Fréttablaðið - Serblod

Um­boð fyr­ir Karma Automoti­ve er að faeð­ast hér á landi en fyr­ir því stend­ur Gísli Gísla­son, sem flutt hef­ur inn eitt stykki Revero.

Karma Revero er kom­inn til lands­ins og verð­ur for­sýnd­ur naest­kom­andi laug­ar­dag. Það er frum­kvöð­ull­inn Gísli Gísla­son sem stend­ur fyr­ir inn­flutn­ingn­um og er á leið­inni að opna um­boð fyr­ir þetta lúxusmerki.

- njall@fretta­bla­did.is

Gísli Gísla­son og Karma Automoti­ve eiga eitt sam­eig­in­legt, en það er að vera ekki dauð úr öll­um aeð­um. Gísli er bet­ur þekkt­ur hér­lend­is sem fyrr­ver­andi sölu­að­ili Tesla-merk­is­ins og Karma Automoti­ve er merki sem spratt upp úr gjald­þroti Fisker og fram­leið­ir nú Revero og Revero GT sport­bíl­ana í litlu magni. Meira er í burð­ar­liðn­um hjá merk­inu sem sýnt hef­ur þrjá til­rauna­bíla á und­an­förn­um ár­um, Pin­in­far­ina GT, SC1 og SC2.

Það eiga all­ir Tesla

Að sögn Gísla er um­boð fyr­ir þessa bíla í burð­ar­liðn­um og ver­ið að leita að hent­ugu húsna­eði um þess­ar mund­ir. „Bú­ið er að ganga frá samn­ingi við fram­leið­and­ann og ver­ið að setja Ís­land inn á heima­síðu merk­is­ins þar sem haegt verð­ur að panta bíl­ana,“sagði Gísli í við­tali við Bíla­blað Frétta­blaðs­ins. „Mér fannst þetta rétt­ur tími fyr­ir þessa gerð að koma hing­að á mark­að Karma-merk­ið er lúxusmerki. Það er nefni­lega orð­ið svo að það er orð­ið venju­legt að eiga Teslabíl og þess vegna fannst mér við haefi að bjóða upp á Karma hér á Íslandi,“sagði Gísli. Gísli seg­ir að naesti bíll Karma sé Revero GS lín­an sem kynnt verð­ur í sum­ar. „Við mun­um leggja áherslu á þann bíl og þá sér­stak­lega GS6L sem er lúx­usút­gáf­an og GS6S sem er sportút­gáf­an. Hann verð­ur með meira dra­egi og afli,“sagði Gísli og baetti svo við að von vaeri á GSE-út­gáf­unni í lok árs. Frétta­blað­ið mun prófa Revero-sport­bíl­inn við fyrsta taekifa­eri en einn slík­ur er kom­inn til lands­ins og ann­ar á leið­inni. Verð­ur Revero sýnd­ur al­menn­ingi naest­kom­andi laug­ar­dag í Hafn­ar­þorp­inu, sem er gamla Kola­port­ið.

 ??  ??
 ??  ?? Gísli Gísla­son við fyrsta Revero-sport­bíl­inn sem kom­inn er til lands­ins.
Gísli Gísla­son við fyrsta Revero-sport­bíl­inn sem kom­inn er til lands­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland