkalega fer um fullorðna í aftursaetum sem er plús. Plássið í farangursrými er aðeins 265 lítrar sem er með minnsta móti en hólf fyrir hleðslusnúru og þess háttar taka sitt pláss til viðbótar við rafhlöðuna.
Það sem undirritaður fann helst að bílnum í akstri var hversu lítið útsýni er úr honum og þá sérstaklega aftur í. Afturrúðan er lítil og hliðarrúður að aftan líka vegna afturhallandi þaksins. Auk þess er aftursaeti það aftarlega að sá sem situr þar og horfir til hliðar horfir beint í C-bita bílsins. Ekki er haegt að slökkva á fjarlaegðarskynjara öðruvísi en með því að setja í hlutlausan.
Fáir samkeppnisaðilar
En hvaða samkeppni er til staðar fyrir smaerri gerð jepplings í tengiltvinnútgáfu?
Þeir sem komast naest honum eru Kia Niro PHEV og Mini Countryman SE. Mini-bíllinn er talsvert dýrari eða frá 6.990.000 kr. svo að hann er ekki samkeppnishaefur en Kia Niro PHEV er það hins vegar með verðið frá 4.890.777 kr. Verðið á Captur PHEV byrjar í 4.690.000 kr. og vel búin Intens+ útgáfa með BOSEhljómkerfi, íslensku leiðsögukerfi og 360 gráðu myndavél kostar 4.990.000 kr. Renault Captur verður aðeins í boði hérlendis í tengiltvinnútgáfunni svo ekki er haegt að sjá hversu dýrari hann er miðað við hefðbundna útgáfu. Eftir stendur að hér er boðlegur, framhjóladrifinn jepplingur í tengiltvinnútgáfu vel undir fimm milljónum sem er góð formúla til vinsaelda hérlendis.