Smart með smájeppling á naesta ári
Smábílaframleiðandinn Smart hefur tilkynnt að von sé á fyrsta smájepplingi merkisins árið 2022.
Bíllinn mun koma á nýjum, breytanlegum rafundirvagni sem þróaður hefur verið af kínverska framleiðandanum Geely. Þetta er fyrsta tilkynningin frá Smart síðan Daimler fór í samstarf við Geely, sem meðal annars á Volvo-merkið, snemma árs 2020. Til stóð að Smart myndi framleiða nokkurs konar smájeppling árið 2005 sem hét ForMore en sá bíll var lagður á hilluna áður en hann fór í framleiðslu. Nýi bíllinn verður fjögurra manna líkt og ForFour-bíllinn en ívið staerri, en hann verður hannaður af Mercedes en smíðaður í verksmiðju Geely í Kína.
Samkvaemt sölustjóra Smart, Daniel Lescow, er stefnan sett á að bjóða bílinn í Evrópu og að bíllinn fái fimm stjörnur í árekstrarprófi EuroNCAP.