Fréttablaðið - Serblod

Sér­snið­in snjall­menni sem auka sölu og baeta þjón­ustu

Leik­breyt­ir er hug­bún­að­ar­fyr­ir­ta­eki sem sér­haef­ir sig í við­skiptamið­uð­um stafra­en­um lausn­um fyr­ir fyr­ir­ta­eki með áherslu á inn­leið­ingu snjall­menna og aukna sjálf­virkni á vef­síð­um og í vef­versl­un­um fyr­ir­ta­ekja. Mark­mið­ið er að baeta þjón­ustu til við­skiptav

-

Yngvi Tómas­son, fram­kvaemda­stjóri Leik­breyt­is, seg­ir að sam­skipti fyr­ir­ta­ekja við við­skipta­vin­ina hafi breyst mik­ið und­an­far­in ár og fari nú flest fram í gegn­um tölvu­póst eða net­spjall auk þess sem það sé rík krafa um hrað­ari svar­tíma.

„Það er þekkt að þús­ald­arkyn­slóð­in vill frek­ar eiga sam­skipti í rit­uðu máli en með sím­tali og vill snögg­an svar­tíma. Þess vegna vilja mörg fyr­ir­ta­eki inn­leiða snjall­menni í sína þjón­ustu sem geta svar­að helstu spurn­ing­um við­skipta­vin­anna sam­stund­is,“seg­ir Yngvi.

„Við hjálp­um fyr­ir­ta­ekj­um að inn­leiða snjall­menni sem við sér­sníð­um fyr­ir hvern og einn við­skipta­vin. Fyrsta skref­ið er oft inn­leið­ing net­spjalls og síð­an snjall­menn­is sem get­ur svar­að end­ur­tekn­um al­geng­um fyr­ir­spurn­um um leið og þa­er ber­ast. Við selj­um líka ým­iss kon­ar stuðn­ings­kerfi sem greina end­ur­tekn­ar fyr­ir­spurn­ir,“út­skýr­ir hann .

„Við för­um inn í fyr­ir­ta­eki og finn­um al­geng­ustu spurn­ing­arn­ar sem snjall­menni get­ur strax byrj­að að svara. Við grein­um grunn­þarf­ir fyr­ir­ta­ekis en hjá mörg­um fyr­ir­ta­ekj­um þekkj­um við þeg­ar al­geng­ustu spurn­ing­arn­ar, t.d. hjá versl­un­um þar sem oft er spurt um skila­rétt, opn­un­ar­tíma og þess hátt­ar. Þeg­ar snjall­menn­ið get­ur svar­að þess­um al­geng­ustu spurn­ingu þá för­um við út í frek­ari grein­ingu á hvaða svör­um fólk leit­ast helst eft­ir hjá þeim fyr­ir­ta­ekj­um sem við að­stoð­um.“

Við horf­um á snjall­menn­in okk­ar eins og hvert ann­að vinnu­afl sem fyr­ir­ta­eki geta ráð­ið í vinnu. Fyrst þurfa þau þjálf­un og að­lög­un að starf­inu.

Yngvi Tómas­son

Snjall­menni í sí­felldri þró­un

Yngvi hef­ur ver­ið að þróa og prófa snjall­menni síð­ast­lið­in ár og nýt­ir baeði lausn­ir sem þeg­ar eru til og þró­ar sér­ta­ek­ar við­ba­et­ur fyr­ir ís­lensk­an mark­að.

„Auk þess að svara fyr­ir­spurn­um höf­um við líka leit­að leiða til að snjall­menn­in geti ekki ein­ung­is stuðl­að að auk­inni sölu held­ur jafn­framt klár­að söl­una sjálf. Það get­ur þá jafn­vel gert til­boð og unn­ið úr því. Hugs­un­in er að snjall­menn­in geti leitt vef­versl­un og fyr­ir­ta­ekj­a­vefi,“seg­ir hann.

„Inn­leið­ing snjall­menn­is er kjör­ið taekifa­eri til að greina bet­ur sam­skipti við við­skipta­vini. Með því að faera allt í rit­að mál er haegt að rýna og stór­baeta sam­skipt­in og þar með þjón­ust­una. Í grein­ing­unni get­ur fal­ist að átta sig á helstu fyr­ir­spurn­um, hversu marg­ir leit­ist eft­ir hreyf­ing­ar­yf­ir­liti, spyrj­ist fyr­ir um sölu­mál, hvaða tíma dags flest­ir hafi sam­band, allt verð­ma­et­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir fyr­ir­ta­eki.“

Þá er einnig haegt að nota snjall­menni í hina átt­ina – að fyr­ir­ta­ek­in hafi beint sam­band við kúnn­ann og bjóði hon­um þjón­ustu.

„Það er haegt að nota Face­book til að nálg­ast ákveðna mark­hópa og þar er­um við með ákveðn­ar hug­mynd­ir að verk­efn­um. Til daem­is að góð­gerða­fé­lög og fyr­ir­ta­eki sem selja áskrift­ir geti tek­ið á móti ný­skrán­ing­um í gegn­um net­spjall og geng­ið frá skrán­ing­unni sjálf­virkt,“út­skýr­ir hann.

„Við er­um líka langt kom­in með það að geta geng­ið frá samn­ing­um í gegn­um net­spjall við snjall­menni. Al­mennt er fókus­inn hjá okk­ur í Leik­breyti sala og þjón­usta í gegn­um net­ið. Snjall­menni eru í raun bara ein vídd af þjón­ustu og sölu.“

Góð­ar und­ir­tekt­ir

Yngvi seg­ir að al­menn ána­egja ríki hjá þeim sem þeg­ar noti snjall­menn­in en mörg fyr­ir­ta­eki eru að taka fyrstu skref­in í því.

„Fyrsta skref­ið er inn­leið­ing net­spjalls yf­ir höf­uð. Við höf­um ver­ið að stíla á það að fyr­ir­ta­eki inn­leiði Face­book Messenger fyr­ir net­spjall­ið og höf­um ver­ið þeim inn­an hand­ar við það. Fyr­ir­ta­eki eru oft hra­edd við að þessu fylgi gríð­ar­lega mik­ill kostn­að­ur en í raun eru fyrstu skref­in við inn­leið­ing­una ekki dýr. Við byrj­um á að hafa spjall­ið hálf­sjálf­virkt og finn­um svo út hvaða hluti má hafa al­veg sjálf­virka,“seg­ir hann. Það má því segja að snjall­menn­ið byrji í hluta­starfi en auki svo við sig smátt og smátt.

„Við horf­um á snjall­menn­in okk­ar eins og hvert ann­að vinnu­afl sem fyr­ir­ta­eki geta ráð­ið í vinnu. Fyrst þurfa þau þjálf­un og að­lög­un að starf­inu sem þau taka að sér og í fram­haldi standa þau og falla með því vinnu­fram­lagi sem þau veita. Þannig má bera sam­an áhaettu­þa­etti þess að inn­leiða snjall­menni við það að ráða starfs­menn en hagra­eð­ing­in fyr­ir fyr­ir­ta­eki er um­tals­verð.“seg­ir Yngvi.

„Við hjá Leik­breyti er­um í við­skiptamið­aðri hug­bún­að­ar­þró­un og vilj­um að lausn­ir okk­ar baeti þjón­ustu og auki sölu við­skipta­vina okk­ar. Gild­in okk­ar eru að við ber­um ábyrgð á vinn­unni okk­ar og lof­um gegnsa­ei í til­boð­um og verð­lagn­ingu.

Haegt er að sjá allt um snjall­menn­in og aðra þjón­ust­ur hjá Leik­breyti á snjall­menni.is

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ VALLI ?? Yngvi Tómas­son hjá Leik­breyti hef­ur ver­ið að þróa og prófa snjall­menni und­an­far­in ár.
FRÉTTABLAЭIÐ/ VALLI Yngvi Tómas­son hjá Leik­breyti hef­ur ver­ið að þróa og prófa snjall­menni und­an­far­in ár.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland