Meðgöngusykursýki eða meðgönguháþrýstingur?
Konum með meðgöngusykursýki hefur fjölgað töluvert en samkvaemt tölum Landspítala hefur tíðnin þrefaldast síðastliðinn áratug. Sykursýki hefur skaðleg áhrif á hjarta- og aeðakerfið sé hún ekki meðhöndluð og því er reglulegt eftirlit hjá þeim sem eru í áhaettuhópum mikilvaegt.
Bryndís Ásta Bragadóttir, sérfraeðiljósmóðir í meðgönguvernd með áherslu á sykursýki á meðgöngu, segir að haegt sé að fá haekkaðan blóðþrýsting og/eða blóðsykur án þess að það tengist slaemum lifnaðarháttum, en með því að halda líkamsþyngd sem naest kjörþyngd, forðast mikið unnin matvaeli og hreyfa sig daglega er haegt að draga verulega úr líkunum á að þróa þessi vandamál. „Einnig aetti að forðast streitu, tóbak og áfengi. Þótt blóðþrýstingsog blóðsykurvandamálum fylgi mikið álag á aeðakerfið eru þau oft einkennalaus og því mikilvaegt að komast að vandanum áður en hann hefur valdið skaða á aeðakerfi einstaklingsins,“upplýsir Bryndís Ásta.
Meðganga
„Segja má að meðgangan sé eins konar áreynslupróf fyrir líkamann. Meðgöngutengdir kvillar líkt og haekkaður blóðþrýstingur og meðgöngusykursýki hafa forspárgildi, en konur sem hafa fengið slíka greiningu á meðgöngu eru líklegri til að fá háþrýsting og/ eða sykursýki af tegund 2 síðar á aevinni.
Aukin tíðni meðgöngusykursýki á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að við hreyfum okkur minna, en einnig er hlutfall einfaldra kolvetna haerra í faeðuvalinu, aldur maeðra í meðgöngu fer haekkandi og tíðni yfirþyngdar eða offitu er að aukast.“
Offita
„Samkvaemt skýrslu Evrópusambandsins frá 2019 fer tíðni yfirþyngdar og offitu hratt vaxandi hér á landi og er haerri á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að mataraeði Íslendinga er verra en hjá öðrum Evrópuþjóðum. Enn nýrri samantekt OECD sýnir að við erum komin í fyrsta saeti hvað varðar yfirþyngd og offitu. Áhyggjuefni er hve ört vaxandi vandamál þetta er hér á landi og að börnin okkar eru þar alls ekki undanskilin. Offita er þekktur áhaettuþáttur meðal annars fyrir sykursýki og háþrýstingi sem eru meðal helstu ástaeðna fyrir því að þróa með sér hjarta- og aeðasjúkdóma sem aftur eru ein algengasta dánarorsök kvenna og karla á Íslandi,“segir Bryndís Ásta.
Lífsstíll
„Heilbrigður lífsstíll með baettu mataraeði og aukinni hreyfingu skiptir miklu máli til að sporna gegn háþrýstingi og sykursýki af tegund 2. Einnig er nauðsynlegt að vera í reglulegu eftirliti laeknis sem felur í sér meðal annars blóðþrýstingsmaelingu og blóðsykureftirlit.
En af hverju gengur okkur ekki betur að ráða við þessi lífsstílstengdu vandamál? Ég held að svarið við þeirri spurningu sé jafn margþaett og ástaeður vandans. Margir gera sér ekki grein fyrir þeim alvarleika sem getur fylgt háþrýstingi og sykursýki. Mín reynsla er sú að yfirleitt vanti ekki upp á þekkinguna, konur vita hvað þarf að gera en gengur illa að breyta venjum sínum. Þó stundum sé ekki áhugi fyrir því að breyta venjum sínum til batnaðar þá tel ég oftar að viljinn og þekkingin sé til staðar, konur séu fastar í vítahring offitunnar. Það er erfitt að hreyfa sig þegar aukakílóin fylgja með og einnig spilar andleg vanlíðan stórt hlutverk í vandamálinu og konur finna oft fyrir fituskömm.
Forvarnir
Forvarnir eru aðgerðir sem meðal annars miða að því að greina frávik snemma og koma þannig í veg fyrir frekari þróun sjúkdóms og fylgikvilla. Mikill ávinningur yrði af því að byggja upp öflugar forvarnir frekar en að takast á við vandann þegar hann er orðinn alvarlegur og búinn að valda skemmdum á líkamanum. Einnig yrði það mun ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið. Samkvaemt lögum um landlaekni og lýðheilsu á að halda skrá um heilsufar, t.d. um sykursýki, enda nauðsynlegt til að átta sig á umfangi vandans. Slík skrá hefur ekki verið til, en unnið er að skráningu.
Enn fremur vantar betri leiðbeiningar um eftirlit eftir áhaettumeðgöngu þar sem móðir hefur greinst annaðhvort með sykursýki eða háþrýsting, það er lykilatriði í góðri heilsu maeðra fram í árin þar sem þessir kvillar geta látið á sér kraela síðar á aevinni og hreinlega laeðst að konum og valdið miklum skaða á hjarta- og aeðakerfi þeirra.
Haekkaður blóðþrýstingur líkt og haekkaður blóðsykur geta valdið aeðaskemmdum í líkamanum. Baeði þessi vandamál eru oft einkennalaus og því afar mikilvaegt að vera í reglubundnu eftirliti þó ekki sé breyting á líðan.
Það er stórt verkefni að aetla að skima alla á Íslandi fyrir þessum kvillum og kannski ekki raunhaeft. Einfaldara vaeri að skima konur með þekkta áhaettuþaetti sem hafa uppgötvast á meðgöngu og kalla þaer inn í eftirlit t.d. hjá heilsugaeslunni. Einhverjar heilsugaeslur eru þegar byrjaðar að sinna þessum konum vel en því miður ekki allar. Enn berast frásagnir af konum sem greinst hafa með meðgöngusykursýki og er neitað um blóðsykureftirlit á þeim forsendum að þaer séu einkennalausar. Það á ekki að vera bundið við vilja einstakra heilsugaeslustöðva að sinna jafnmikilvaegu lýðheilsumáli heldur samtakamáttur allra.
Það er nauðsynlegt að halda betur utan um skráningu þessa hóps og nýta betur það „áreynslupróf“sem meðgangan er til að draga fram konur sem hafa þessa áhaettuþaetti.
Það er ljóst að við getum gert mun betur í eftirliti og eftirfylgni við maeður sem greinast með sykursýki og/eða háþrýsting á meðgöngu, sama af hvaða rót vandinn er. Heilsa og líf þeirra getur legið við eftir því sem árin líða með þögula og ómeðhöndlaða kvilla. Það er nauðsynlegt að styðja við bakið á þeim með forvörnum og síðan meðferð ef þess gerist þörf. Barnið þarf á heilbrigðri móður að halda og heilbrigðir foreldrar eru grunnstoð góðrar fjölskylduheilsu,“segir Bryndís Ásta.