Auðveldara fyrir fyrirtaeki og kúnna
Kári Arnar Kárason, deildarstjóri upplýsingataeknideildar Húsasmiðjunnar segir að Signet hafi auðveldað þeim lífið á marga vegu.
„Við tókum Signet fyrst í notkun því við vildum fá rafraena undirritun fyrir ráðningarsamninga,“segir Kári. „Við bjóðum fólki líka upp að skrá sig inn á þjónustuvefinn okkar með rafraenum skilríkjum í stað þess að þurfa að muna lykilorð. Svo erum við líka með sjálfvirkt rafraent ferli í lánaumsóknum, baeði fyrir einstaklinga og fyrirtaeki, sem mannshöndin kemur hvergi naerri. Við notum Signet einnig fyrir reikningsumsóknir og greiðsludreifingar.
Signet hefur sjálfvirknivaett umsóknarferli hjá okkur og stytt biðtíma fyrir kúnnann, en nú er svartími nokkrar sekúndur í staðinn fyrir tvo daga. Það hefur í raun baett þjónustu gríðarlega og faekkað handtökunum hjá okkur,“segir Kári. „Þetta hefur auðveldað okkur lífið á marga mismunandi vegu.
Þessi lausn er líka góð fyrir umhverfið. Það er ekki lengur verið að prenta og skrifa undir pappíra og sendast með þá um baeinn,“segir Kári. „Það er því engin spurning að við maelum með notkun Signet fyrir fyrirtaeki, baeði til að minnka pappírsnotkun og flýta ferlum.“