Sérsniðin snjallmenni sem auka sölu og baeta þjónustu
Leikbreytir er hugbúnaðarfyrirtaeki sem sérhaefir sig í viðskiptamiðuðum stafraenum lausnum fyrir fyrirtaeki með áherslu á innleiðingu snjallmenna og aukna sjálfvirkni á vefsíðum og í vefverslunum fyrirtaekja. Markmiðið er að baeta þjónustu til viðskiptav
Yngvi Tómasson, framkvaemdastjóri Leikbreytis, segir að samskipti fyrirtaekja við viðskiptavinina hafi breyst mikið undanfarin ár og fari nú flest fram í gegnum tölvupóst eða netspjall auk þess sem það sé rík krafa um hraðari svartíma.
„Það er þekkt að þúsaldarkynslóðin vill frekar eiga samskipti í rituðu máli en með símtali og vill snöggan svartíma. Þess vegna vilja mörg fyrirtaeki innleiða snjallmenni í sína þjónustu sem geta svarað helstu spurningum viðskiptavinanna samstundis,“segir Yngvi.
„Við hjálpum fyrirtaekjum að innleiða snjallmenni sem við sérsníðum fyrir hvern og einn viðskiptavin. Fyrsta skrefið er oft innleiðing netspjalls og síðan snjallmennis sem getur svarað endurteknum algengum fyrirspurnum um leið og þaer berast. Við seljum líka ýmiss konar stuðningskerfi sem greina endurteknar fyrirspurnir,“útskýrir hann .
„Við förum inn í fyrirtaeki og finnum algengustu spurningarnar sem snjallmenni getur strax byrjað að svara. Við greinum grunnþarfir fyrirtaekis en hjá mörgum fyrirtaekjum þekkjum við þegar algengustu spurningarnar, t.d. hjá verslunum þar sem oft er spurt um skilarétt, opnunartíma og þess háttar. Þegar snjallmennið getur svarað þessum algengustu spurningu þá förum við út í frekari greiningu á hvaða svörum fólk leitast helst eftir hjá þeim fyrirtaekjum sem við aðstoðum.“
Við horfum á snjallmennin okkar eins og hvert annað vinnuafl sem fyrirtaeki geta ráðið í vinnu. Fyrst þurfa þau þjálfun og aðlögun að starfinu.
Yngvi Tómasson
Snjallmenni í sífelldri þróun
Yngvi hefur verið að þróa og prófa snjallmenni síðastliðin ár og nýtir baeði lausnir sem þegar eru til og þróar sértaekar viðbaetur fyrir íslenskan markað.
„Auk þess að svara fyrirspurnum höfum við líka leitað leiða til að snjallmennin geti ekki einungis stuðlað að aukinni sölu heldur jafnframt klárað söluna sjálf. Það getur þá jafnvel gert tilboð og unnið úr því. Hugsunin er að snjallmennin geti leitt vefverslun og fyrirtaekjavefi,“segir hann.
„Innleiðing snjallmennis er kjörið taekifaeri til að greina betur samskipti við viðskiptavini. Með því að faera allt í ritað mál er haegt að rýna og stórbaeta samskiptin og þar með þjónustuna. Í greiningunni getur falist að átta sig á helstu fyrirspurnum, hversu margir leitist eftir hreyfingaryfirliti, spyrjist fyrir um sölumál, hvaða tíma dags flestir hafi samband, allt verðmaetar upplýsingar fyrir fyrirtaeki.“
Þá er einnig haegt að nota snjallmenni í hina áttina – að fyrirtaekin hafi beint samband við kúnnann og bjóði honum þjónustu.
„Það er haegt að nota Facebook til að nálgast ákveðna markhópa og þar erum við með ákveðnar hugmyndir að verkefnum. Til daemis að góðgerðafélög og fyrirtaeki sem selja áskriftir geti tekið á móti nýskráningum í gegnum netspjall og gengið frá skráningunni sjálfvirkt,“útskýrir hann.
„Við erum líka langt komin með það að geta gengið frá samningum í gegnum netspjall við snjallmenni. Almennt er fókusinn hjá okkur í Leikbreyti sala og þjónusta í gegnum netið. Snjallmenni eru í raun bara ein vídd af þjónustu og sölu.“
Góðar undirtektir
Yngvi segir að almenn ánaegja ríki hjá þeim sem þegar noti snjallmennin en mörg fyrirtaeki eru að taka fyrstu skrefin í því.
„Fyrsta skrefið er innleiðing netspjalls yfir höfuð. Við höfum verið að stíla á það að fyrirtaeki innleiði Facebook Messenger fyrir netspjallið og höfum verið þeim innan handar við það. Fyrirtaeki eru oft hraedd við að þessu fylgi gríðarlega mikill kostnaður en í raun eru fyrstu skrefin við innleiðinguna ekki dýr. Við byrjum á að hafa spjallið hálfsjálfvirkt og finnum svo út hvaða hluti má hafa alveg sjálfvirka,“segir hann. Það má því segja að snjallmennið byrji í hlutastarfi en auki svo við sig smátt og smátt.
„Við horfum á snjallmennin okkar eins og hvert annað vinnuafl sem fyrirtaeki geta ráðið í vinnu. Fyrst þurfa þau þjálfun og aðlögun að starfinu sem þau taka að sér og í framhaldi standa þau og falla með því vinnuframlagi sem þau veita. Þannig má bera saman áhaettuþaetti þess að innleiða snjallmenni við það að ráða starfsmenn en hagraeðingin fyrir fyrirtaeki er umtalsverð.“segir Yngvi.
„Við hjá Leikbreyti erum í viðskiptamiðaðri hugbúnaðarþróun og viljum að lausnir okkar baeti þjónustu og auki sölu viðskiptavina okkar. Gildin okkar eru að við berum ábyrgð á vinnunni okkar og lofum gegnsaei í tilboðum og verðlagningu.
Haegt er að sjá allt um snjallmennin og aðra þjónustur hjá Leikbreyti á snjallmenni.is