Fréttablaðið - Serblod

Barna­vernd­ar­nefnd bjarg­aði okk­ur

Katrín Salima Dögg Ólafs­dótt­ir var fimm ára þeg­ar þa­er tví­bura­syst­ir henn­ar voru send­ar í fóst­ur á veg­um barna­vernd­ar­nefnd­ar. Þeg­ar móð­ir þeirra féll frá voru þa­er aett­leidd­ar af fóst­ur­for­eldr­un­um.

-

Ég man vel eft­ir þess­um degi og létt­in­um sem ég upp­lifði þeg­ar tveir lög­reglu­menn komu til að taka okk­ur syst­ur af heim­il­inu. Þeir voru ákaf­lega blíð­ir og sinntu okk­ur fal­lega og vel. Því varð ég aldrei hra­edd held­ur upp­lifði þá sem góða bjargvaett­i sem faeru loks með okk­ur á betri stað. Ég átti þessa ein­la­egu von, að mín biði betra líf, að­eins fimm ára göm­ul.“

Þetta seg­ir Katrín Salima Dögg Ólafs­dótt­ir, verk­efna­stjóri Mennta­og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­reglu. Hún var fimm ára þeg­ar barna­vernd­ar­yf­ir­völd fjar­la­egðu hana af heim­ili móð­ur henn­ar, ásamt tví­bura­syst­ur henn­ar, Amöndu Karimu. Syst­urn­ar faedd­ust í Sví­þjóð þar sem þa­er bjuggu fyrstu þrjú ár aevinn­ar, en blóð­fað­ir þeirra er frá Als­ír.

„Þeg­ar mamma flyt­ur með okk­ur til Ís­lands var hún illa hald­in af fíkni­sjúk­dómi og mis­not­aði baeði áfengi og lyf. Því var mik­il óregla á heim­il­inu og hún ófa­er um að sjá um okk­ur. Ég á minn­ing­ar um karl­menn sem komu á heim­il­ið og fóru með henni í svefn­her­berg­ið það­an sem heyrð­ust hljóð sem til­heyra full­orðnu fólki fyr­ir lukt­um dyr­um og ég vissi að börn aettu ekki að heyra. Ég fór í búð­ina og stal kara­mell­um og eitt kvöld­ið leiddi ég syst­ur mína það­an sem við bjugg­um í Bökk­un­um yf­ir til ömmu, sem bjó nokk­uð langt frá á öðr­um stað í Breið­holt­inu. Það var mín sjálfs­bjarg­ar­við­leitni til að bjarga okk­ur systr­um úr skelfi­leg­um að­sta­eð­um og þótt ég vaeri svona lít­il þekkti ég mun­inn á réttu og röngu. Svo kom mamma reið og sótti okk­ur til ömmu og rass­skellti mig fyr­ir að hafa far­ið.“

Spennt að fá nýja for­eldra

Tvíbura­syst­urn­ar Katrín og Am­anda voru sett­ar á barna­heim­ili á veg­um barna­vernd­ar­nefnd­ar á með­an þeim voru fundn­ir fóst­ur­for­eldr­ar.

„Við vor­um heppn­ar að vera ekki að­skild­ar. Þar voru líka fleiri börn og systkin sem höfðu ver­ið tek­in af heim­il­um sín­um. Mér leið vel á barna­heim­il­inu og man eft­ir gríð­ar­legri spennu yf­ir því að sjá hvernig for­eldr­ar okk­ar yrðu. Þau komu og heim­sóttu okk­ur nokkr­um sinn­um, og þeg­ar þau sáu okk­ur, og við þau, var eins og það hefði alltaf ver­ið. Þetta horfði þó ólíkt við okk­ur systr­um. Am­anda upp­lifði meiri sökn­uð til mömmu og þetta var erf­ið­ari tími fyr­ir hana. Það var þó mik­ill stuðn­ing­ur að hafa hvora aðra, við höf­um alla tíð ver­ið mjög nán­ar og mér leið vel að hafa hana með mér,“seg­ir Katrín.

Það voru hjón­in Emil­ía Karls­dótt­ir

og Ólaf­ur Hjálm­ars­son í Grund­ar­firði sem tóku syst­urn­ar í fóst­ur á veg­um barna­vernd­ar­nefnd­ar.

„Við vor­um of­boðs­lega lán­sam­ar að eign­ast þau fyr­ir for­eldra og eft­ir á að hyggja held ég að það hafi ver­ið góð ákvörð­un að koma okk­ur í ann­að um­hverfi í stað þess að hafa okk­ur áfram í borg­inni þar sem blóð­móð­ir okk­ar bjó. Grund­ar­fjörð­ur er gott og ró­legt sam­fé­lag þar sem all­ir tóku vel á móti okk­ur og voru glað­ir fyr­ir hönd mömmu og pabba sem áttu ekki önn­ur börn. Þá þótti mjög spenn­andi að komn­ir vaeru tví­bur­ar í litla sjáv­ar­þorp­ið,“seg­ir Katrín glett­in.

Hugg­un harmi gegn

Þeim systr­um leið strax vel með fóst­ur­for­eldr­um sín­um í Grund­ar­firði og Am­anda kom fljótt til. Til­finn­ing­in var hlý og góð og þa­er köll­uðu Emil­íu og Ólaf strax mömmu og pabba.

„Mamma var glaesi­leg og við horfð­um á hana með stjörn­ur í aug­um því blóð­móð­ir okk­ar var orð­in mjög lif­uð og gjarn­an með yf­ir­gna­ef­andi ilm­vatns­lykt til að fela áfeng­is­fnyk­inn. Allt var miklu eðli­legra á nýja heim­il­inu og gott að vera í kring­um fólk sem lifði heil­brigðu lífi,“seg­ir Katrín og þa­er syst­ur fundu til stolts yf­ir nýju for­eldr­um sín­um.

„Móð­ir okk­ar hafði heim­sókn­ar­rétt nokkr­um sinn­um á ári og þa­er amma komu að heimsa­ekja okk­ur og við fór­um suð­ur til þeirra og feng­um sím­töl í kring­um jól­in. Ég varð þá rosa­lega upp­tek­in af því að aðr­ir sa­eju ekki blóð­móð­ur okk­ar því hún leit svo illa út.“

Katrín seg­ir Emil­íu mömmu sína hafa skynj­að að blóð­móð­ur þeirra systra vaeri létt að sjá hversu vel fór um daet­urn­ar hjá fóst­ur­for­eldr­um sín­um.

„Það var frek­ar að amma vaeri ósátt við að eng­inn úr fjöl­skyld­unni hefði tek­ið okk­ur, en það virt­ist vera móð­ur okk­ar hugg­un harmi gegn að sjá að við bjugg­um við mjög góð­ar að­sta­eð­ur, nokk­uð sem hún hefði aldrei getað veitt okk­ur.“

Blóð­fað­ir­inn gerði til­kall

Þeg­ar syst­urn­ar voru tólf ára fengu þa­er óvaenta heim­sókn frá Hildi Sveins­dótt­ur, fé­lags­ráð­gjafa hjá barna­vernd­ar­nefnd.

„Við sett­umst með Hildi inn í stofu og ég skynj­aði strax hvers vegna hún var kom­in. „Er hún dá­in?“spurði ég, og átti við blóð­móð­ur okk­ar. Þá kom í ljós að líferni henn­ar og fíkni­sjúk­dóm­ur höfðu dreg­ið hana til dauða. Við ósk­uð­um þess eins að mega vera áfram hjá mömmu okk­ar og pabba sem vildu aett­leiða okk­ur, en á þess­um tíma­punkti gerði blóð­fað­ir okk­ar til­kall til okk­ar. Hann er múslimi og þeirra á með­al þyk­ir mik­il skömm að missa frá sér börn­in. Á flug­völl­um voru hengd­ar upp mynd­ir af okk­ur ef hann skyldi reyna að ná í okk­ur, en hann gerði það ekki og aett­leið­ing­in gekk eft­ir, sem bet­ur fer fyr­ir okk­ur,“seg­ir Katrín, sem er í engu sam­bandi við blóð­föð­ur sinn sem eign­að­ist tvö önn­ur börn í Sví­þjóð, með tveim­ur öðr­um kon­um, og hafa þa­er syst­ur ver­ið í sam­bandi við hálf­systkin sín á full­orð­ins­ár­um.

Hra­edd­ar um að vera skil­að

Katrín seg­ir lán og bless­un hvernig barna­vernd­ar­nefnd stóð að mál­um þeirra systra og að hún sé þakk­lát fyr­ir for­eldra sína og ör­ygg­ið sem þa­er fengu hjá þeim.

„Mamma seg­ir að það hafi hjálp­að okk­ur hvað við syst­urn­ar vor­um skyn­sam­ar og með gott upp­lag. Ég man þó hvað ég var hra­edd um að okk­ur yrði skil­að ef við vaer­um ekki nógu stillt­ar og prúð­ar. Svo var út­skýrt fyr­ir okk­ur að við maett­um auð­vit­að vera eins og önn­ur börn og að okk­ur yrði ekk­ert skil­að, að þau elsk­uðu okk­ur sama hvað. Þau gerðu allt svo vel og op­in­skátt, það var eng­inn felu­leik­ur og við mátt­um spyrja og tala um blóð­móð­ur okk­ar eins og við vild­um.“

Saga þeirra systra er far­sa­el. „Það var rétt ákvörð­un hjá barna­vernd­ar­nefnd að taka okk­ur af heim­il­inu því ást­and­ið þar var ekki börn­um bjóð­andi. Hvort það hefði mátt ger­ast fyrr, er svo önn­ur spurn­ing, því fimm ára börn muna orð­ið margt. Ég óska engu barni að búa við að­sta­eð­ur eins og við syst­ur lifð­um við. La­gaum­hverf­ið og móð­ur­rétt­ur­inn er sterk­ur en þeg­ar fíkni­sjúk­dóm­ur er svo langt geng­inn er erfitt að vinda of­an af hon­um og þá þarf að draga börn úr um­hverf­inu með hrað­virk­ara og skil­virk­ara ferli,“seg­ir Katrín.

Óregl­an á heim­il­inu hafi haft mik­il áhrif og hún hafi þurft að­stoð við að vinna úr lífs­reynsl­unni.

„Þá hjálp­aði okk­ur að hafa góða fé­lags­ráð­gjafa, al­veg of­boðs­lega góð­ar kon­ur sem voru í sam­bandi við okk­ur fram á full­orð­ins­ár og mynd­að­ist mik­il hlýja og vinátta á milli. Sam­fylgd­in við þa­er Jó­hönnu og Hildi var dýrma­et og seinna unn­um við með Hildi Sveins­dótt­ur á nám­skeið­um fyr­ir verð­andi fóst­ur­for­eldra á Barna­vernd­ar­stofu, um það að vera fóst­ur­börn og hvað okk­ur fannst skipta máli.“

Von um betri fram­tíð barna

Katrín seg­ir brýnt að all­ir sem standi að vel­ferð barna tali sam­an.

„Við er­um lít­il þjóð og þetta á ekki að vera flók­ið. Með yf­ir­sýn og skil­virkni geta all­ar stofn­an­ir tal­að sam­an: leik­skóli, grunn­skóli, lög­regl­an og barna­vernd. Ekk­ert barn á að lifa við að­sta­eð­ur eins og við gerð­um. Við þurf­um að hafa börn­in í for­gangi og bíða ekki með ákvarð­an­ir held­ur láta hags­muni þeirra ráða frek­ar en móð­ur­rétt­inn. Við syst­ur vor­um heppn­ar að kom­ast heil­ar í gegn­um þetta en sum börn þola verr við og ná sér aldrei á strik.“

Í dag hafi börn taekifa­eri til að hringja í 112 og leita sér hjálp­ar.

„Við höfð­um ekki þessi bjargráð þá, að geta hringt í 112. Við vor­um ekki með gsm-síma né eldri systkin til að hringja og þurft­um að treysta á full­orðna fólk­ið,” seg­ir Katrín.

„Ég er viss um að haegt er að gera miklu bet­ur. Við þurf­um líka að inn­leiða og horfa meira á Barna­sátt­mál­ann. Það er mik­ið af góðu fólki í barna­vernd­ar­störf­um. Mað­ur­inn minn er lög­reglu­mað­ur og flug­mað­ur og seg­ir erf­ið­ustu mál­in á göt­unni að sjá eymd­ina í aug­um barna sem búa við óreglu, of­beldi og vanra­ekslu. Það er ríkt í fólki að vilja bjarga börn­um en sárt þeg­ar lög eða reglu­verk standa í vegi fyr­ir því. Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir, rík­is­lög­reglu­stjóri og Ás­mund­ur Ein­ar Daða­son, fé­lags­mála­ráð­herra hafa unn­ið mjög góða hluti til að auka vel­ferð barna. Lög­regl­an í að koma á skýr­ara verklagi í heim­il­isof­beld­is­mál­um og opna þannig glugg­ann og umra­eð­una enn meira, og ráð­herra með því að stíga fram og raeða þessi mál við þjóð­ina. Það er mín von að því fylgi betri ár­ang­ur og betri fram­tíð fyr­ir börn­in.“

 ??  ?? Tvíbura­syst­urn­ar Katrín og Am­anda fyrsta sumar­ið á nýja heim­il­inu.
Tvíbura­syst­urn­ar Katrín og Am­anda fyrsta sumar­ið á nýja heim­il­inu.
 ?? FRÉTTA­BLAЭIÐ/VALLI ?? Katrín er þakk­lát að­komu barna­vernd­ar.
FRÉTTA­BLAЭIÐ/VALLI Katrín er þakk­lát að­komu barna­vernd­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland