Umboð fyrir Karma Automotive er að faeðast hér á landi en fyrir því stendur Gísli Gíslason, sem flutt hefur inn eitt stykki Revero.
Karma Revero er kominn til landsins og verður forsýndur naestkomandi laugardag. Það er frumkvöðullinn Gísli Gíslason sem stendur fyrir innflutningnum og er á leiðinni að opna umboð fyrir þetta lúxusmerki.
Gísli Gíslason og Karma Automotive eiga eitt sameiginlegt, en það er að vera ekki dauð úr öllum aeðum. Gísli er betur þekktur hérlendis sem fyrrverandi söluaðili Tesla-merkisins og Karma Automotive er merki sem spratt upp úr gjaldþroti Fisker og framleiðir nú Revero og Revero GT sportbílana í litlu magni. Meira er í burðarliðnum hjá merkinu sem sýnt hefur þrjá tilraunabíla á undanförnum árum, Pininfarina GT, SC1 og SC2.
Það eiga allir Tesla
Að sögn Gísla er umboð fyrir þessa bíla í burðarliðnum og verið að leita að hentugu húsnaeði um þessar mundir. „Búið er að ganga frá samningi við framleiðandann og verið að setja Ísland inn á heimasíðu merkisins þar sem haegt verður að panta bílana,“sagði Gísli í viðtali við Bílablað Fréttablaðsins. „Mér fannst þetta réttur tími fyrir þessa gerð að koma hingað á markað Karma-merkið er lúxusmerki. Það er nefnilega orðið svo að það er orðið venjulegt að eiga Teslabíl og þess vegna fannst mér við haefi að bjóða upp á Karma hér á Íslandi,“sagði Gísli. Gísli segir að naesti bíll Karma sé Revero GS línan sem kynnt verður í sumar. „Við munum leggja áherslu á þann bíl og þá sérstaklega GS6L sem er lúxusútgáfan og GS6S sem er sportútgáfan. Hann verður með meira draegi og afli,“sagði Gísli og baetti svo við að von vaeri á GSE-útgáfunni í lok árs. Fréttablaðið mun prófa Revero-sportbílinn við fyrsta taekifaeri en einn slíkur er kominn til landsins og annar á leiðinni. Verður Revero sýndur almenningi naestkomandi laugardag í Hafnarþorpinu, sem er gamla Kolaportið.