Njósnamynd af Aygo
Nýjar njósnamyndir hafa náðst af naestu kynslóð Toyota Aygo sem er sú þriðja í röðinni. Sá bíll kemur á götuna á naesta ári en mögulega verður hann kynntur í lok þess árs.
Búast má við að bíllinn verði ekki lengur á sama undirvagni og Peugeot 108 og Citroen C1 heldur fái TNGA-undirvagn Toyota.
Myndin sýnir ágaetlega að útlitið faer hann í aett frá nýrri kynslóð Yaris, með svipuðum framenda. Búast má við að svipað verði upp á teningnum innandyra með sama maelaborði og í nýjum Yaris.
Líklega verður hann með sömu eins lítra, þriggja strokka bensínvél og áður en TNGA-undirvagninn þýðir að meira rafmagn verður í boði með mildum tvinnútgáfum til að byrja með. Það er þó ekki auðvelt að koma fyrir tvinnútfaerslu í þessum staerðarflokki, en framkvaemdastjóri Toyota í Evrópu, Johan van Zyl, hefur sagt að það verði nauðsynlegt fyrir þennan staerðarflokk í framtíðinni ef hann eigi að lifa af.